Vettel býst við 3-4 þjónustuhléum í Formúlu 1 mótum 2. mars 2011 16:11 Sebastian Vettel og Red Bull á æfingu í Barcelona, en keppnislið eiga eftir að æfa þar í nokkra daga í mars. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Formúlu 1 heimsmeistarinn Sebastian Vettel spáir því að fleiri þjónustuhlé verði í Formúlu 1 mótum ársins miðað við fyrri tíð, vegna þess hvernig keppnisdekkin frá Pirelli virka. Keppnislið og ökumenn þeirra hafa æft mikið á nýju dekkjunum fyrir Formúlu 1 á nokkrum æfingum á Spáni. Pirelli sér öllum liðum fyrir dekkjum á þessu ári, eftir að Bridgestone dró sig í hlé frá íþróttinni. "Dekkin eru mjög ólík þeim sem voru notuð í fyrra, en það sama gengur yfir alla. Ég held að kappaksturinn breytist", sagði Vettel í frétt á autosport.com í dag. Pirelli dekkin eru viljandi hönnuð og framleidd þannig að þau slitna meira, en dekkin sem Bridgestone bauð upp á. Það er gert til reyna meira á ökumenn og keppnislið í mótum og auka tilþrif. "Ég tel að það verði ómögulegt að taka bara eitt þjónustuhlé í mótum, eða tvö á þessu stigi. Ég held að það verði þrjú eða fjögur þjónusuhlé. Það mun gera hlutina áhugaverða. Spurningin er hvort þetta er gott eða vont fyrir okkur. Það er erfitt að segja núna. Við verðum að sjá hvernig mótin þróast", sagði Vettel. Vettel telur að ný útfærsla af afturvæng, sem er stillanlegur geti hjálpað til við framúrakstur, en honum má þó beita á takmarkaðan hátt. Þá er KERS kerfi í flestum Formúlu 1 bílum á ný, sem gefur auka hestöfl til framúraksturs í tiltekinn tíma. "KERS kerfið er samskonar hjá öllum, en afturvængurinn er önnur saga. Það er aðeins hægt að nota hann til sóknar, ekki í vörn. Ég vona bara að þetta geri ekki framúrakstur of auðveldan, þá verður kappaksturinn gervilegur. Við sjáum hvað setur", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Formúlu 1 heimsmeistarinn Sebastian Vettel spáir því að fleiri þjónustuhlé verði í Formúlu 1 mótum ársins miðað við fyrri tíð, vegna þess hvernig keppnisdekkin frá Pirelli virka. Keppnislið og ökumenn þeirra hafa æft mikið á nýju dekkjunum fyrir Formúlu 1 á nokkrum æfingum á Spáni. Pirelli sér öllum liðum fyrir dekkjum á þessu ári, eftir að Bridgestone dró sig í hlé frá íþróttinni. "Dekkin eru mjög ólík þeim sem voru notuð í fyrra, en það sama gengur yfir alla. Ég held að kappaksturinn breytist", sagði Vettel í frétt á autosport.com í dag. Pirelli dekkin eru viljandi hönnuð og framleidd þannig að þau slitna meira, en dekkin sem Bridgestone bauð upp á. Það er gert til reyna meira á ökumenn og keppnislið í mótum og auka tilþrif. "Ég tel að það verði ómögulegt að taka bara eitt þjónustuhlé í mótum, eða tvö á þessu stigi. Ég held að það verði þrjú eða fjögur þjónusuhlé. Það mun gera hlutina áhugaverða. Spurningin er hvort þetta er gott eða vont fyrir okkur. Það er erfitt að segja núna. Við verðum að sjá hvernig mótin þróast", sagði Vettel. Vettel telur að ný útfærsla af afturvæng, sem er stillanlegur geti hjálpað til við framúrakstur, en honum má þó beita á takmarkaðan hátt. Þá er KERS kerfi í flestum Formúlu 1 bílum á ný, sem gefur auka hestöfl til framúraksturs í tiltekinn tíma. "KERS kerfið er samskonar hjá öllum, en afturvængurinn er önnur saga. Það er aðeins hægt að nota hann til sóknar, ekki í vörn. Ég vona bara að þetta geri ekki framúrakstur of auðveldan, þá verður kappaksturinn gervilegur. Við sjáum hvað setur", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira