Styður samningana en segir misskilning í umræðunni um þá Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. febrúar 2011 17:15 Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður, (t.h) í Héraðsdómi Reykjavíkur. „Samninganefndin sem tók upp þráðinn eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á síðasta ári fylgdi eftir sjónarmiðum sem ég hafði talað fyrir," segir Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður um nýju Icesave-samningana sem hann sjálfur styður. Hann segir samt að ákveðins misskilnings hafi gætt í umræðunni um samningana. Ragnar segir að hann styðji nýju samningana m.a á þeirri forsendu að ef niðurstaða dómstóla yrði sú að íslenska ríkið hefði að einhverju leyti vanrækt skyldur sínar í sambandi við Tryggingarsjóð innistæðueigenda þannig að íslenska ríkið yrði að taka afleiðingunum af því og bera tjónið þá yrði það margfaldur skellur miðað við það sem samningar hafa nú tekist um. Hann segir aukna áhættu fólgna í málaferlum og segist því ætla að greiða atkvæði með nýju samningunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Misskilningur í umræðunni um nýju samningana Ragnar segir samt mikilvægt að leiðrétta ákveðinn misskilning sem hafi verið í umræðunni um nýju samningana, en hann lúti að ákvæði samninganna varðandi úthlutun upp í innistæðukröfur. „Í upphaflegum samningum við Breta og Hollendinga voru ákvæði þess efnis að íslenski tryggingarsjóðurinn skyldi í öllu tilliti hafa sömu stöðu við úthlutun úr búinu og hinir erlendu tryggingasjóðir, og ef niðurstaða íslenskra dómstóla yrði að íslenski sjóðurinn ætti að fá hærra hlutfall upp í sínar kröfur en hinir erlendu skyldi íslenski sjóðurinn „skila" hinum erlendu mismuninum þannig að allir fengju sama hlutfall þegar upp væri staðið. Ég lýsti þeirri skoðun í blaðagreinum sumarið 2009 að ég teldi þessi samningsákvæði fráleit og að þarna hefðu samningamenn Íslands gert mistök sem nauðsynlegt væri að fá leiðrétt," segir Ragnar. Hann segir ljóst að þetta hafi ekki verið alveg auðvelt því að upphaflegu samningsákvæðin hafi verið í samræmi við það sem fyrri íslenska samninganefndin taldi vera íslenskar réttarreglur á þessu sviði. „Samninganefndin sem tók upp þráðinn eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á síðasta ári fylgdi eftir sjónarmiðum sem ég hafði talað fyrir. Í þeim samningi sem nú verða greidd atkvæði um eru skýr ákvæði um að niðurstöður íslenskra dómstóla um þessi álitaefni verða hin endanlega niðurstaða um þau, að því tilskildu að þær verði ekki andstæðar áliti frá EFTA-dómstólnum. Það er þess vegna ekki rétt sem heyrst hefur, að ákvæði um þetta sé ekki í nýjustu útgáfunni af Icesave-samningum," segir Ragnar. Hann segir að hann geti samt sætt sig við nýju samningana og muni styðja þá vegna hinna skýru ákvæða um að niðurstöður íslenskra dómstóla um þessi álitaefni verði hin endanlega niðurstaða um þau. Icesave Tengdar fréttir Ragnar Hall segir ekki skynsamlegt að taka áhættu með dómsmáli Ragnar Hall, hæstaréttarlögmaður, sem var á móti eldri Icesave-samningum segir best að samþykkja þá samninga sem nú liggja fyrir. Niðurstaða dómsmáls um að íslenska ríkið hefði vanrækt skyldur sínar gæti falið í sér margfalt hærri upphæð en samningar hafa nú tekist um. 21. febrúar 2011 12:00 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
„Samninganefndin sem tók upp þráðinn eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á síðasta ári fylgdi eftir sjónarmiðum sem ég hafði talað fyrir," segir Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður um nýju Icesave-samningana sem hann sjálfur styður. Hann segir samt að ákveðins misskilnings hafi gætt í umræðunni um samningana. Ragnar segir að hann styðji nýju samningana m.a á þeirri forsendu að ef niðurstaða dómstóla yrði sú að íslenska ríkið hefði að einhverju leyti vanrækt skyldur sínar í sambandi við Tryggingarsjóð innistæðueigenda þannig að íslenska ríkið yrði að taka afleiðingunum af því og bera tjónið þá yrði það margfaldur skellur miðað við það sem samningar hafa nú tekist um. Hann segir aukna áhættu fólgna í málaferlum og segist því ætla að greiða atkvæði með nýju samningunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Misskilningur í umræðunni um nýju samningana Ragnar segir samt mikilvægt að leiðrétta ákveðinn misskilning sem hafi verið í umræðunni um nýju samningana, en hann lúti að ákvæði samninganna varðandi úthlutun upp í innistæðukröfur. „Í upphaflegum samningum við Breta og Hollendinga voru ákvæði þess efnis að íslenski tryggingarsjóðurinn skyldi í öllu tilliti hafa sömu stöðu við úthlutun úr búinu og hinir erlendu tryggingasjóðir, og ef niðurstaða íslenskra dómstóla yrði að íslenski sjóðurinn ætti að fá hærra hlutfall upp í sínar kröfur en hinir erlendu skyldi íslenski sjóðurinn „skila" hinum erlendu mismuninum þannig að allir fengju sama hlutfall þegar upp væri staðið. Ég lýsti þeirri skoðun í blaðagreinum sumarið 2009 að ég teldi þessi samningsákvæði fráleit og að þarna hefðu samningamenn Íslands gert mistök sem nauðsynlegt væri að fá leiðrétt," segir Ragnar. Hann segir ljóst að þetta hafi ekki verið alveg auðvelt því að upphaflegu samningsákvæðin hafi verið í samræmi við það sem fyrri íslenska samninganefndin taldi vera íslenskar réttarreglur á þessu sviði. „Samninganefndin sem tók upp þráðinn eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á síðasta ári fylgdi eftir sjónarmiðum sem ég hafði talað fyrir. Í þeim samningi sem nú verða greidd atkvæði um eru skýr ákvæði um að niðurstöður íslenskra dómstóla um þessi álitaefni verða hin endanlega niðurstaða um þau, að því tilskildu að þær verði ekki andstæðar áliti frá EFTA-dómstólnum. Það er þess vegna ekki rétt sem heyrst hefur, að ákvæði um þetta sé ekki í nýjustu útgáfunni af Icesave-samningum," segir Ragnar. Hann segir að hann geti samt sætt sig við nýju samningana og muni styðja þá vegna hinna skýru ákvæða um að niðurstöður íslenskra dómstóla um þessi álitaefni verði hin endanlega niðurstaða um þau.
Icesave Tengdar fréttir Ragnar Hall segir ekki skynsamlegt að taka áhættu með dómsmáli Ragnar Hall, hæstaréttarlögmaður, sem var á móti eldri Icesave-samningum segir best að samþykkja þá samninga sem nú liggja fyrir. Niðurstaða dómsmáls um að íslenska ríkið hefði vanrækt skyldur sínar gæti falið í sér margfalt hærri upphæð en samningar hafa nú tekist um. 21. febrúar 2011 12:00 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Ragnar Hall segir ekki skynsamlegt að taka áhættu með dómsmáli Ragnar Hall, hæstaréttarlögmaður, sem var á móti eldri Icesave-samningum segir best að samþykkja þá samninga sem nú liggja fyrir. Niðurstaða dómsmáls um að íslenska ríkið hefði vanrækt skyldur sínar gæti falið í sér margfalt hærri upphæð en samningar hafa nú tekist um. 21. febrúar 2011 12:00