Lánin verða mjög óhagstæð ef Icesave leysist ekki 17. mars 2011 18:30 Forstjóri Landsvirkjunar segir ljóst að Icesave-deilan sé enn að tefja fjármögnun Búðarhálsvirkjunar. Ef deilan leysist ekki þá verði lánin mjög óhagstæð og styttri. Vinna við Búðarhálsvirkjun hófst í vetrarbyrjun en fór bæði hægar og seinna af stað en áformað var þar sem engin lán fengust. Það var svo fyrst í dag að Landsvirkjun gat tilkynnt um fyrsta lánið, frá Norræna fjárfestingarbankanum, fyrir þriðjungi verksins. Peningarnir fást þó ekki fyrr en skilyrði hafa verið uppfyllt. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir mjög eðlilegt að lán séu skilyrt og að í þessu láni sé eina skilyrðið að Landsvirkjun ljúki heildarfjármögnun verksins. Annar banki, Evrópski fjárfestingarbankinn, sem til stendur að verði aðallánveitandi, hefur hins vegar sett lausn Icesave-deilunnar sem skilyrði. Hörður segir að Landsvirkjun sé í viðræðum við fleiri en evrópska bankann. Ef það lán klárist ekki verði Landsvirkjun að hafa önnur plön. "En það er ljóst að Icesave er að tefja þessi mál, eins og hefur ítrekað komið fram hjá okkur," segir Hörður. -En gæti það gerst að Landsvirkjun fengi ekkert lán í Búðarháls ef Icesave leysist ekki? "Ég tel það mjög ólíklegt að við fáum ekkert lán. Það sem gerist hins vegar er að þá verða lánin mjög óhagstæð og styttri, sem er vandamál fyrir okkur. En við munum leita allra leiða til að leysa þetta mál, hvernig sem Icesave fer," segir forstjóri Landsvirkjunar. Icesave Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar segir ljóst að Icesave-deilan sé enn að tefja fjármögnun Búðarhálsvirkjunar. Ef deilan leysist ekki þá verði lánin mjög óhagstæð og styttri. Vinna við Búðarhálsvirkjun hófst í vetrarbyrjun en fór bæði hægar og seinna af stað en áformað var þar sem engin lán fengust. Það var svo fyrst í dag að Landsvirkjun gat tilkynnt um fyrsta lánið, frá Norræna fjárfestingarbankanum, fyrir þriðjungi verksins. Peningarnir fást þó ekki fyrr en skilyrði hafa verið uppfyllt. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir mjög eðlilegt að lán séu skilyrt og að í þessu láni sé eina skilyrðið að Landsvirkjun ljúki heildarfjármögnun verksins. Annar banki, Evrópski fjárfestingarbankinn, sem til stendur að verði aðallánveitandi, hefur hins vegar sett lausn Icesave-deilunnar sem skilyrði. Hörður segir að Landsvirkjun sé í viðræðum við fleiri en evrópska bankann. Ef það lán klárist ekki verði Landsvirkjun að hafa önnur plön. "En það er ljóst að Icesave er að tefja þessi mál, eins og hefur ítrekað komið fram hjá okkur," segir Hörður. -En gæti það gerst að Landsvirkjun fengi ekkert lán í Búðarháls ef Icesave leysist ekki? "Ég tel það mjög ólíklegt að við fáum ekkert lán. Það sem gerist hins vegar er að þá verða lánin mjög óhagstæð og styttri, sem er vandamál fyrir okkur. En við munum leita allra leiða til að leysa þetta mál, hvernig sem Icesave fer," segir forstjóri Landsvirkjunar.
Icesave Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira