Bronsverðlaunahafinn Helga Margrét: Var hrædd eftir fyrri keppnisdaginn í Kanada Hjalti Þór Hreinsson skrifar 27. júlí 2010 12:00 Helga með bronspeninginn í dag. Fréttablaðið/Arnþór Helga Margrét Þorsteinsdóttir missti aldrei trúnna á því að hún gæti náð verðlaunasæti á HM unglinga í frjálsum íþróttum sem fór fram í síðustu viku í Kanada. Helga vann bronsverðlaun og er á leiðinni til Barcelona í dag þar sem hún keppir á sjálfu Evrópumótinu. Helga var þreytt eftir erfiða viku og langt ferðalag en hún lenti seint í nótt í Keflavík. Þar verður hún aftur tólf tímum seinna, síðdegis í dag. Sjöþrautakonan keppir á föstudag og laugardag í Barcelona. "Það er miklu, miklu sterkara mót," sagði Helga við Vísi. Árangur hennar í Kanada var frábær. Í fyrstu gekk henni ekkert í hag en hún neitaði að gefast upp. "Ég var rosalega hrædd eftir fyrsta daginn því langstökkið var eftir. Það er líklega mín slakasta grein í dag en þær voru allar sterkar í því," sagði Helga. "Ég datt bara niður um þrjú sæti eftir langstökkið og þá fékk ég trúnna á þetta. Ég hætti bara að hugsa um stigin og hugsaði svo um spjótið." "Það gekk vel og ég komst upp í fjórða sætið með því að vinna það. Þá kom ekkert annað til greina en að komast á pall. Mér leið bara eins og heimsmeistara þegar ég kom í mark," sagði Helga en síðasta greinin var 800 metra hlaup sem Helga vann einnig. "Eftir hástökkið og kúluna hélt ég að ég myndi lenda í svona 10 sæti en svona er þrautin, þetta er virkileg þraut," segir Helga. "Mínar bestu greinar koma í lokin, það er gott að vita af þeim en maður er kannski aldrei í baráttunni fyrr en eftir það," sagði bronsverðlaunahafinn Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni. Innlendar Tengdar fréttir Helga Margrét tryggði sér bronsið með glæsilegum endaspretti Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni vann brons í sjöþraut á HM unglinga í Moncton í Kanada í nótt. Helga Margrét fékk 5706 stig, 261 stigi minna en sigurvegarinn Dafne Schippers frá Hollandi og 64 stigum minna en Þjóðverjinn Sara Gamnetta sem vann brons. 24. júlí 2010 01:21 Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Handbolti Fleiri fréttir Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Sjá meira
Helga Margrét Þorsteinsdóttir missti aldrei trúnna á því að hún gæti náð verðlaunasæti á HM unglinga í frjálsum íþróttum sem fór fram í síðustu viku í Kanada. Helga vann bronsverðlaun og er á leiðinni til Barcelona í dag þar sem hún keppir á sjálfu Evrópumótinu. Helga var þreytt eftir erfiða viku og langt ferðalag en hún lenti seint í nótt í Keflavík. Þar verður hún aftur tólf tímum seinna, síðdegis í dag. Sjöþrautakonan keppir á föstudag og laugardag í Barcelona. "Það er miklu, miklu sterkara mót," sagði Helga við Vísi. Árangur hennar í Kanada var frábær. Í fyrstu gekk henni ekkert í hag en hún neitaði að gefast upp. "Ég var rosalega hrædd eftir fyrsta daginn því langstökkið var eftir. Það er líklega mín slakasta grein í dag en þær voru allar sterkar í því," sagði Helga. "Ég datt bara niður um þrjú sæti eftir langstökkið og þá fékk ég trúnna á þetta. Ég hætti bara að hugsa um stigin og hugsaði svo um spjótið." "Það gekk vel og ég komst upp í fjórða sætið með því að vinna það. Þá kom ekkert annað til greina en að komast á pall. Mér leið bara eins og heimsmeistara þegar ég kom í mark," sagði Helga en síðasta greinin var 800 metra hlaup sem Helga vann einnig. "Eftir hástökkið og kúluna hélt ég að ég myndi lenda í svona 10 sæti en svona er þrautin, þetta er virkileg þraut," segir Helga. "Mínar bestu greinar koma í lokin, það er gott að vita af þeim en maður er kannski aldrei í baráttunni fyrr en eftir það," sagði bronsverðlaunahafinn Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni.
Innlendar Tengdar fréttir Helga Margrét tryggði sér bronsið með glæsilegum endaspretti Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni vann brons í sjöþraut á HM unglinga í Moncton í Kanada í nótt. Helga Margrét fékk 5706 stig, 261 stigi minna en sigurvegarinn Dafne Schippers frá Hollandi og 64 stigum minna en Þjóðverjinn Sara Gamnetta sem vann brons. 24. júlí 2010 01:21 Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Handbolti Fleiri fréttir Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Sjá meira
Helga Margrét tryggði sér bronsið með glæsilegum endaspretti Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni vann brons í sjöþraut á HM unglinga í Moncton í Kanada í nótt. Helga Margrét fékk 5706 stig, 261 stigi minna en sigurvegarinn Dafne Schippers frá Hollandi og 64 stigum minna en Þjóðverjinn Sara Gamnetta sem vann brons. 24. júlí 2010 01:21