Dómari ákvað með klukkutíma fyrirvara að dæma Gunnar Rúnar í dag 1. mars 2011 15:07 Fjölskylda og aðstandendur Hannesar Þórs Helgasonar sem myrtur var á síðasta ári gagnrýna harðlega í yfirlýsingu að hafa ekki fengið að vita það með nokkrum fyrirvara að til stæði að dæma morðingja Hannesar í morgun. Í svari frá dómstólnum til Vísis segir að ákvörðunin um að fella dóminn í dag hafi ekki verið tekin fyrr en í morgun og boð þess efnis vor send út með rúmlega klukkutíma fyrirvara. Í yfirlýsingunni frá aðstandendunum segir að það sé „algjör vanvirðing við fjölskyldu og aðstandendur Hannesar hvernig staðið var að tilkynningarskyldu varðandi dómsuppkvaðningu nú í morgun. Þar sem dómari sendir eingöngu verjanda okkar tölvupóst klukkan 8:49 í morgun þess efnis að dómsuppkvaðning sé klukkan 10," segir í yfirlýsingunni og því bætt við að klukkutíma fyrirvari sé með öllu óásættanlegar. „Þar að auki brást tilkynningarskyldan algerlega gagnvart aðstandendum og fjölmiðlum þar sem hvergi var birt í dagskrá Héraðsdóms að dómskvaðning í málinu færi fram í dag. Ofan á það má bæta að samkvæmt öruggum heimildum okkar höfðu bæði verjandi og ríkissaksóknari vitneskju um dómsuppkvaðningu þessa fyrir nokkrum dögum síðan. Það er algjört hneyksli og vanvirðing gagnvart fjölskyldu Hannesar heitins að dómsuppkvaðningin skuli fara fram eins og hluti af lokuðum réttarhöldum þrátt fyrir að þessi hafi verið úrskurðuð opin," segir fjölskyldan og bætir við: „Það er greinilegt að dómstólar Íslands í dag vilja sópa öllu undir borðið og láta sem fæsta fylgjast með því hvað fer fram í þessu ónýta dómskerfi sem við búum við." Lá fyrir að fjölskyldan gæti ekki verið viðstödd Vísir sendi Héraðsdómi Reykjaness fyrirspurn um málið. Í svari frá dómritara segir að dómari hafi ákveðið fyrst í morgun að dómur yrði kveðinn upp klukkan 10:00 og að öllum hlutaðeigandi hafi verið sendur tölvupóstur um það klukkan 8:45. Í svarinu segir líka að lögmaður bótakrefjanda, Helga og Jónu, hafi fyrir nokkru síðan tilkynnt dómara að aðstandendur Hannesar færu til útlanda 26. febrúar sl. og þannig lá fyrir að þeir gætu ekki verið viðstaddir dómsuppkvaðninguna. „Vegna fullyrðinga um að skv. „öruggum heimildum" hafi verjandi og sækjandi haft vitneskju um að dómur yrði kveðinn upp á umræddum tíma þá skal tekið fram að það er ekki rétt þar sem tími dómsuppkvaðningar var ákveðinn í morgun og boðun send í beinu framhaldi," segir að lokum. Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Dómsmál Tengdar fréttir Fjölskylda Hannesar: Líf hans metið einskis virði "Það eru algjörlega óásættanleg skilaboð til samfélagsins að líf Hannesar skuli vera metið einskis virði þar sem kaldrifjaður morðingi kemst upp með þann glæp að skipuleggja morðið á Hannesi í næstum heilt ár og myrða hann svo á jafnhrottafenginn hátt! 1. mars 2011 12:38 Gunnar Rúnar var haldinn amor insanus „Ég elskaði Hildi. Hún átti að vera hjá mér. Hún átti ekki að vera með honum,“ sagði Gunnar Rúnar Sigurþórsson við yfirheyrslur hjá lögreglunni í september á síðasta ári, en hann var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness til þess að vera vistaður á viðeigandi stofnun fyrir að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana. Hann var því úrskurðaður ósakhæfur. Samkvæmt mati geðlækna var Gunnar meðal annars haldinn ástaræði eða amor insanus. 1. mars 2011 11:26 Gunnar Rúnar úrskurðaður ósakhæfur Gunnar Rúnar Sigurþórsson var úrskurðaður ósakhæfur í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir að hafa myrt Hannes Þór Helgason í ágúst á síðasta ári. Gunnari er dæmdur til þess að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. 1. mars 2011 10:20 Ákvörðun um áfrýjun tekin á næstu dögum Ákæruvaldið í máli Gunnars Rúnars Sigþórssonar hefur ekki tekið ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar en héraðsdómur úrskurðaði Gunnar Rúnar, sem myrti Hannes Þór Helgason á síðasta ári, ósakhæfan. 1. mars 2011 11:36 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Fjölskylda og aðstandendur Hannesar Þórs Helgasonar sem myrtur var á síðasta ári gagnrýna harðlega í yfirlýsingu að hafa ekki fengið að vita það með nokkrum fyrirvara að til stæði að dæma morðingja Hannesar í morgun. Í svari frá dómstólnum til Vísis segir að ákvörðunin um að fella dóminn í dag hafi ekki verið tekin fyrr en í morgun og boð þess efnis vor send út með rúmlega klukkutíma fyrirvara. Í yfirlýsingunni frá aðstandendunum segir að það sé „algjör vanvirðing við fjölskyldu og aðstandendur Hannesar hvernig staðið var að tilkynningarskyldu varðandi dómsuppkvaðningu nú í morgun. Þar sem dómari sendir eingöngu verjanda okkar tölvupóst klukkan 8:49 í morgun þess efnis að dómsuppkvaðning sé klukkan 10," segir í yfirlýsingunni og því bætt við að klukkutíma fyrirvari sé með öllu óásættanlegar. „Þar að auki brást tilkynningarskyldan algerlega gagnvart aðstandendum og fjölmiðlum þar sem hvergi var birt í dagskrá Héraðsdóms að dómskvaðning í málinu færi fram í dag. Ofan á það má bæta að samkvæmt öruggum heimildum okkar höfðu bæði verjandi og ríkissaksóknari vitneskju um dómsuppkvaðningu þessa fyrir nokkrum dögum síðan. Það er algjört hneyksli og vanvirðing gagnvart fjölskyldu Hannesar heitins að dómsuppkvaðningin skuli fara fram eins og hluti af lokuðum réttarhöldum þrátt fyrir að þessi hafi verið úrskurðuð opin," segir fjölskyldan og bætir við: „Það er greinilegt að dómstólar Íslands í dag vilja sópa öllu undir borðið og láta sem fæsta fylgjast með því hvað fer fram í þessu ónýta dómskerfi sem við búum við." Lá fyrir að fjölskyldan gæti ekki verið viðstödd Vísir sendi Héraðsdómi Reykjaness fyrirspurn um málið. Í svari frá dómritara segir að dómari hafi ákveðið fyrst í morgun að dómur yrði kveðinn upp klukkan 10:00 og að öllum hlutaðeigandi hafi verið sendur tölvupóstur um það klukkan 8:45. Í svarinu segir líka að lögmaður bótakrefjanda, Helga og Jónu, hafi fyrir nokkru síðan tilkynnt dómara að aðstandendur Hannesar færu til útlanda 26. febrúar sl. og þannig lá fyrir að þeir gætu ekki verið viðstaddir dómsuppkvaðninguna. „Vegna fullyrðinga um að skv. „öruggum heimildum" hafi verjandi og sækjandi haft vitneskju um að dómur yrði kveðinn upp á umræddum tíma þá skal tekið fram að það er ekki rétt þar sem tími dómsuppkvaðningar var ákveðinn í morgun og boðun send í beinu framhaldi," segir að lokum.
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Dómsmál Tengdar fréttir Fjölskylda Hannesar: Líf hans metið einskis virði "Það eru algjörlega óásættanleg skilaboð til samfélagsins að líf Hannesar skuli vera metið einskis virði þar sem kaldrifjaður morðingi kemst upp með þann glæp að skipuleggja morðið á Hannesi í næstum heilt ár og myrða hann svo á jafnhrottafenginn hátt! 1. mars 2011 12:38 Gunnar Rúnar var haldinn amor insanus „Ég elskaði Hildi. Hún átti að vera hjá mér. Hún átti ekki að vera með honum,“ sagði Gunnar Rúnar Sigurþórsson við yfirheyrslur hjá lögreglunni í september á síðasta ári, en hann var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness til þess að vera vistaður á viðeigandi stofnun fyrir að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana. Hann var því úrskurðaður ósakhæfur. Samkvæmt mati geðlækna var Gunnar meðal annars haldinn ástaræði eða amor insanus. 1. mars 2011 11:26 Gunnar Rúnar úrskurðaður ósakhæfur Gunnar Rúnar Sigurþórsson var úrskurðaður ósakhæfur í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir að hafa myrt Hannes Þór Helgason í ágúst á síðasta ári. Gunnari er dæmdur til þess að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. 1. mars 2011 10:20 Ákvörðun um áfrýjun tekin á næstu dögum Ákæruvaldið í máli Gunnars Rúnars Sigþórssonar hefur ekki tekið ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar en héraðsdómur úrskurðaði Gunnar Rúnar, sem myrti Hannes Þór Helgason á síðasta ári, ósakhæfan. 1. mars 2011 11:36 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Fjölskylda Hannesar: Líf hans metið einskis virði "Það eru algjörlega óásættanleg skilaboð til samfélagsins að líf Hannesar skuli vera metið einskis virði þar sem kaldrifjaður morðingi kemst upp með þann glæp að skipuleggja morðið á Hannesi í næstum heilt ár og myrða hann svo á jafnhrottafenginn hátt! 1. mars 2011 12:38
Gunnar Rúnar var haldinn amor insanus „Ég elskaði Hildi. Hún átti að vera hjá mér. Hún átti ekki að vera með honum,“ sagði Gunnar Rúnar Sigurþórsson við yfirheyrslur hjá lögreglunni í september á síðasta ári, en hann var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness til þess að vera vistaður á viðeigandi stofnun fyrir að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana. Hann var því úrskurðaður ósakhæfur. Samkvæmt mati geðlækna var Gunnar meðal annars haldinn ástaræði eða amor insanus. 1. mars 2011 11:26
Gunnar Rúnar úrskurðaður ósakhæfur Gunnar Rúnar Sigurþórsson var úrskurðaður ósakhæfur í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir að hafa myrt Hannes Þór Helgason í ágúst á síðasta ári. Gunnari er dæmdur til þess að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. 1. mars 2011 10:20
Ákvörðun um áfrýjun tekin á næstu dögum Ákæruvaldið í máli Gunnars Rúnars Sigþórssonar hefur ekki tekið ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar en héraðsdómur úrskurðaði Gunnar Rúnar, sem myrti Hannes Þór Helgason á síðasta ári, ósakhæfan. 1. mars 2011 11:36