Þjálfari Sampdoria: Jafnast á við meistaratitilinn Elvar Geir Magnússon skrifar 16. maí 2010 17:03 Antonio Cassano fagnar Meistaradeildarsætinu. Það voru ekki bara stuðningsmenn Inter sem höfðu ástæðu til að fagna eftir lokaumferðina á Ítalíu í dag. Sampdoria er komið aftur í Evrópukeppni eftir átján ára bið en liðið endaði í fjórða sæti og verður í Meistaradeildinni næsta tímabil. „Við áttum frábært tímabil. Sérstaklega seinni hlutinn. Leikmenn höfðu trú á verkefninu," sagði Gigi Del Neri, aðalþjálfari Sampdoria, eftir 1-0 sigur gegn Napoli. Giampaolo Pazzini skoraði markið. „Þetta er svipuð tilfinning og að vinna meistaratitilinn. Þessi niðurstaða er langt fyrir ofan væntingar okkar. Liðsheildin gerði þetta að verkum þó við höfum vissulega menn eins og Giampaolo Pazzini og Antonio Cassano sem skoruðu mörg mikilvæg mörk." Del Neri er orðaður við þjálfarastöðuna hjá Juventus. „Leyfið okkur að fagna þessum áfanga með stuðningsmönnum. Við höfum mikið lagt á okkur og erum ekki byrjaðir að hugsa lengra fram í tímann," sagði Del Neri. Del Neri hefur áður reynt fyrir sér hjá stórum félögum en með slæmum árangri. Hann var rekinn frá Porto og entist ekki heilt tímabil hjá Roma. „Þegar ég fór t il Porto reyndi ég að taka inn unga leikmenn og losa mig við þá elstu. Það var rétt ákvörðun þó margir voru ósáttir á þeim tíma. Ég tel það vera eins hvort sem maður þjálfar miðlungs lið eða stórlið. Maður þarf að vera með virðingu allra. Ég tel mig hafa sannað mig," sagði Del Neri. Palermo var í baráttunni við Sampdoria um Meistaradeildarsætið en varð að láta sér fimmta sæti deildarinnar að góðu. Ítalski boltinn Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
Það voru ekki bara stuðningsmenn Inter sem höfðu ástæðu til að fagna eftir lokaumferðina á Ítalíu í dag. Sampdoria er komið aftur í Evrópukeppni eftir átján ára bið en liðið endaði í fjórða sæti og verður í Meistaradeildinni næsta tímabil. „Við áttum frábært tímabil. Sérstaklega seinni hlutinn. Leikmenn höfðu trú á verkefninu," sagði Gigi Del Neri, aðalþjálfari Sampdoria, eftir 1-0 sigur gegn Napoli. Giampaolo Pazzini skoraði markið. „Þetta er svipuð tilfinning og að vinna meistaratitilinn. Þessi niðurstaða er langt fyrir ofan væntingar okkar. Liðsheildin gerði þetta að verkum þó við höfum vissulega menn eins og Giampaolo Pazzini og Antonio Cassano sem skoruðu mörg mikilvæg mörk." Del Neri er orðaður við þjálfarastöðuna hjá Juventus. „Leyfið okkur að fagna þessum áfanga með stuðningsmönnum. Við höfum mikið lagt á okkur og erum ekki byrjaðir að hugsa lengra fram í tímann," sagði Del Neri. Del Neri hefur áður reynt fyrir sér hjá stórum félögum en með slæmum árangri. Hann var rekinn frá Porto og entist ekki heilt tímabil hjá Roma. „Þegar ég fór t il Porto reyndi ég að taka inn unga leikmenn og losa mig við þá elstu. Það var rétt ákvörðun þó margir voru ósáttir á þeim tíma. Ég tel það vera eins hvort sem maður þjálfar miðlungs lið eða stórlið. Maður þarf að vera með virðingu allra. Ég tel mig hafa sannað mig," sagði Del Neri. Palermo var í baráttunni við Sampdoria um Meistaradeildarsætið en varð að láta sér fimmta sæti deildarinnar að góðu.
Ítalski boltinn Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira