Innlent

Biðja ráðuneyti um rannsókn

Hópur þeirra kvenna sem hafa ásakað Gunnar Þorsteinsson í Krossinum um kynferðislega áreitni hafa sent dómsmálaráðuneytinu bréf þar sem ráðherra er beðinn um að rannsaka mál Gunnars. Greint var frá málinu á Pressunni.

Í bréfinu er þess krafist að Gunnar verði sviptur stöðu sinni sem forstöðumaður.

Óskað er eftir því að samneyti Gunnars við safnaðarmeðlimi verði rannsakað. Þá segir að stjórn Krossins sé vanhæf í málinu, en í henni sitji Gunnar, dóttir hans, tengdasonur og einn ótengdur aðili.- sv






Fleiri fréttir

Sjá meira


×