Bronsverðlaunahafinn Helga Margrét: Var hrædd eftir fyrri keppnisdaginn í Kanada Hjalti Þór Hreinsson skrifar 27. júlí 2010 12:00 Helga með bronspeninginn í dag. Fréttablaðið/Arnþór Helga Margrét Þorsteinsdóttir missti aldrei trúnna á því að hún gæti náð verðlaunasæti á HM unglinga í frjálsum íþróttum sem fór fram í síðustu viku í Kanada. Helga vann bronsverðlaun og er á leiðinni til Barcelona í dag þar sem hún keppir á sjálfu Evrópumótinu. Helga var þreytt eftir erfiða viku og langt ferðalag en hún lenti seint í nótt í Keflavík. Þar verður hún aftur tólf tímum seinna, síðdegis í dag. Sjöþrautakonan keppir á föstudag og laugardag í Barcelona. "Það er miklu, miklu sterkara mót," sagði Helga við Vísi. Árangur hennar í Kanada var frábær. Í fyrstu gekk henni ekkert í hag en hún neitaði að gefast upp. "Ég var rosalega hrædd eftir fyrsta daginn því langstökkið var eftir. Það er líklega mín slakasta grein í dag en þær voru allar sterkar í því," sagði Helga. "Ég datt bara niður um þrjú sæti eftir langstökkið og þá fékk ég trúnna á þetta. Ég hætti bara að hugsa um stigin og hugsaði svo um spjótið." "Það gekk vel og ég komst upp í fjórða sætið með því að vinna það. Þá kom ekkert annað til greina en að komast á pall. Mér leið bara eins og heimsmeistara þegar ég kom í mark," sagði Helga en síðasta greinin var 800 metra hlaup sem Helga vann einnig. "Eftir hástökkið og kúluna hélt ég að ég myndi lenda í svona 10 sæti en svona er þrautin, þetta er virkileg þraut," segir Helga. "Mínar bestu greinar koma í lokin, það er gott að vita af þeim en maður er kannski aldrei í baráttunni fyrr en eftir það," sagði bronsverðlaunahafinn Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni. Innlendar Tengdar fréttir Helga Margrét tryggði sér bronsið með glæsilegum endaspretti Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni vann brons í sjöþraut á HM unglinga í Moncton í Kanada í nótt. Helga Margrét fékk 5706 stig, 261 stigi minna en sigurvegarinn Dafne Schippers frá Hollandi og 64 stigum minna en Þjóðverjinn Sara Gamnetta sem vann brons. 24. júlí 2010 01:21 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti McGregor sakaður um nauðgun Sport Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Fleiri fréttir McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Sjá meira
Helga Margrét Þorsteinsdóttir missti aldrei trúnna á því að hún gæti náð verðlaunasæti á HM unglinga í frjálsum íþróttum sem fór fram í síðustu viku í Kanada. Helga vann bronsverðlaun og er á leiðinni til Barcelona í dag þar sem hún keppir á sjálfu Evrópumótinu. Helga var þreytt eftir erfiða viku og langt ferðalag en hún lenti seint í nótt í Keflavík. Þar verður hún aftur tólf tímum seinna, síðdegis í dag. Sjöþrautakonan keppir á föstudag og laugardag í Barcelona. "Það er miklu, miklu sterkara mót," sagði Helga við Vísi. Árangur hennar í Kanada var frábær. Í fyrstu gekk henni ekkert í hag en hún neitaði að gefast upp. "Ég var rosalega hrædd eftir fyrsta daginn því langstökkið var eftir. Það er líklega mín slakasta grein í dag en þær voru allar sterkar í því," sagði Helga. "Ég datt bara niður um þrjú sæti eftir langstökkið og þá fékk ég trúnna á þetta. Ég hætti bara að hugsa um stigin og hugsaði svo um spjótið." "Það gekk vel og ég komst upp í fjórða sætið með því að vinna það. Þá kom ekkert annað til greina en að komast á pall. Mér leið bara eins og heimsmeistara þegar ég kom í mark," sagði Helga en síðasta greinin var 800 metra hlaup sem Helga vann einnig. "Eftir hástökkið og kúluna hélt ég að ég myndi lenda í svona 10 sæti en svona er þrautin, þetta er virkileg þraut," segir Helga. "Mínar bestu greinar koma í lokin, það er gott að vita af þeim en maður er kannski aldrei í baráttunni fyrr en eftir það," sagði bronsverðlaunahafinn Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni.
Innlendar Tengdar fréttir Helga Margrét tryggði sér bronsið með glæsilegum endaspretti Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni vann brons í sjöþraut á HM unglinga í Moncton í Kanada í nótt. Helga Margrét fékk 5706 stig, 261 stigi minna en sigurvegarinn Dafne Schippers frá Hollandi og 64 stigum minna en Þjóðverjinn Sara Gamnetta sem vann brons. 24. júlí 2010 01:21 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti McGregor sakaður um nauðgun Sport Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Fleiri fréttir McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Sjá meira
Helga Margrét tryggði sér bronsið með glæsilegum endaspretti Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni vann brons í sjöþraut á HM unglinga í Moncton í Kanada í nótt. Helga Margrét fékk 5706 stig, 261 stigi minna en sigurvegarinn Dafne Schippers frá Hollandi og 64 stigum minna en Þjóðverjinn Sara Gamnetta sem vann brons. 24. júlí 2010 01:21