Sport

Miðarnir á úrslitahlaupið í 100 m á ÓL verða þeir dýrustu í London 2012

Usain Bolt kemur hér í mark á ÓL í Peking.
Usain Bolt kemur hér í mark á ÓL í Peking. Nordic Photos/Getty Images

Gríðarlegur áhugi er á miðum á Ólympíuleikana sem fram fara í London sumarið 2012. Nú þegar hafa tvær milljónir skráð sig inn á miðasölukerfi ÓL og er búist við að þessi tala verði komin upp í 2,5 milljón þegar miðasalan hefst í mars á næsta ári. Dýrustu miðarnir verða á úrslitin í 100 metra hlaupi í frjálsíþróttum en þeir miðar kost um 130.000 kr. eða 725 pund.

Usain Bolt frá Jamaíku fór á kostum á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 þar sem hann setti heimsmet í úrslitahlaupunum í 100 og 200 metrum. Bolt hefur gefið það út að hann ætli sér enn stærri hluti á ÓL í London og er ljóst að mikil eftirspurn verður eftir miðum á þann viðburð.

Samtals eru um 6,6 milljón sæti eru í boði fyrir áhorfendur á alla keppnisviðburði ÓL. Ódýrustu miðarnir kosta um 20 pund eða um 3.600 kr. Skipuleggjendur ÓL gera ráð fyrir að 25% af tekjum komi frá miðasölu. Paul Deighton framkvæmdastjóri miðasölunnar fyrir ÓL segir að miðasölukerfið ætti að þola álagið sem myndast ávallt á fyrstu söludögunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×