Sport

Hrafnhildur með mesta afrek ÍM25 en ekki Ragnheiður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH.
Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH. Mynd/Valli
Hrafnhildur Lúthersdóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar vann mesta afrek kvenna á Íslandsmeistaramótinu í 25 laug um helgina en ekki Ragnheiður Ragnarsdóttir eins og áður hafði komið fram.

Á uppskeruhátíð SSÍ í gærkvöldi var Ragnheiður Ragnarsdóttir ranglega sögð hafa unnið mesta afrek kvenna á mótinu en Sundsambandið hefur nú sent frá sér leiðréttingu á þessu.

Hrafnhildur fékk 874 stig fyrir 100 metra fjórsund þegar hún synti á 1:02.22 mínútu. FINA stigataflan er þannig uppbyggð að gildandi heimsmet er 1000 stig.

Jakob Jóhann Sveinsson úr Sundfélaginu Ægi fékk 836 FINA stig fyrir 100 metra bringusund en hann náði einnig 836 FINA stigum fyrir 50 metra bringusund og vann þannig besta afrek karla á ÍM25.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×