Evran styrkist gagnvart dollaranum 4. mars 2011 12:01 Evran fór í fjögurra mánaða hámark gagnvart dollaranum í kjölfar ummæla bankastjóra evrópska seðlabankans, Jean-Claude Trichet, sem sagði í gær að það gæti verið að bankinn myndi hækka vexti á næsta vaxtaákvörðunarfundi sem verður í næsta mánuði. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að fyrir ummæli bankastjóra hafði þess almennt verið vænst að bankinn myndi ekki hækka vexti sína fyrr en næsta haust. Hefur gengi evrunnar nú hækkað í þrjár vikur samfleytt gagnvart dollaranum og farið úr 1,3483 dollurum 14 febrúar síðastliðinn í 1,3962 þegar þetta er ritað. Hefur evran ekki verið verðmeiri í dollurum talið frá því í nóvemberbyrjun á síðastliðnu ári eða í fjára mánuði eins og áður sagði. Evran kostar nú 160,8 krónur og hefur hún ekki verið dýrari síðan um miðjan maí í fyrra. Hefur evran hækkað umtalsvert frá upphafi árs þegar hún kostaði 153,2 krónur. Skýrist sú hreyfing bæði af almennri styrkingu evrunnar á þessu tímabili auk veikingar krónunnar. Hið síðarnefnda er líklegast tilkomið vegna árstíðarbundinna sveiflna í gjaldeyristekjum þjóðarbúsins, inngripa Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði, minni munar á innlendum og erlendum vöxtum sem hefur skapast við vaxtalækkanir Seðlabankans og væntinga um afnám hafta og áhrif þess á framtíðarvirði krónunnar. Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Evran fór í fjögurra mánaða hámark gagnvart dollaranum í kjölfar ummæla bankastjóra evrópska seðlabankans, Jean-Claude Trichet, sem sagði í gær að það gæti verið að bankinn myndi hækka vexti á næsta vaxtaákvörðunarfundi sem verður í næsta mánuði. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að fyrir ummæli bankastjóra hafði þess almennt verið vænst að bankinn myndi ekki hækka vexti sína fyrr en næsta haust. Hefur gengi evrunnar nú hækkað í þrjár vikur samfleytt gagnvart dollaranum og farið úr 1,3483 dollurum 14 febrúar síðastliðinn í 1,3962 þegar þetta er ritað. Hefur evran ekki verið verðmeiri í dollurum talið frá því í nóvemberbyrjun á síðastliðnu ári eða í fjára mánuði eins og áður sagði. Evran kostar nú 160,8 krónur og hefur hún ekki verið dýrari síðan um miðjan maí í fyrra. Hefur evran hækkað umtalsvert frá upphafi árs þegar hún kostaði 153,2 krónur. Skýrist sú hreyfing bæði af almennri styrkingu evrunnar á þessu tímabili auk veikingar krónunnar. Hið síðarnefnda er líklegast tilkomið vegna árstíðarbundinna sveiflna í gjaldeyristekjum þjóðarbúsins, inngripa Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði, minni munar á innlendum og erlendum vöxtum sem hefur skapast við vaxtalækkanir Seðlabankans og væntinga um afnám hafta og áhrif þess á framtíðarvirði krónunnar.
Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent