Formúlu 1 ökumaðurinn Kobayashi vill færa Japönum von og jákvæðar fréttir 18. mars 2011 17:42 Japaninn Kamui Kobayashi hjá Sauber liðinu. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Japaninn Kamui Kobayashi hjá Sauber Formúu 1 liðinu kveðst vilja ná hagstæðum úrslitum í fyrsta Formúlu 1 móti ársins í Ástralíu 27. mars, til að færa landsmönnum sínar einhverjar jákvæðar fréttir á erfiðum tímum. Sauber liðið hefur ekið 5.841 km á æfingum í vetur, en í fréttatilkynningu liðsins segir að ský sé fyrir sólu í undirbúningi liðsins vegna ástandsins í Japan. Bílar liðsins verða sérstaklega merktir í fyrsta mótinu til að senda hlýja stuðningskveðju til fólks í Japan, eftir jarðskjálfta og síðan flóðbylgju sem skapaði miklar hörmungar. "Auðvitað hafði ég áhyggjur af landi mínu og fór til Japan eftir æfingarnar í Barcelona. Ástandið er verulega slæmt. Svo margir hafa týnt lífinu, orðið heimilislausir og eru án matar og vatns að vetri til. Hafa séð á eftir ástvinum", sagði Kobayashi um stöðu mála í heimalandi sínu. "Það er erfitt að trúa því að ástandið er verra en í nokkurri bíómynd. Við verðum að standa saman og þurfum hjálp alls staðar að úr heiminum. Ég hef áhyggjur af því að landið geti horfið. Þetta er hræðilegt og fréttirnar skána ekki dag frá degi, eftir jarðskjálftann og flóðbylguna sem fylgdi. Það er ekkert jákvætt til að hlakka til." "Mér finnst ég verði að gera eitthvað. Ég vill hjálpa, en það eina sem ég get gert er að einbeita mér að fyrsta mótinu í Melbourne. Upphaflega hlakkaði ég innilega til mótsins. Núna vill ég gera mitt besta til að ná góðum árangri, sem kannski færir fólki í Japan svolitla von og jákvæðar fréttir", sagði Kobayahsi. Formúla Íþróttir Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Japaninn Kamui Kobayashi hjá Sauber Formúu 1 liðinu kveðst vilja ná hagstæðum úrslitum í fyrsta Formúlu 1 móti ársins í Ástralíu 27. mars, til að færa landsmönnum sínar einhverjar jákvæðar fréttir á erfiðum tímum. Sauber liðið hefur ekið 5.841 km á æfingum í vetur, en í fréttatilkynningu liðsins segir að ský sé fyrir sólu í undirbúningi liðsins vegna ástandsins í Japan. Bílar liðsins verða sérstaklega merktir í fyrsta mótinu til að senda hlýja stuðningskveðju til fólks í Japan, eftir jarðskjálfta og síðan flóðbylgju sem skapaði miklar hörmungar. "Auðvitað hafði ég áhyggjur af landi mínu og fór til Japan eftir æfingarnar í Barcelona. Ástandið er verulega slæmt. Svo margir hafa týnt lífinu, orðið heimilislausir og eru án matar og vatns að vetri til. Hafa séð á eftir ástvinum", sagði Kobayashi um stöðu mála í heimalandi sínu. "Það er erfitt að trúa því að ástandið er verra en í nokkurri bíómynd. Við verðum að standa saman og þurfum hjálp alls staðar að úr heiminum. Ég hef áhyggjur af því að landið geti horfið. Þetta er hræðilegt og fréttirnar skána ekki dag frá degi, eftir jarðskjálftann og flóðbylguna sem fylgdi. Það er ekkert jákvætt til að hlakka til." "Mér finnst ég verði að gera eitthvað. Ég vill hjálpa, en það eina sem ég get gert er að einbeita mér að fyrsta mótinu í Melbourne. Upphaflega hlakkaði ég innilega til mótsins. Núna vill ég gera mitt besta til að ná góðum árangri, sem kannski færir fólki í Japan svolitla von og jákvæðar fréttir", sagði Kobayahsi.
Formúla Íþróttir Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti