Sport

Guðmundur varð Íslandsmeistari í borðtennis 18. árið í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Eggert Stephensen.
Guðmundur Eggert Stephensen.
Guðmundur Eggert Stephensen úr Víkingi tryggði sér Íslandsmeistaratitil í einliðaleik í borðtennis 18. árið í röð þegar hann vann KR-inginn Kára Mímisson 4-0 í úrslitaleiknum. Guðmundur hefur orðið Íslandsmeistari frá árinu 1994 þegar hann vann sinn fyrsta titil aðeins ellefu ára gamall.

Halldóra Ólafs varð Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna eftir 4-1 sigur á yngri systur sinni, Magneu Ólafs, í úrslitaleiknum en Magnea vann fyrstu lotuna. Lilja Rós Jóhannesdóttir varð Íslandsmeistari í fyrra en hún tók ekki þátt í ár en Halldóra var að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil síðan 2003.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×