Innlent

Hundrað manna úrtak segir nákvæmlega ekki neitt

Boði Logason skrifar
Svanur Kristjánsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Svanur Kristjánsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
„Þetta segir nákvæmlega ekki neitt. Það er betra að gera ekki neitt en að birta svona upplýsingar og láta sem þetta segi eitthvað," segir Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um 100 manna úrtak af þeim tæplega 38 þúsund nöfnum sem voru skráð á vefinn kjosum.is

Forsvarsmenn undirskriftarsöfnunarinnar kjosum.is báru listann, sem telur tæplega 38 þúsund manns, saman við Þjóðskrá í gær og þá var einnig hringt í fólk og það spurt hvort það kannaðist við að hafa skrifað undir. Upphaflega átti að hringja í 800 manns en vegna tímaskorts var bara hringt í 100. Af þeim svöruðu 74 og 69 staðfestu þáttöku sína, eða 93,2%.

Svanur segir að 100 manns af 38 þúsund gefi ekki rétta mynd af þeim sem hafi tekið þátt. „Ef þú ferð og lest einhverja standard texta um úrtök þá gilda ákveðnar reglur og á grundvelli þess er þetta bara rugl," segir hann. „ Ef þú ert með óþekktan hóp, sem þarna er og hefur ekkert verið kannaður áður, þá myndi ég segja að meira segja 800 manna hópur sé of lítið úrtak því hópurinn er of lítill, hann ætti að vera stærri," segir hann og bendir á að þegar Gallupkannanir eru gerðar í Bandaríkjunum og á Íslandi sé oftast miðað við 1000 til 1200 manns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×