Viðskipti erlent

Bretar vilja einna síst verja sumarfríi sínu á Íslandi

Óvenjuhátt hlutfall Breta mun eyða sumarfríi sínu á heimaslóðum í ár. Ísland er meðal þeirra landa sem Breta vilja síst heimsækja í sumarfríi sínu.

Samkvæmt nýrri könnun sem greint er frá í blaðinu Guardian ætla um þriðjungur Breta að eyða sumarfríi sínu innanlands. Ástæður þessa eru einkum hinn mikli efnahagslegi óstöðugleki í löndunum í suðurhluta Evrópu, hættan á að frekari eldgos á Íslandi muni trufla flugumferð að nýju og hættan á truflunum vegna verkfalla hjá flugfélögum og þá einum British Airways.

Í könnuninni var spurt í hvaða landi viðkomandi vildi síst eyða sumarfríi sínu og varð Ísland í öðru sæti á þeim lista en Grikkland er í efsta sætinu. Um 13% aðspurða vildu ekki ferðast til Grikklands í ár og um 9% vildu ekki ferðast til Íslands. Næstu lönd sem ekki eru áfangastaðir breskra ferðamanna í ár eru Tyrkland, Rússland og Rúmenía.

Hvað Grikkland og Ísland varðar sögðust Bretar ekki vilja eyða sumarfríi sínu þar m.a. sökum óstöðugleikans í efnahagsmálum þessara landa.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×