Vilja fresta aðildarviðræðum vegna Icesave Andri Ólafsson skrifar 21. febrúar 2011 18:42 Hollenskir þingmenn vilja að aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið verði frestað ef Íslendingar fella Icesavesamninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu. Fréttir af því að Icesave fari í þjóðaratkvæðagreiðslu hafa vakið hörð viðbrögð margra þingmanna á hollenska Þinginu. Einn þeirra er Mark Harbers, þingmaður frjálslyndra, sem er stærsti flokkurinn á þinginu en flokkurinn leiðir minnihlutastjórnina sem nú er við völd í Hollandi. „Já, ég get vel skilið að þetta sé eins og fiskbein í hálsi Íslendinga en þeir skuldbundu sig til að endurgreiða peningana. Í hita kreppunnar 2008 fengu Íslendingar líka stór lán frá AGS og þau voru veitt með því skilyrði að Íslendingar borguðu þessar skuldir. Nú liggur fyrir góður samningur, vaxtaprósentan hefur lækkað, þeir fá 30 ár til að greiða þetta. Svo ég segi: Nú ættu Íslendingar, svona einu sinni, að segja já." Og ef það gerist ekki, hvað þá? „Íslendingar vilja ganga í Evrópusambandið. Ég held að þeir muni vita að það sé betra að vera í ESB á krepputímum eins og hafa verið síðustu ár. Ef ég fæ einhverju ráðið mun Holland koma í veg fyrir það ef þeir borga ekki skuldir sínar. AGS hefur einnig krafist þess að þessi skuld verði greidd svo þetta getur líka haft áhrif á þau lán sem Íslendingar fengu frá AGS." Jolande Sap er formaður vinstri grænna sem eiga 10 sæti á þingi Hún segir að ef Íslendingar fella Icesamninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu eigi að setja aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið á bið. „Þetta er ekki hótun heldur niðurstaða. Þetta er samningur sem við teljum að eigi að standa við. Það er mjög sanngjörn tillaga sem lögð hefur verið fyrir Íslendinga. Þeir höfðu nokkuð til síns máls í fyrra skiptið, vextirnir voru háir, en nú hafa þeir lækkað verulega og við höfum náð sanngjarnri niðurstöðu. Ef þeir eru ekki sammála þessu hefur það sínar afleiðingar," segir Jolande. Icesave Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Hollenskir þingmenn vilja að aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið verði frestað ef Íslendingar fella Icesavesamninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu. Fréttir af því að Icesave fari í þjóðaratkvæðagreiðslu hafa vakið hörð viðbrögð margra þingmanna á hollenska Þinginu. Einn þeirra er Mark Harbers, þingmaður frjálslyndra, sem er stærsti flokkurinn á þinginu en flokkurinn leiðir minnihlutastjórnina sem nú er við völd í Hollandi. „Já, ég get vel skilið að þetta sé eins og fiskbein í hálsi Íslendinga en þeir skuldbundu sig til að endurgreiða peningana. Í hita kreppunnar 2008 fengu Íslendingar líka stór lán frá AGS og þau voru veitt með því skilyrði að Íslendingar borguðu þessar skuldir. Nú liggur fyrir góður samningur, vaxtaprósentan hefur lækkað, þeir fá 30 ár til að greiða þetta. Svo ég segi: Nú ættu Íslendingar, svona einu sinni, að segja já." Og ef það gerist ekki, hvað þá? „Íslendingar vilja ganga í Evrópusambandið. Ég held að þeir muni vita að það sé betra að vera í ESB á krepputímum eins og hafa verið síðustu ár. Ef ég fæ einhverju ráðið mun Holland koma í veg fyrir það ef þeir borga ekki skuldir sínar. AGS hefur einnig krafist þess að þessi skuld verði greidd svo þetta getur líka haft áhrif á þau lán sem Íslendingar fengu frá AGS." Jolande Sap er formaður vinstri grænna sem eiga 10 sæti á þingi Hún segir að ef Íslendingar fella Icesamninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu eigi að setja aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið á bið. „Þetta er ekki hótun heldur niðurstaða. Þetta er samningur sem við teljum að eigi að standa við. Það er mjög sanngjörn tillaga sem lögð hefur verið fyrir Íslendinga. Þeir höfðu nokkuð til síns máls í fyrra skiptið, vextirnir voru háir, en nú hafa þeir lækkað verulega og við höfum náð sanngjarnri niðurstöðu. Ef þeir eru ekki sammála þessu hefur það sínar afleiðingar," segir Jolande.
Icesave Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira