Sport

Ragnheiður bætti Íslandsmet í Dúbæ

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ragnheiður Ragnarsdóttir.
Ragnheiður Ragnarsdóttir.

Ragnheiður Ragnarsdóttir, KR, bætti eigið Íslandsmet í 100 m skriðsundi á HM í sundi í 25 m laug sem fer nú fram í Dúbæ. Hún komst þó ekki í undanúrslit í greininni.

Ragnheiður synti á 54,44 sekúndum og varð í 21. sæti og var hálfri sekúndu frá því að komast í undanúrslitin. Hún bætti Íslandsmetið sem hún setti á Íslandsmeistarmótinu í 25 m laug fyrir rúmum mánuði síðan um 0,21 sekúndu.

Ragnheiður og Hrafnhildur Lúthersdóttir kepptu svo báðar í 100 m fjórsundi og voru nálægt því að komast í undanúrslitin. Hrafnhildur varð í 21. sæti á 1:01,91 mínútu og Ragnheiður í 22. sæti, sjö hundraðshlutum úr sekúndu á eftir Hrafnhildi. Þær voru rúma hálfa sekúndu frá sæti í undanúrslitunum.

Hrafnhildur bætti í gær met Erlu Dögg Haraldsdóttur í 50 m bringusundi en met Erlu Daggar í 100 m fjórsundi stóð í dag. Það munaði þó litlu en metið er 1:01,77 mínútur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×