Nóbelsverðlaunahafi rekinn frá örbanka sem hann stofnaði 2. mars 2011 11:21 Hinn heimsþekkti Nóbelsverðlaunahafi Mohammad Yunus hefur verið rekinn úr starfi sínu hjá örlánabankanum, Grameen Bank sem hann sjálfur stofnaði. Mikill þrýstingur hefur verið á stjórn bankans undanfarna mánuði um að reka Yunus. Fjallað er um málið í Politiken. Þar segir er haft eftir Muzammel Huq stjórnformanni Grameen Bank að Yunus hætti strax sem bankastjóri bankans en því starfi hefur hann gegnt frá árinu 2000. Í heimildarmynd sem sýnd var í norska ríkissjónvarpinu, NRK í nóvember s.l. kom fram Grameen Bank að tekur okurvexti af örlánum sínum til fátækra. Vextirnir af lánunum eru 30% og þeir hafa leitt til þess að fjöldi fátækra kvenna er lentur í skuldagildru. Þá hefur bankinn einnig verið ásakaður um skattsvik. Yunus hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2006 fyrir það að hafa stofnað „banka fátæka fólksins" árið 1976 þegar hann lánaði 27 dollara til 42 kvenna í þorpinu Jobra í Bangladesh. Í dag eru lántakendur Grameen Bank 8,5 milljónir talsins, að mestu konur, en Grameen Bank er leiðandi á sviði örbankastarfsemi í heiminum. Heimildarmyndin sýndi allt aðra hlið á starfsemi Grameen Bank en hingað til hefur verið haldið fram opinberlega. Fyrir utan að greiða 30% vexti af lánum sínum þurfa viðskiptavinir bankans að byrja að borga af þeim strax eftir viku frá því að lán eru veitt. Þá kom fram í myndinni að innheimtuaðferðir Grameen Bank minni meir á aðferðir handrukkara en bankamanna. Ein kvennanna sem hefur verið í viðskiptum við bankann í 15 ár segir að eitt sinn hafi hún lent í vandræðum með afborgun af láni. Þá hafi fulltrúar bankans komið í heimsókn, hundskammað hana og haft í hótunum. „Þeir hótuðu mér að taka þakið af húsi mínu og henda mér út á götuna," segir þessi kona, Hazera að nafni. Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hinn heimsþekkti Nóbelsverðlaunahafi Mohammad Yunus hefur verið rekinn úr starfi sínu hjá örlánabankanum, Grameen Bank sem hann sjálfur stofnaði. Mikill þrýstingur hefur verið á stjórn bankans undanfarna mánuði um að reka Yunus. Fjallað er um málið í Politiken. Þar segir er haft eftir Muzammel Huq stjórnformanni Grameen Bank að Yunus hætti strax sem bankastjóri bankans en því starfi hefur hann gegnt frá árinu 2000. Í heimildarmynd sem sýnd var í norska ríkissjónvarpinu, NRK í nóvember s.l. kom fram Grameen Bank að tekur okurvexti af örlánum sínum til fátækra. Vextirnir af lánunum eru 30% og þeir hafa leitt til þess að fjöldi fátækra kvenna er lentur í skuldagildru. Þá hefur bankinn einnig verið ásakaður um skattsvik. Yunus hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2006 fyrir það að hafa stofnað „banka fátæka fólksins" árið 1976 þegar hann lánaði 27 dollara til 42 kvenna í þorpinu Jobra í Bangladesh. Í dag eru lántakendur Grameen Bank 8,5 milljónir talsins, að mestu konur, en Grameen Bank er leiðandi á sviði örbankastarfsemi í heiminum. Heimildarmyndin sýndi allt aðra hlið á starfsemi Grameen Bank en hingað til hefur verið haldið fram opinberlega. Fyrir utan að greiða 30% vexti af lánum sínum þurfa viðskiptavinir bankans að byrja að borga af þeim strax eftir viku frá því að lán eru veitt. Þá kom fram í myndinni að innheimtuaðferðir Grameen Bank minni meir á aðferðir handrukkara en bankamanna. Ein kvennanna sem hefur verið í viðskiptum við bankann í 15 ár segir að eitt sinn hafi hún lent í vandræðum með afborgun af láni. Þá hafi fulltrúar bankans komið í heimsókn, hundskammað hana og haft í hótunum. „Þeir hótuðu mér að taka þakið af húsi mínu og henda mér út á götuna," segir þessi kona, Hazera að nafni.
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira