Hermann Unnarsson og Þormóður Jónsson kepptu í dag í Varsjá á heimsbikarmóti í júdó. Í 81 kg flokknum sem Hermann keppir í voru 60 keppendur og mætti hann Eistlendingnum Georgi Ladogin sem varð þriðji á Evrópumeistaramóti U20 árið 2008.
Þetta var hörkuglíma og átti Hermann ekkert minna í henni frekar en Georgi en þegar um tvær mínútur voru eftir af glímunni komst Georgi inn í gott kast (Kata-guruma) og vann á ippon og þar með var Hermann úr leik.
Í þungavigtinni (+100kg) hjá Þormóði voru 42 keppendur. Í fyrstu glímu sigraði Þormóður Georgíumanninn Adam Okroashvili eftir eina mínútu á ippon, næst glímdi hann við Emil Tahirov frá Aserbadjan sem hann kastaði á ippon eftir aðeins 27 sekúndur. Þriðja glíman var svo við Mykola Kartoshkin frá Úkraínu, en Þormóður sigraði hann á tveimur waza-ari eftir 1 mínútu og 25 sekúndur.
Þegar hér var komið við sögu var Þormóður kominn í fjögurra manna úrslit og mætti þar Frakkanum Pin Adrien en tapaði fyrir honum með tveimur waza-ari eftir um 3 mínútur. Þormóður keppti því um bronsið gegn Rafael Silva frá Brasilíu.
Sú glíma var í járnum framan af og fóru þeir varlega í að sækja, Þormóður fékk þó aðvörum fyrir sóknarleysi um miðja glímu og þegar um tvær mínútur voru eftir af glímunni fékk Rafael gott tækifæri og kastaði Þormóði á ippon og endaði Þormóður því í fimmta sæti.
Þetta er besti árangur Þormóðs á keppnisferli hans til þessa en hann hefur tvisvar áður komist í sjöunda sæti á heimsbikarmóti.
Þormóður í fimmta sæti á heimsbikarmóti

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn




„Bæði svekktur en líka stoltur“
Íslenski boltinn

„Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“
Körfubolti

„Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“
Körfubolti

„Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“
Körfubolti

„Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“
Íslenski boltinn
