Gunnar Rúnar var haldinn amor insanus 1. mars 2011 11:26 Gunnar Rúnar Sigurþórsson. Dómurinn yfir Gunnari er hrollvekjandi lesning. Þar er lýsir hann því hvernig hann fór inn á heimili Hannesar og stakk hann til bana. Alls veitti hann Hannesi 20 mismunandi sár, líklegast með hnífi, sem fannst nokkrum vikum síðar. Dánarorsök Hannesar var blóðmissir vegna alvarlegra áverka á hjarta, lunga og hægra nýra. Sjálfsvíg föður yfirþyrmandi áfall Í matsgerð sálfræðinga kemur fram að sjálfsvíg föður hans, í viðurvist hans og ættingja, hafi verið yfirþyrmandi áfall fyrir Gunnar, sem þá var níu ára gamall. Þeir voru afar nánir og því hafi hið sálræna sár orðið dýpra en ella. Áfallið varð til þess að þess að hugsana- og tilfinningalíf hans hefði fests á veikbyggðu og vanþroskuðu bernskustigi. Gunnar varð félagslega einangraður í kjölfarið, en sú einangrun var rofin þegar hann kynntist unnustu Hannesar. Gunnar varð sjúklega ástfanginn af henni sem leiddi til þess að hann fór að íhuga að ryðja Hannesi frá. Í einni matsgerð sálfræðinganna kemur fram að Gunnar hafi látið undan hinum sjúka persónuleika sínum með því að safna hlutum í skottið á bílnum sínum, svo sem hanska, hníf og fleira. Með þessu tókst honum að róa niður þessa þjáningafullu baráttu með því að „heimila" hinum sjúka persónuleikaþætti vissar undirbúningsaðgerðir. Í viðtali við einn geðlækninn lýsir Gunnar því að hann hafi brosað rétt áður en hann fór inn á heimili Hannesar til þess að myrða hann. Gunnar hafi upplifað sælu og kvöl á sama tíma. Kyssti unnustuna eftir morðið Svo lýsir hann sjálfur hvernig hann bar sig að þegar hann var kominn inn í íbúðina hans Hannesar. Við vörum við lýsingunum en þær eru ekki fyrir viðkvæma: „Ég stóð þar í smá stund, ég held að ég hafi staðið þarna í nokkrar mínútur og svo og svo stakk ég hann beint í bringuna. Ég stakk hann tvisvar og svo rauk hann upp, byrjaði að hlaupa út um hurðina og svo ég stakk hann í hálsinn og hann datt fram fyrir sig og ég stakk hann síðan í bakið." Gunnar kvaðst hafa hlaupið út um bílskúrinn og aftur að ljósastaur, þar sem hann hefði tekið af sér húfu og poka af fótunum. Einn pokann hefði hann notað til að setja dótið sitt í. Svo gekk hann aftur að bíl sínum, setti úlpuna og pokann í skottið og keyrði í burtu. Hann hefði svo farið að bryggjunni í Hafnarfirði og hent pokanum og úlpunni undir bryggjuna. Gunnar sagði að hann hefði verið hágrenjandi, ráfað um bryggjuna og svo keyrt heim til sín. Þegar þangað var komið hafi hann náð í poka, sett buxur sínar í hann og úlpuna. Hann hefði því næst farið út og gengið að Eyrarholti og hent pokanum í ruslatunnu. Hann hefði svo farið heim til sín þar sem Hildur [unnusta Hannesar] lá sofandi. Hann kvaðst hafa kysst hana á munninn og svo farið fram og lagst í sófa. Gunnar sagði að hann hefði grátið og grátið og ekkert getað sofið. Gunnar var tvívegis handtekinn vegna málsins. Í seinna skiptið, um tveimur vikum eftir verknaðinn, var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald. Skömmu síðar játaði hann morðið. Gunnari er gert að greiða foreldrum Hannesar 1800 þúsund krónur. Unnustunni skal hann greiða 1200 þúsund krónur en hann hafnaði bótakröfu hennar upphaflega. Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Dómsmál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Dómurinn yfir Gunnari er hrollvekjandi lesning. Þar er lýsir hann því hvernig hann fór inn á heimili Hannesar og stakk hann til bana. Alls veitti hann Hannesi 20 mismunandi sár, líklegast með hnífi, sem fannst nokkrum vikum síðar. Dánarorsök Hannesar var blóðmissir vegna alvarlegra áverka á hjarta, lunga og hægra nýra. Sjálfsvíg föður yfirþyrmandi áfall Í matsgerð sálfræðinga kemur fram að sjálfsvíg föður hans, í viðurvist hans og ættingja, hafi verið yfirþyrmandi áfall fyrir Gunnar, sem þá var níu ára gamall. Þeir voru afar nánir og því hafi hið sálræna sár orðið dýpra en ella. Áfallið varð til þess að þess að hugsana- og tilfinningalíf hans hefði fests á veikbyggðu og vanþroskuðu bernskustigi. Gunnar varð félagslega einangraður í kjölfarið, en sú einangrun var rofin þegar hann kynntist unnustu Hannesar. Gunnar varð sjúklega ástfanginn af henni sem leiddi til þess að hann fór að íhuga að ryðja Hannesi frá. Í einni matsgerð sálfræðinganna kemur fram að Gunnar hafi látið undan hinum sjúka persónuleika sínum með því að safna hlutum í skottið á bílnum sínum, svo sem hanska, hníf og fleira. Með þessu tókst honum að róa niður þessa þjáningafullu baráttu með því að „heimila" hinum sjúka persónuleikaþætti vissar undirbúningsaðgerðir. Í viðtali við einn geðlækninn lýsir Gunnar því að hann hafi brosað rétt áður en hann fór inn á heimili Hannesar til þess að myrða hann. Gunnar hafi upplifað sælu og kvöl á sama tíma. Kyssti unnustuna eftir morðið Svo lýsir hann sjálfur hvernig hann bar sig að þegar hann var kominn inn í íbúðina hans Hannesar. Við vörum við lýsingunum en þær eru ekki fyrir viðkvæma: „Ég stóð þar í smá stund, ég held að ég hafi staðið þarna í nokkrar mínútur og svo og svo stakk ég hann beint í bringuna. Ég stakk hann tvisvar og svo rauk hann upp, byrjaði að hlaupa út um hurðina og svo ég stakk hann í hálsinn og hann datt fram fyrir sig og ég stakk hann síðan í bakið." Gunnar kvaðst hafa hlaupið út um bílskúrinn og aftur að ljósastaur, þar sem hann hefði tekið af sér húfu og poka af fótunum. Einn pokann hefði hann notað til að setja dótið sitt í. Svo gekk hann aftur að bíl sínum, setti úlpuna og pokann í skottið og keyrði í burtu. Hann hefði svo farið að bryggjunni í Hafnarfirði og hent pokanum og úlpunni undir bryggjuna. Gunnar sagði að hann hefði verið hágrenjandi, ráfað um bryggjuna og svo keyrt heim til sín. Þegar þangað var komið hafi hann náð í poka, sett buxur sínar í hann og úlpuna. Hann hefði því næst farið út og gengið að Eyrarholti og hent pokanum í ruslatunnu. Hann hefði svo farið heim til sín þar sem Hildur [unnusta Hannesar] lá sofandi. Hann kvaðst hafa kysst hana á munninn og svo farið fram og lagst í sófa. Gunnar sagði að hann hefði grátið og grátið og ekkert getað sofið. Gunnar var tvívegis handtekinn vegna málsins. Í seinna skiptið, um tveimur vikum eftir verknaðinn, var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald. Skömmu síðar játaði hann morðið. Gunnari er gert að greiða foreldrum Hannesar 1800 þúsund krónur. Unnustunni skal hann greiða 1200 þúsund krónur en hann hafnaði bótakröfu hennar upphaflega.
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Dómsmál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira