Íslensk vefgátt að norðurslóðum Össur Skarphéðinsson skrifar 8. mars 2011 06:00 Síðla janúar var ég staddur í Tromsö í Norður-Noregi að kynna nýja stefnu Íslands um norðurslóðir á fjölmennri alþjóðlegri ráðstefnu. Sem ég var að halda úr háskólahlaðinu eftir langa ræðu og spurningaflóð komu á eftir mér tveir vaskir menn í litríkum klæðum frumbyggja norðursins. Þeir kváðust hreindýrakarlar, annar frá nyrstu svæðum Noregs en hinn alla leið af norðanverðri Síberíu, og voru fulltrúar alþjóðasamtaka hreindýrafólks. Erindið þessara merkismanna var tvíþætt. Þeir vildu þakka Íslandi fyrir kraftmikinn stuðning við réttindamál þeirra, en ekki síður fyrir uppbyggingu langöflugustu vefgáttar um málefni norðurslóða.Í tillögu til þingsályktunar um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða, sem ég hef lagt nýlega fram á Alþingi, er sérstaklega hvatt til þess að íslensk stjórnvöld styrki stöðu landsins sem miðstöðvar fyrir alþjóðlegt norðurslóðastarf. Starfsemi Norðurslóðagáttarinnar sem teygir anga sína um allt norðurskautssvæðið og langt út fyrir það er frábært dæmi um slíka viðleitni. Fyrirtæki og stofnanir á norðurslóðum hafa verið leiðandi í að þróa og nýta veftækni á sviði heilsugæslu, umhverfisvöktunar, varðveislu og miðlun menningararfs og síðast en ekki síst við fjarkennslu. Þátttaka í slíkum verkefnum felur í sér áhugaverð sóknarfæri fyrir íslenska tækni og þekkingu eins og starfsmenn Norðurslóðagáttarinnar á Akureyri hafa sannað. Þeir eiga heiður skilinn fyrir það. Akureyringar geta sannarlega glaðst yfir að sjá svo blómstrandi fífil spretta upp í túnjaðri sínum.Ísland og hreindýrafólkið Heiðursmennirnir tveir vísuðu þar til Norðurslóðagáttarinnar, www.arcticportal.com, sem á síðustu árum hefur byggst upp með undraverðum hætti norður á Akureyri. Það kom mér nokkuð á óvart, þegar þeir sögðu mér að helstu tengsl og samskipti hreindýrahirðingja og bænda í sjö löndum norðursins væru um íslensku vefgáttina. Þeir sögðu að nú væru á annað hundrað þúsund manns á norðurhvelinu sem eiga líf sitt og afkomu undir hreindýrunum. Þeir dreifast um fámennustu og harðbýlustu svæði hins byggða heims. Langa hríð voru samskipti milli þeirra stopul og erfið. Nú hafa nýjungar í fjarskiptatækni og nettenging afskekktra byggðarlaga á norðurslóðum gjörbreytt möguleikum þeirra til innbyrðis samskipta og koma sjónarmiðum sínum á framfæri á alþjóðavettvangi. Það kom mér hins vegar á óvart, en gladdi mig mjög, að Ísland hefði lagt þar sitt pund á vogarskálarnar. Hreindýrakarlarnir lýstu því fyrir mér hversu mikilvæg íslenska norðurslóðagáttin, Arctic Portal, hefði verið við að byggja upp tengsl milli dreifðra samfélaga innan þessarar ævafornu atvinnugreinar. Hreindýrafólkið er þó síður en svo einu frumbyggjarnir sem njóta góðs af hinu íslenska frumkvæði. Starfsmenn hennar styðja dyggilega við bakið á ýmsum frumbyggjasamtökum með faglegri og tæknilegri aðstoð. Þetta hlutverk Norðurslóðagáttarinnar, sem þó er aðeins eitt af fjölmörgum, er vitaskuld frábært framlag gagnvart þessum nyrstu íbúum norðurhvelsins. Um leið er það afar mikilvægur stuðningur við eitt af lykilstefjunum í nýrri norðurslóðastefnu Íslands, en í henni er mælt sérstaklega fyrir kröftugu liðsinni Íslands við réttindabaráttu frumbyggja norðurhjarans.Öflugasta norðurslóðagáttin Norðurslóðagáttin er vistuð hjá Háskólanum á Akureyri og afsprengi hans í merg og bein enda fyrrverandi rektor, Þorsteinn Gunnarsson, frumkvöðull að íslensku háskólastarfi um norðurslóðir. Hún er í dag rekin af metnaðarfullum hópi ungra sérfræðinga undir öflugri forystu Halldórs Jóhannssonar arkitekts. Það var gaman að koma þangað í heimsókn á dögunum, og komast að því að flestir sem þar starfa, bráðum 14 talsins, brutu skurnina í útungunarvél Háskólans á Akureyri. Margir lögðu í árdaga frumkvæði Norðlendinga lið, þar á meðal utanríkisráðuneytið. Það endurspeglar hins vegar rækilega það álit og virðingu sem Norðurslóðagáttin hefur áunnið sér í hinu alþjóðlega rannsóknasamfélagi að á síðasta ári var hún rekin næstum að öllu leyti fyrir erlent sjálfsaflafé. Má þar síðast nefna verkefni upp á 800 þúsund evrur sem tengist stóru alþjóðlegu verkefni um sífrerann á norðurslóðum.Upplýsing og kennsla Gáttin veitir aðgang að margvíslegum upplýsingum um norðurslóðir, s.s. yfirlit um norðursiglingar, orkumál, fiskveiðar og loftslagsbreytingar. Fjöldi norðurslóðasamtaka vítt um norðurhvelið hefur jafnframt sett þar upp vefsetur og vinnusvæði sín. Meðal þeirra má nefna tvo starfshópa Norðurskautsráðsins, Alþjóðlegu vísindanefndina um norðurslóðir, Alþjóðasamtök félagsvísindamanna á norðurslóðum og Rannsóknarþing norðursins. Norðurslóðagáttin vinnur nú ásamt Háskóla norðurslóða að spennandi verkefni, sem felst í gerð heildstæðs námsgagna- og kennslukerfis til gagnvirkrar fjarkennslu í námskeiðum skólans. Háskólinn er samvinnunet fjölmargra háskóla á norðurslóðum og nemendur hans hafa aðgang að námskeiðum annarra skóla sem tengdir eru netinu sem skiptinemar eða í gegnum fjarnám og flestar íslenskar háskólastofnanir eru þátttakendur í þessu samstarfsneti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurslóðir Össur Skarphéðinsson Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Síðla janúar var ég staddur í Tromsö í Norður-Noregi að kynna nýja stefnu Íslands um norðurslóðir á fjölmennri alþjóðlegri ráðstefnu. Sem ég var að halda úr háskólahlaðinu eftir langa ræðu og spurningaflóð komu á eftir mér tveir vaskir menn í litríkum klæðum frumbyggja norðursins. Þeir kváðust hreindýrakarlar, annar frá nyrstu svæðum Noregs en hinn alla leið af norðanverðri Síberíu, og voru fulltrúar alþjóðasamtaka hreindýrafólks. Erindið þessara merkismanna var tvíþætt. Þeir vildu þakka Íslandi fyrir kraftmikinn stuðning við réttindamál þeirra, en ekki síður fyrir uppbyggingu langöflugustu vefgáttar um málefni norðurslóða.Í tillögu til þingsályktunar um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða, sem ég hef lagt nýlega fram á Alþingi, er sérstaklega hvatt til þess að íslensk stjórnvöld styrki stöðu landsins sem miðstöðvar fyrir alþjóðlegt norðurslóðastarf. Starfsemi Norðurslóðagáttarinnar sem teygir anga sína um allt norðurskautssvæðið og langt út fyrir það er frábært dæmi um slíka viðleitni. Fyrirtæki og stofnanir á norðurslóðum hafa verið leiðandi í að þróa og nýta veftækni á sviði heilsugæslu, umhverfisvöktunar, varðveislu og miðlun menningararfs og síðast en ekki síst við fjarkennslu. Þátttaka í slíkum verkefnum felur í sér áhugaverð sóknarfæri fyrir íslenska tækni og þekkingu eins og starfsmenn Norðurslóðagáttarinnar á Akureyri hafa sannað. Þeir eiga heiður skilinn fyrir það. Akureyringar geta sannarlega glaðst yfir að sjá svo blómstrandi fífil spretta upp í túnjaðri sínum.Ísland og hreindýrafólkið Heiðursmennirnir tveir vísuðu þar til Norðurslóðagáttarinnar, www.arcticportal.com, sem á síðustu árum hefur byggst upp með undraverðum hætti norður á Akureyri. Það kom mér nokkuð á óvart, þegar þeir sögðu mér að helstu tengsl og samskipti hreindýrahirðingja og bænda í sjö löndum norðursins væru um íslensku vefgáttina. Þeir sögðu að nú væru á annað hundrað þúsund manns á norðurhvelinu sem eiga líf sitt og afkomu undir hreindýrunum. Þeir dreifast um fámennustu og harðbýlustu svæði hins byggða heims. Langa hríð voru samskipti milli þeirra stopul og erfið. Nú hafa nýjungar í fjarskiptatækni og nettenging afskekktra byggðarlaga á norðurslóðum gjörbreytt möguleikum þeirra til innbyrðis samskipta og koma sjónarmiðum sínum á framfæri á alþjóðavettvangi. Það kom mér hins vegar á óvart, en gladdi mig mjög, að Ísland hefði lagt þar sitt pund á vogarskálarnar. Hreindýrakarlarnir lýstu því fyrir mér hversu mikilvæg íslenska norðurslóðagáttin, Arctic Portal, hefði verið við að byggja upp tengsl milli dreifðra samfélaga innan þessarar ævafornu atvinnugreinar. Hreindýrafólkið er þó síður en svo einu frumbyggjarnir sem njóta góðs af hinu íslenska frumkvæði. Starfsmenn hennar styðja dyggilega við bakið á ýmsum frumbyggjasamtökum með faglegri og tæknilegri aðstoð. Þetta hlutverk Norðurslóðagáttarinnar, sem þó er aðeins eitt af fjölmörgum, er vitaskuld frábært framlag gagnvart þessum nyrstu íbúum norðurhvelsins. Um leið er það afar mikilvægur stuðningur við eitt af lykilstefjunum í nýrri norðurslóðastefnu Íslands, en í henni er mælt sérstaklega fyrir kröftugu liðsinni Íslands við réttindabaráttu frumbyggja norðurhjarans.Öflugasta norðurslóðagáttin Norðurslóðagáttin er vistuð hjá Háskólanum á Akureyri og afsprengi hans í merg og bein enda fyrrverandi rektor, Þorsteinn Gunnarsson, frumkvöðull að íslensku háskólastarfi um norðurslóðir. Hún er í dag rekin af metnaðarfullum hópi ungra sérfræðinga undir öflugri forystu Halldórs Jóhannssonar arkitekts. Það var gaman að koma þangað í heimsókn á dögunum, og komast að því að flestir sem þar starfa, bráðum 14 talsins, brutu skurnina í útungunarvél Háskólans á Akureyri. Margir lögðu í árdaga frumkvæði Norðlendinga lið, þar á meðal utanríkisráðuneytið. Það endurspeglar hins vegar rækilega það álit og virðingu sem Norðurslóðagáttin hefur áunnið sér í hinu alþjóðlega rannsóknasamfélagi að á síðasta ári var hún rekin næstum að öllu leyti fyrir erlent sjálfsaflafé. Má þar síðast nefna verkefni upp á 800 þúsund evrur sem tengist stóru alþjóðlegu verkefni um sífrerann á norðurslóðum.Upplýsing og kennsla Gáttin veitir aðgang að margvíslegum upplýsingum um norðurslóðir, s.s. yfirlit um norðursiglingar, orkumál, fiskveiðar og loftslagsbreytingar. Fjöldi norðurslóðasamtaka vítt um norðurhvelið hefur jafnframt sett þar upp vefsetur og vinnusvæði sín. Meðal þeirra má nefna tvo starfshópa Norðurskautsráðsins, Alþjóðlegu vísindanefndina um norðurslóðir, Alþjóðasamtök félagsvísindamanna á norðurslóðum og Rannsóknarþing norðursins. Norðurslóðagáttin vinnur nú ásamt Háskóla norðurslóða að spennandi verkefni, sem felst í gerð heildstæðs námsgagna- og kennslukerfis til gagnvirkrar fjarkennslu í námskeiðum skólans. Háskólinn er samvinnunet fjölmargra háskóla á norðurslóðum og nemendur hans hafa aðgang að námskeiðum annarra skóla sem tengdir eru netinu sem skiptinemar eða í gegnum fjarnám og flestar íslenskar háskólastofnanir eru þátttakendur í þessu samstarfsneti.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun