Sport

Helga Margrét eftir að bronsið var í höfn: Ég er þreytt en ánægð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helga Margrét Þorsteinsdóttir.
Helga Margrét Þorsteinsdóttir. Mynd/Valli
Ármenningurinn Helga Margrét Þorsteinsdóttir vann brons í sjöþraut á HM unglinga í Moncton í Kanada í nótt. Helga Margrét fékk 5706 stig og var 64 stigum frá silfrinu. Helga var í sjöunda sæti fyrir síðustu tvær greinarnar en náði að hækka sig um fjögur sæti með glæsilegum endaspretti.

„Ég er þreytt en ánægð. Þetta var skelfileg sjöþraut fyrir utan síðustu tvær greinarnar. Ég er mjög ánægð með þriðja sætið," sagði Helga Margrét í viðtali á heimasíðu mótsins.

„Spjótkastið er uppáhaldsgreinin mín þessa dagana því það gengur best. Það var einu sinni langstökkið en það gengur skelfilega núna. Ég held mikið upp á kúluvarp en auðvitað er sjöþraut uppáhaldið mitt," segði Helga.

„Mest krefjandi greinin mín á mótinu var 200 metra hlaupið því kúluvarpið endaði ekki vel og ég var að pæla í því að hætta eftir það. Systir mín er hér með mér og hún kom þá til mín og dreif mig áfram," sagði Helga Margrét.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×