Jón Halldór: Liðið mitt lítur vissulega vel út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2010 16:00 Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur. Mynd/Daníel „Þetta er nú svolítið fyndið að það sé alltaf verið að spá fyrir hvert tímabil því þetta rætist sjaldnast. Við ætlum að láta þessa rætast enda er kominn tími á það því það er langt síðan að við unnum síðast," sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkurkvenna sem var spáð Íslandsmeistaratitlinum í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna en hún var kynnt á kynningarfundi fyrir Iceland Express deildir karla og kvenna í dag. „Við lentum á mjög góðum leik á móti KR í úrslitaleiknum í Lengjubikarnum og að sama skapi lenti KR kannski ekki á góðum leik. Ég geri ráð fyrir að KR hafi spilað betur í meistarakeppninni í gær heldur en á móti okkur. Ég held að deildin verði mikið jafnari en menn halda. Njarðvík er sem dæmi með tvo mjög góða útlendinga og þeim er spáð 7. sæti," segir Jón Halldór en Keflavík tryggði sér Lengjubikarinn á dögunum með því að vinna 101-70 sigur á Íslandsmeisturum KR í úrslitaleiknum. „Liðið mitt lítur vissulega vel út og ég er ofboðslega ánægður með útlendinginn minn. Hún er framar björtustu vonum. Hún er rosalega dugleg, kannski ekki besti leikmaðurinn sem þú sérð en hún er að allan tímann og alltaf jákvæð og hvetjandi. Hún gerir líka það sem okkur vantar sem er að taka fráköst," sagði Jón Halldór um Jacquline Adamshick sem var með 22,0 stig og 21,0 frákast að meðaltali í Lengjubikarnum. „Það er búið að vera rosalega leiðinlegt að þurfa að kyngja þessum silfurpeningi ítrekað. Það er ekki gaman og ekki eitthvað sem maður er að leita eftir. Við ætlum að gera atlögu að því að reyna að vinna þetta í ár. Við erum búin að vinna einn titil og það er meira heldur en í fyrra," segir Jón Halldór. „Við þurfum að spýta aðeins í lófana því það vantar svolítið upp á formið á liðinu. Við eigum helling inni þótt að við höfum spilað vel á móti KR í þessum leik á dögunum. Þær spiluðu að sama skapi ekki vel og þá litum við rosalega vel út. Við eigum töluvert inni í sambandið við úthald og getum hlaupið miklu meira. Þeir sem eru glöggir þeir sjá það að við erum ekki farin að spila vörn ennþá. Ég er þeirrar trúar að vörn vinni titla og við eigum eftir að vinna aðeins í því. Það verður gaman þegar það verður komið líka," sagði Jón Halldór að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira
„Þetta er nú svolítið fyndið að það sé alltaf verið að spá fyrir hvert tímabil því þetta rætist sjaldnast. Við ætlum að láta þessa rætast enda er kominn tími á það því það er langt síðan að við unnum síðast," sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkurkvenna sem var spáð Íslandsmeistaratitlinum í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna en hún var kynnt á kynningarfundi fyrir Iceland Express deildir karla og kvenna í dag. „Við lentum á mjög góðum leik á móti KR í úrslitaleiknum í Lengjubikarnum og að sama skapi lenti KR kannski ekki á góðum leik. Ég geri ráð fyrir að KR hafi spilað betur í meistarakeppninni í gær heldur en á móti okkur. Ég held að deildin verði mikið jafnari en menn halda. Njarðvík er sem dæmi með tvo mjög góða útlendinga og þeim er spáð 7. sæti," segir Jón Halldór en Keflavík tryggði sér Lengjubikarinn á dögunum með því að vinna 101-70 sigur á Íslandsmeisturum KR í úrslitaleiknum. „Liðið mitt lítur vissulega vel út og ég er ofboðslega ánægður með útlendinginn minn. Hún er framar björtustu vonum. Hún er rosalega dugleg, kannski ekki besti leikmaðurinn sem þú sérð en hún er að allan tímann og alltaf jákvæð og hvetjandi. Hún gerir líka það sem okkur vantar sem er að taka fráköst," sagði Jón Halldór um Jacquline Adamshick sem var með 22,0 stig og 21,0 frákast að meðaltali í Lengjubikarnum. „Það er búið að vera rosalega leiðinlegt að þurfa að kyngja þessum silfurpeningi ítrekað. Það er ekki gaman og ekki eitthvað sem maður er að leita eftir. Við ætlum að gera atlögu að því að reyna að vinna þetta í ár. Við erum búin að vinna einn titil og það er meira heldur en í fyrra," segir Jón Halldór. „Við þurfum að spýta aðeins í lófana því það vantar svolítið upp á formið á liðinu. Við eigum helling inni þótt að við höfum spilað vel á móti KR í þessum leik á dögunum. Þær spiluðu að sama skapi ekki vel og þá litum við rosalega vel út. Við eigum töluvert inni í sambandið við úthald og getum hlaupið miklu meira. Þeir sem eru glöggir þeir sjá það að við erum ekki farin að spila vörn ennþá. Ég er þeirrar trúar að vörn vinni titla og við eigum eftir að vinna aðeins í því. Það verður gaman þegar það verður komið líka," sagði Jón Halldór að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira