Áfall fyrir Dani, landsframleiðsla dregst saman 28. febrúar 2011 10:04 Landsframleiðsla Danmerkur dróst saman um 0,4% milli þriðja og fjórða ársfjórðungs síðasta árs. Þetta kemur eins og áfall fyrir Dani að sögn danskra viðskipamiðla þar sem reiknað hafði verið með því að hagvöxtur yrði jákvæður um 0,4% á fjórða ársfjórðungi. Í frétt um málið á börsen.dk segir að um leið og hagstofa Danmerkur birti upplýsingar um hagvöxtinn í morgun tók C20 úrvalsvísitalan dýfu í kauphöllinni í Kaupmannahöfn en hefur nú rétt sig af að nýju. Fyrir árið í fyrra í heild sinni jókst hagvöxtur í Danmörku um 2,1% sem er nokkuð undir spám sérfræðinga. Tölur hagstofunnar sýna að einkaneysla og fjárfestingar jukust en töluvert dró úr samneyslunni og viðskiptum við útlönd sem leiddu til þess að landsframleiðslan endaði í mínus á fjórða ársfjórðungi. Danir koma ekki vel út í samanburðinum við nágrannalönd sín hvað hagvöxt ársins varðar. Þannig nefnir börsen m.a. að hagvöxtur í Svíþjóð varð 5,25% í fyrra og í Þýskalandi nam hann 3,6%. Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Landsframleiðsla Danmerkur dróst saman um 0,4% milli þriðja og fjórða ársfjórðungs síðasta árs. Þetta kemur eins og áfall fyrir Dani að sögn danskra viðskipamiðla þar sem reiknað hafði verið með því að hagvöxtur yrði jákvæður um 0,4% á fjórða ársfjórðungi. Í frétt um málið á börsen.dk segir að um leið og hagstofa Danmerkur birti upplýsingar um hagvöxtinn í morgun tók C20 úrvalsvísitalan dýfu í kauphöllinni í Kaupmannahöfn en hefur nú rétt sig af að nýju. Fyrir árið í fyrra í heild sinni jókst hagvöxtur í Danmörku um 2,1% sem er nokkuð undir spám sérfræðinga. Tölur hagstofunnar sýna að einkaneysla og fjárfestingar jukust en töluvert dró úr samneyslunni og viðskiptum við útlönd sem leiddu til þess að landsframleiðslan endaði í mínus á fjórða ársfjórðungi. Danir koma ekki vel út í samanburðinum við nágrannalönd sín hvað hagvöxt ársins varðar. Þannig nefnir börsen m.a. að hagvöxtur í Svíþjóð varð 5,25% í fyrra og í Þýskalandi nam hann 3,6%.
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira