Innlent

Ónógt aðhald í ríkisfjármálum

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson

„Það er auðvitað ljóst, þegar við lítum til baka, að aðhald í ríkisfjármálum var langt frá því að vera nægjanlegt,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í þingumræðum í gær. Í því ljósi verði að samþætta aðgerðir hins opinbera og Seðlabankans við að viðhalda efnahagslegum stöðugleika.

Bjarni fjallaði um ýmis atriði í skýrslu þingmannanefndarinnar. Um ráðherraábyrgðarmálið sagði hann fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í nefndinni hafa komist að einu raunhæfu og skynsamlegu niðurstöðunni. Hún væri að láta niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis standa. Láta sumsé staðar numið við þá niðurstöðu að þrír ráðherrar hefðu vanrækt skyldur sínar. - bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×