Danska ríkið í vandræðum með 1.000 milljarða í FIH 19. febrúar 2011 09:11 Danska ríkið er í vandræðum með 50 milljarða danskra kr. eða rúmlega 1.000 milljarða kr. í FIH bankanum. Þetta er inntak fyrirsagnar í Berlingske Tidende á frétt um miklar ríkisábyrgðir sem veittar voru bankanum í fyrra. Síðan hefur matsfyrirtækið Moody´s lækkað lánshæfiseinkunn bankans niður í ruslflokk með neikvæðum horfum. Eins og kunnugt er var FIH bankinn í íslenskri eigu þar til fyrir skömmu. Endanlega var gengið frá sölunni í síðasta mánuði. Skilanefnd Kaupþings og Seðlabankinn fengu 250 milljónir evra við undirskriftin á sölusamningnum. Sú upphæð er helmingur þeirra 500 milljóna evra sem Seðlabankinn lánaði Kaupþingi korteri fyrir hrunið haustið 2008. Ekki er gott að sjá hvort salan á FIH muni standa undir öllu láni Seðlabankans þar sem stór hluti af því sem eftir stendur er bundinn við árangur FIH fram til ársins 2014. Hinsvegar hefur bónusákvæði í sölusamningum þegar gefið af sér um 20 milljarða kr. Þar er átt við hlut FIH í áhættusjóðnum Axcel III en markaðsskráning sjóðsins á skartgripafyrirtækinu Pandóru gaf þá upphæð af sér. Á þessu ári munu 13,8 milljarðar danskra kr. eða um 280 milljarðar kr. af þessum ábyrgðum renna út. Þessa upphæð þarf FIH að fá endurlánað á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Hinsvegar gerir lánshæfiseinkunnin það að verum að þau endurlán verða líklega með mun hærri vöxtum en lánin sem ríkisábyrgðin var að baki. FIH bankinn segir sjálfur að hann ætli að mæta þessum vanda með því að selja óskráð hlutabréf í sinni eigu og jafnframt að losa sig við stóran hluta af fasteignalánum sínum. Það eru einkum lán til fasteignafélaga sem hafa vegið þungt í afskrifarþörfum bankans undanfarin tvö ár. Þá má ekki gleyma því að núverandi eigendur FIH eru með mjög djúpa vasa. Tveir af stærstu lífeyrissjóðum Danmerkur, ATP og PFA eiga saman 70% hlut, þar af á ATP 50%. Nýleg löggjöf hefur svo auðveldað þessum sjóðum að leggja bankanum til aukið fé. Henrik Sjögreen bankastjóri FIH er nokkuð brattur í samtali við Berlingske Tidende. Hann segir að bankinn hafi stjórn á vandanum og reikni með að lánshæfiseinkunn bankans muni batna á næstu fjórum til fimm ársfjórðungum. Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Danska ríkið er í vandræðum með 50 milljarða danskra kr. eða rúmlega 1.000 milljarða kr. í FIH bankanum. Þetta er inntak fyrirsagnar í Berlingske Tidende á frétt um miklar ríkisábyrgðir sem veittar voru bankanum í fyrra. Síðan hefur matsfyrirtækið Moody´s lækkað lánshæfiseinkunn bankans niður í ruslflokk með neikvæðum horfum. Eins og kunnugt er var FIH bankinn í íslenskri eigu þar til fyrir skömmu. Endanlega var gengið frá sölunni í síðasta mánuði. Skilanefnd Kaupþings og Seðlabankinn fengu 250 milljónir evra við undirskriftin á sölusamningnum. Sú upphæð er helmingur þeirra 500 milljóna evra sem Seðlabankinn lánaði Kaupþingi korteri fyrir hrunið haustið 2008. Ekki er gott að sjá hvort salan á FIH muni standa undir öllu láni Seðlabankans þar sem stór hluti af því sem eftir stendur er bundinn við árangur FIH fram til ársins 2014. Hinsvegar hefur bónusákvæði í sölusamningum þegar gefið af sér um 20 milljarða kr. Þar er átt við hlut FIH í áhættusjóðnum Axcel III en markaðsskráning sjóðsins á skartgripafyrirtækinu Pandóru gaf þá upphæð af sér. Á þessu ári munu 13,8 milljarðar danskra kr. eða um 280 milljarðar kr. af þessum ábyrgðum renna út. Þessa upphæð þarf FIH að fá endurlánað á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Hinsvegar gerir lánshæfiseinkunnin það að verum að þau endurlán verða líklega með mun hærri vöxtum en lánin sem ríkisábyrgðin var að baki. FIH bankinn segir sjálfur að hann ætli að mæta þessum vanda með því að selja óskráð hlutabréf í sinni eigu og jafnframt að losa sig við stóran hluta af fasteignalánum sínum. Það eru einkum lán til fasteignafélaga sem hafa vegið þungt í afskrifarþörfum bankans undanfarin tvö ár. Þá má ekki gleyma því að núverandi eigendur FIH eru með mjög djúpa vasa. Tveir af stærstu lífeyrissjóðum Danmerkur, ATP og PFA eiga saman 70% hlut, þar af á ATP 50%. Nýleg löggjöf hefur svo auðveldað þessum sjóðum að leggja bankanum til aukið fé. Henrik Sjögreen bankastjóri FIH er nokkuð brattur í samtali við Berlingske Tidende. Hann segir að bankinn hafi stjórn á vandanum og reikni með að lánshæfiseinkunn bankans muni batna á næstu fjórum til fimm ársfjórðungum.
Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira