Alonso: Fjögurra liða slagur framundan 24. mars 2010 09:10 Fernando Alonso fagnar sigrinum í Barein. Hann keppir á ný um helgina. mynd: Getty Images Spánverjinn Fernando Alonso sem vann fyrsta Formúlu 1 mót ársins telur að fjögur lið verði í slagnum um sigur í Ástrralíu um helgina. Hann vann fyrsta mót ársins og ræddi málin á vefsíðu sinni. "Sigurinn í Sakhir (Barein) færði okkur sjálfstraust og eru frábær úrslit fyrir alla vinnuna í vetur, en við getum ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut. Við verðum að hafa báða fætur á jörðinni, halda ró okkar og einbeitingu" sagði Alonso. "Í Melbourne byrjum við á núllpunkti og það eru fjögur lið og átta ökumenn sem geta barist um sigur. Við verðum að gefa allt okkar í þetta til að vera framar." Liðin eru í hans huga væntanlega Ferrari, Red Bull, McLaren og Mercedes. "Það voru margir okkar yfirlýsingarglaðir eftir mótið í Barein, en þó mótið hafi ekki verið neitt sérstaklega stórfenglegt, þá var þetta spennandi hjá okkur Ferrari mönnum. Það er of snemmt að tala um að breyta reglunum", sagði Alonso. Sumir ökumenn vilja meina að nýju keppnisreglurnar séu ekki að virka sem skyldi. Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso sem vann fyrsta Formúlu 1 mót ársins telur að fjögur lið verði í slagnum um sigur í Ástrralíu um helgina. Hann vann fyrsta mót ársins og ræddi málin á vefsíðu sinni. "Sigurinn í Sakhir (Barein) færði okkur sjálfstraust og eru frábær úrslit fyrir alla vinnuna í vetur, en við getum ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut. Við verðum að hafa báða fætur á jörðinni, halda ró okkar og einbeitingu" sagði Alonso. "Í Melbourne byrjum við á núllpunkti og það eru fjögur lið og átta ökumenn sem geta barist um sigur. Við verðum að gefa allt okkar í þetta til að vera framar." Liðin eru í hans huga væntanlega Ferrari, Red Bull, McLaren og Mercedes. "Það voru margir okkar yfirlýsingarglaðir eftir mótið í Barein, en þó mótið hafi ekki verið neitt sérstaklega stórfenglegt, þá var þetta spennandi hjá okkur Ferrari mönnum. Það er of snemmt að tala um að breyta reglunum", sagði Alonso. Sumir ökumenn vilja meina að nýju keppnisreglurnar séu ekki að virka sem skyldi.
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira