Alonso spáir baráttu fimm liða um titilinn 1. mars 2011 12:45 Fernando Alonso varð i öðru sæti í stigakeppnoi ökumanna í fyrra með Ferrari og er sáttur við gengi Ferrari á æfingum upp á síðkastið. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Fernando Alonso hjá Ferrari spáir því að fimm lið verði framarlega í flokki á þessu Formúlu 1 keppnistímabili, en telur að ný dekk sem verða notuð á þessu ári geti valdið toppliðunum erfiðleikum. Fyrsta mót ársins verður í Ástralíu 27. mars og að venju eru keppt bæði um titil ökumanna og bílasmiða. Pirelli sér Formúlu 1 liðum fyrir dekkjum á keppnistímabilinu, eftir að Bridgestone ákvað að draga sig í hlé frá íþróttinni. Pirelli-menn ákváðu að dekkin yrðu þannig úr garði gerð að dekkjaslit yrði meira en verið hefur síðustu ár, til að reyna meira á hæfni og útsjónarsemi ökumanna og keppnisliðanna. Alonso telur að fleiri þjónustuhlé í einhverjum mótum verði raunin í ár, vegna meira dekkjaslits, ef tekið er mið af reynslu af æfingum til þessa. Alonso telur að fleiri þjónustuhlé henti ekki toppliðunum. "Ég er ekki hrifinn af því, af því óvissan sem fylgir því er ekki toppliðunum i hag. Þetta er eins og ef hvert keppnislið í fótboltaleik fengju víti á hálftíma fresti í fótboltaleik. Barcelona og Real Madrid myndu ekki fagna því", sagði Alonso í frétt á autosport.com. "En staðan er sú sama hjá öllum og það verður mikilvægt að vera fljótur í förum, því við getum ekki tekið færri þjónustuhlé en helstu keppnautar okkar." Alonso er ánægður hve traustur Ferrari bíllinn hefur reynst á æfingum og hefur trú á því að fimm lið verði öflugust í ár. "Ef allt fer samkvæmt áætlun, þá verðum við í flokki þeirra sem geta barist um titilinn, ásamt Red Bull, núverandi meisturum, McLaren, Mercedes og einnig Renault, sem hafa tóku framfaraskref í lok síðasta árs. Jafnvel Torro Rosso hefur tekið verulegt skref framávið. Formúla Íþróttir Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fernando Alonso hjá Ferrari spáir því að fimm lið verði framarlega í flokki á þessu Formúlu 1 keppnistímabili, en telur að ný dekk sem verða notuð á þessu ári geti valdið toppliðunum erfiðleikum. Fyrsta mót ársins verður í Ástralíu 27. mars og að venju eru keppt bæði um titil ökumanna og bílasmiða. Pirelli sér Formúlu 1 liðum fyrir dekkjum á keppnistímabilinu, eftir að Bridgestone ákvað að draga sig í hlé frá íþróttinni. Pirelli-menn ákváðu að dekkin yrðu þannig úr garði gerð að dekkjaslit yrði meira en verið hefur síðustu ár, til að reyna meira á hæfni og útsjónarsemi ökumanna og keppnisliðanna. Alonso telur að fleiri þjónustuhlé í einhverjum mótum verði raunin í ár, vegna meira dekkjaslits, ef tekið er mið af reynslu af æfingum til þessa. Alonso telur að fleiri þjónustuhlé henti ekki toppliðunum. "Ég er ekki hrifinn af því, af því óvissan sem fylgir því er ekki toppliðunum i hag. Þetta er eins og ef hvert keppnislið í fótboltaleik fengju víti á hálftíma fresti í fótboltaleik. Barcelona og Real Madrid myndu ekki fagna því", sagði Alonso í frétt á autosport.com. "En staðan er sú sama hjá öllum og það verður mikilvægt að vera fljótur í förum, því við getum ekki tekið færri þjónustuhlé en helstu keppnautar okkar." Alonso er ánægður hve traustur Ferrari bíllinn hefur reynst á æfingum og hefur trú á því að fimm lið verði öflugust í ár. "Ef allt fer samkvæmt áætlun, þá verðum við í flokki þeirra sem geta barist um titilinn, ásamt Red Bull, núverandi meisturum, McLaren, Mercedes og einnig Renault, sem hafa tóku framfaraskref í lok síðasta árs. Jafnvel Torro Rosso hefur tekið verulegt skref framávið.
Formúla Íþróttir Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira