Evran styrkist gagnvart dollaranum 4. mars 2011 12:01 Evran fór í fjögurra mánaða hámark gagnvart dollaranum í kjölfar ummæla bankastjóra evrópska seðlabankans, Jean-Claude Trichet, sem sagði í gær að það gæti verið að bankinn myndi hækka vexti á næsta vaxtaákvörðunarfundi sem verður í næsta mánuði. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að fyrir ummæli bankastjóra hafði þess almennt verið vænst að bankinn myndi ekki hækka vexti sína fyrr en næsta haust. Hefur gengi evrunnar nú hækkað í þrjár vikur samfleytt gagnvart dollaranum og farið úr 1,3483 dollurum 14 febrúar síðastliðinn í 1,3962 þegar þetta er ritað. Hefur evran ekki verið verðmeiri í dollurum talið frá því í nóvemberbyrjun á síðastliðnu ári eða í fjára mánuði eins og áður sagði. Evran kostar nú 160,8 krónur og hefur hún ekki verið dýrari síðan um miðjan maí í fyrra. Hefur evran hækkað umtalsvert frá upphafi árs þegar hún kostaði 153,2 krónur. Skýrist sú hreyfing bæði af almennri styrkingu evrunnar á þessu tímabili auk veikingar krónunnar. Hið síðarnefnda er líklegast tilkomið vegna árstíðarbundinna sveiflna í gjaldeyristekjum þjóðarbúsins, inngripa Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði, minni munar á innlendum og erlendum vöxtum sem hefur skapast við vaxtalækkanir Seðlabankans og væntinga um afnám hafta og áhrif þess á framtíðarvirði krónunnar. Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Evran fór í fjögurra mánaða hámark gagnvart dollaranum í kjölfar ummæla bankastjóra evrópska seðlabankans, Jean-Claude Trichet, sem sagði í gær að það gæti verið að bankinn myndi hækka vexti á næsta vaxtaákvörðunarfundi sem verður í næsta mánuði. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að fyrir ummæli bankastjóra hafði þess almennt verið vænst að bankinn myndi ekki hækka vexti sína fyrr en næsta haust. Hefur gengi evrunnar nú hækkað í þrjár vikur samfleytt gagnvart dollaranum og farið úr 1,3483 dollurum 14 febrúar síðastliðinn í 1,3962 þegar þetta er ritað. Hefur evran ekki verið verðmeiri í dollurum talið frá því í nóvemberbyrjun á síðastliðnu ári eða í fjára mánuði eins og áður sagði. Evran kostar nú 160,8 krónur og hefur hún ekki verið dýrari síðan um miðjan maí í fyrra. Hefur evran hækkað umtalsvert frá upphafi árs þegar hún kostaði 153,2 krónur. Skýrist sú hreyfing bæði af almennri styrkingu evrunnar á þessu tímabili auk veikingar krónunnar. Hið síðarnefnda er líklegast tilkomið vegna árstíðarbundinna sveiflna í gjaldeyristekjum þjóðarbúsins, inngripa Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði, minni munar á innlendum og erlendum vöxtum sem hefur skapast við vaxtalækkanir Seðlabankans og væntinga um afnám hafta og áhrif þess á framtíðarvirði krónunnar.
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira