Jón Halldór: Liðið mitt lítur vissulega vel út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2010 16:00 Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur. Mynd/Daníel „Þetta er nú svolítið fyndið að það sé alltaf verið að spá fyrir hvert tímabil því þetta rætist sjaldnast. Við ætlum að láta þessa rætast enda er kominn tími á það því það er langt síðan að við unnum síðast," sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkurkvenna sem var spáð Íslandsmeistaratitlinum í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna en hún var kynnt á kynningarfundi fyrir Iceland Express deildir karla og kvenna í dag. „Við lentum á mjög góðum leik á móti KR í úrslitaleiknum í Lengjubikarnum og að sama skapi lenti KR kannski ekki á góðum leik. Ég geri ráð fyrir að KR hafi spilað betur í meistarakeppninni í gær heldur en á móti okkur. Ég held að deildin verði mikið jafnari en menn halda. Njarðvík er sem dæmi með tvo mjög góða útlendinga og þeim er spáð 7. sæti," segir Jón Halldór en Keflavík tryggði sér Lengjubikarinn á dögunum með því að vinna 101-70 sigur á Íslandsmeisturum KR í úrslitaleiknum. „Liðið mitt lítur vissulega vel út og ég er ofboðslega ánægður með útlendinginn minn. Hún er framar björtustu vonum. Hún er rosalega dugleg, kannski ekki besti leikmaðurinn sem þú sérð en hún er að allan tímann og alltaf jákvæð og hvetjandi. Hún gerir líka það sem okkur vantar sem er að taka fráköst," sagði Jón Halldór um Jacquline Adamshick sem var með 22,0 stig og 21,0 frákast að meðaltali í Lengjubikarnum. „Það er búið að vera rosalega leiðinlegt að þurfa að kyngja þessum silfurpeningi ítrekað. Það er ekki gaman og ekki eitthvað sem maður er að leita eftir. Við ætlum að gera atlögu að því að reyna að vinna þetta í ár. Við erum búin að vinna einn titil og það er meira heldur en í fyrra," segir Jón Halldór. „Við þurfum að spýta aðeins í lófana því það vantar svolítið upp á formið á liðinu. Við eigum helling inni þótt að við höfum spilað vel á móti KR í þessum leik á dögunum. Þær spiluðu að sama skapi ekki vel og þá litum við rosalega vel út. Við eigum töluvert inni í sambandið við úthald og getum hlaupið miklu meira. Þeir sem eru glöggir þeir sjá það að við erum ekki farin að spila vörn ennþá. Ég er þeirrar trúar að vörn vinni titla og við eigum eftir að vinna aðeins í því. Það verður gaman þegar það verður komið líka," sagði Jón Halldór að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
„Þetta er nú svolítið fyndið að það sé alltaf verið að spá fyrir hvert tímabil því þetta rætist sjaldnast. Við ætlum að láta þessa rætast enda er kominn tími á það því það er langt síðan að við unnum síðast," sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkurkvenna sem var spáð Íslandsmeistaratitlinum í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna en hún var kynnt á kynningarfundi fyrir Iceland Express deildir karla og kvenna í dag. „Við lentum á mjög góðum leik á móti KR í úrslitaleiknum í Lengjubikarnum og að sama skapi lenti KR kannski ekki á góðum leik. Ég geri ráð fyrir að KR hafi spilað betur í meistarakeppninni í gær heldur en á móti okkur. Ég held að deildin verði mikið jafnari en menn halda. Njarðvík er sem dæmi með tvo mjög góða útlendinga og þeim er spáð 7. sæti," segir Jón Halldór en Keflavík tryggði sér Lengjubikarinn á dögunum með því að vinna 101-70 sigur á Íslandsmeisturum KR í úrslitaleiknum. „Liðið mitt lítur vissulega vel út og ég er ofboðslega ánægður með útlendinginn minn. Hún er framar björtustu vonum. Hún er rosalega dugleg, kannski ekki besti leikmaðurinn sem þú sérð en hún er að allan tímann og alltaf jákvæð og hvetjandi. Hún gerir líka það sem okkur vantar sem er að taka fráköst," sagði Jón Halldór um Jacquline Adamshick sem var með 22,0 stig og 21,0 frákast að meðaltali í Lengjubikarnum. „Það er búið að vera rosalega leiðinlegt að þurfa að kyngja þessum silfurpeningi ítrekað. Það er ekki gaman og ekki eitthvað sem maður er að leita eftir. Við ætlum að gera atlögu að því að reyna að vinna þetta í ár. Við erum búin að vinna einn titil og það er meira heldur en í fyrra," segir Jón Halldór. „Við þurfum að spýta aðeins í lófana því það vantar svolítið upp á formið á liðinu. Við eigum helling inni þótt að við höfum spilað vel á móti KR í þessum leik á dögunum. Þær spiluðu að sama skapi ekki vel og þá litum við rosalega vel út. Við eigum töluvert inni í sambandið við úthald og getum hlaupið miklu meira. Þeir sem eru glöggir þeir sjá það að við erum ekki farin að spila vörn ennþá. Ég er þeirrar trúar að vörn vinni titla og við eigum eftir að vinna aðeins í því. Það verður gaman þegar það verður komið líka," sagði Jón Halldór að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum