Sport

Páll Tómas kosinn bestur á EM í andspyrnu

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Íslenska landsliðið í andspyrnu.
Íslenska landsliðið í andspyrnu.
Akureyringurinn Páll Tómas Finnsson var útnefndur besti leikmaður Evrópumeistaramóts í andspyrnu sem að er ástralskur fótbolti. Páll var einnig valinn í úrvalslið keppninnar sem og félagi hans Leifur Bjarnason. Ísland tapaði síðasta leik sínum í mótinu gegn Króatíu, 125:83, og varð því í 6. sæti. Páll Tómas og Valdimar Gunnarsson voru markahæstir Íslendinga en þeir skoruðu fjögur mörk hvor í leiknum. Írar urðu Evrópumeistarar eftir sigur á Dönum í spennandi úrslitaleik, 68:51, og Svíar urðu í 3. sæti eftir sigur á Bretum, 39:29.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×