Sport

Óðinn Björn og Kristinn keppa í París

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Óðinn Björn Þorsteinsson.
Óðinn Björn Þorsteinsson.
FH-ingarnir Óðinn Björn Þorsteinsson og Kristinn Torfason keppa á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum sem fram fer í París um helgina.  Óðinn Björn keppir í kúluvarpi og Kristinn í langstökki og þrístökki.

Báðir hefja þeir keppni á föstudagsmorguninn. Undankeppni í kúluvarpi er kl. 9:30 árdegis að staðartíma eða kl. 8:30 að íslenskum tíma. Undankeppnin í langstökki hefst kl. 10:35 að staðartíma eða kl. 9:30 að íslenskum tíma. Loks hefst undankeppni í þrístökki kl. 17:30 eða 16:30 að íslenskum tíma á föstudaginn.

Kristinn náði sínum besta árangri og þar með lágmarki á EM með því að stökkva 7,77 m í Bikarkeppni FRÍ 19. febr. sl., en hann átti best áður 7,57 m innanhúss frá RIG leikunum í janúar sl., og 7,60 m utanhúss frá Smáþjóðaleikunum í Kýpur 2009.

Óðinn Björn á bestan árangur 19,37 m utanhúss á Folksam stigamótaseríu sænska frjálsíþróttasambandsins frá því fyrra og 19,50 m frá því í fyrra innanhúss, en hann varpaði kúlunni 19,30 m á móti rétt fyrir áramótin síðustu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×