Hulkenberg yfirgefur Williams liðið, en Barrichello verður áfram 15. nóvember 2010 10:48 Landarnir Sebastian Vettel og Nico Hulkenberg. Mynd: Getty Images Þjóðverjinn Nico Hulkenberg verður ekki áfram hjá Williams liðinu á næsta ári, en liðið vildi gera margra ára samning við kappann. Hulkenberg er með sama umboðsmann og Michael Schumacher hefur verið með, Willy Weber. Hulkenberg náði besta tíma í tímatökum í Brasilíu og vakti athygli, en Williams er m.a. að skoða að ráða Pastor MacDonaldo sem hefur verið í fremstu röð í GP2 mótaröðinni og er með sterka fjárhagslega bakhjarla á bakvið sig í formi auglýsingaaðila. "Mér þykir miður að tilkynna þetta og hefði gjarnan viljað vera áfram hjá Williams. Ég þakkaði liðinu fyrir frábærar stundir og óska þeim alls hins besta", sagði Hulkenberg í tilkynningu sem birtist á autosport.com. Weber segist vera í viðræðum við nokkur lið, en fátt er um spennandi sæti. Reyndar er óljóst hvort Vitaly Petrov verður áfram hjá Renault, en Force India og Lotus gæti verið möguleiki eða Hispania. En Renault er eina liðið sem hægt er að kalla topplið af þessum liðum. Rubens Barrichello verður áfram hjá liðinu. "Við réðum Rubens til Wiliams, vitandi það að hann hefur góða tæknilega þekkingu og er ástríðufullur. Hann hefur skilað öllu sem ætlast var af honum og erum ánægðir að geta staðfest samning við hann", sagði Frank Williams í tilkynningu frá liðinu. Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Þjóðverjinn Nico Hulkenberg verður ekki áfram hjá Williams liðinu á næsta ári, en liðið vildi gera margra ára samning við kappann. Hulkenberg er með sama umboðsmann og Michael Schumacher hefur verið með, Willy Weber. Hulkenberg náði besta tíma í tímatökum í Brasilíu og vakti athygli, en Williams er m.a. að skoða að ráða Pastor MacDonaldo sem hefur verið í fremstu röð í GP2 mótaröðinni og er með sterka fjárhagslega bakhjarla á bakvið sig í formi auglýsingaaðila. "Mér þykir miður að tilkynna þetta og hefði gjarnan viljað vera áfram hjá Williams. Ég þakkaði liðinu fyrir frábærar stundir og óska þeim alls hins besta", sagði Hulkenberg í tilkynningu sem birtist á autosport.com. Weber segist vera í viðræðum við nokkur lið, en fátt er um spennandi sæti. Reyndar er óljóst hvort Vitaly Petrov verður áfram hjá Renault, en Force India og Lotus gæti verið möguleiki eða Hispania. En Renault er eina liðið sem hægt er að kalla topplið af þessum liðum. Rubens Barrichello verður áfram hjá liðinu. "Við réðum Rubens til Wiliams, vitandi það að hann hefur góða tæknilega þekkingu og er ástríðufullur. Hann hefur skilað öllu sem ætlast var af honum og erum ánægðir að geta staðfest samning við hann", sagði Frank Williams í tilkynningu frá liðinu.
Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti