Webber og Vettel ekki mismunað í titilslagnum 5. nóvember 2010 10:01 Mark Webber og Sebastian Vettel eiga báðir möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúlu 1 liðsins segir að Mark Webber og Sebastian Vettel hafi ekki verið mismunað hjá liðinu á keppnistímabilinu og báðir fái fullan stuðning liðsins. Horner segir að ummæli Mark Webber, ef rétt túlkuð í fjölmiðlum gætu sært menn innan liðsins, en Webber lét í veðri vaka í gær að Vettel væri í uppáhaldi hjá liðinu samkvæmt frétt á autosport.com. Webber er í öðru sæti í stigamóti ökumanna á eftir Fernando Alonso, en Vettel er í fjórða sæti. Webber er 11 stigum á eftir Alonso, en Vettel 25 stigum þegar tvö mót eru eftir. Sumir telja að Red Bull eigi að setja allan kraft á bakvið Webber um helgina, þar sem hann eigi meiri möguleika á titlinum en Vettel, en Horner vill gæta jafnræðis á meðan báðir eiga möguleika á titli. Báðir ökumennirnir féllu úr leik í síðustu keppni, sem varð til þess að Alonso náði forystu í stigamótinu. Webber vildi samkvæmt frétt á autosport.com meina að það væri meiri stuðningur innan Red Bull við Vettel þar sem hann væri yngri að árum og gaf í skyn að gott væri að hann fengi sjálfur meiri stuðning í ljósi stöðunnar í stigakeppni ökumanna. Annars væri meiri hætta á því að missta titlil möguleikanna úr höndum Red Bull. Red Bull er efst í stigamóti bílasmiða, en McLaren Mercedes og Ferrari eru næst liðinu, auk þess sem báðir ökumenn liðsins eiga möguleika á titili ökumanna. "Hvað sem er best að gera varðandi möguleikanna í meistarakeppninni, þá munum við sjá á mánudag eftir mótið í Abu Dhabi, hvort hlutirnir voru rétt gerðir", sagði Webber meðal annars um málið. En á móti hugmyndum Webbers kemur að liðsskipanir eru bannaðar í Formúlu 1, þó menn hafi komist upp með slíkt í gegnum tíðina. Sérstaklega á lokaspretti meistaramótsins. "Við erum með tvo frábæra ökumenn og liðið í óvenjulegri stöðu og báðir ökumenn eru í keppni um titilinn. Það væri rangt af liðinu að mismuna ökumönnunum", sagði Horner um málið. Hann sagði eðlilegt að þegar liðsmenn innan sama liðs væru í samkeppni, að þá gæti menn verið tilfinningasamir. Horner gat þess líka í öðru viðtali að Red Bull myndi spila á stöðuna í stigamótinu, ef aðstæður krefðust þess þegar á hólminn er komið. Vettel tjáði sig líka um umrædd ummæli Webbers. "Það hafa allir sínar skoðanir, en í mínum huga þá höfum við báðir fengið sömu tækifæri á mótshelgum að standa okkur. Liðið færir okkur góðan bíl, þar sem við höfum getað slegist um sigra og að komast á verðlaunapall. Ég tel að það sé ekkert samsæri í gangi. Það er það síðasta sem ég hugsa", sagði Vettel. "Það eru tvö mót eftir og hlutirnir geta breyst hratt, þannig að ég er fullur vonar og það eina sem við getum gert er að ná hastæðum úrslitum. Svo þurfum við smá heppni með það hvar keppinautar okkar lenda hvað sæti varðar. En við munum berjast og ekki gefast upp", sagði Vettel. Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Sjá meira
Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúlu 1 liðsins segir að Mark Webber og Sebastian Vettel hafi ekki verið mismunað hjá liðinu á keppnistímabilinu og báðir fái fullan stuðning liðsins. Horner segir að ummæli Mark Webber, ef rétt túlkuð í fjölmiðlum gætu sært menn innan liðsins, en Webber lét í veðri vaka í gær að Vettel væri í uppáhaldi hjá liðinu samkvæmt frétt á autosport.com. Webber er í öðru sæti í stigamóti ökumanna á eftir Fernando Alonso, en Vettel er í fjórða sæti. Webber er 11 stigum á eftir Alonso, en Vettel 25 stigum þegar tvö mót eru eftir. Sumir telja að Red Bull eigi að setja allan kraft á bakvið Webber um helgina, þar sem hann eigi meiri möguleika á titlinum en Vettel, en Horner vill gæta jafnræðis á meðan báðir eiga möguleika á titli. Báðir ökumennirnir féllu úr leik í síðustu keppni, sem varð til þess að Alonso náði forystu í stigamótinu. Webber vildi samkvæmt frétt á autosport.com meina að það væri meiri stuðningur innan Red Bull við Vettel þar sem hann væri yngri að árum og gaf í skyn að gott væri að hann fengi sjálfur meiri stuðning í ljósi stöðunnar í stigakeppni ökumanna. Annars væri meiri hætta á því að missta titlil möguleikanna úr höndum Red Bull. Red Bull er efst í stigamóti bílasmiða, en McLaren Mercedes og Ferrari eru næst liðinu, auk þess sem báðir ökumenn liðsins eiga möguleika á titili ökumanna. "Hvað sem er best að gera varðandi möguleikanna í meistarakeppninni, þá munum við sjá á mánudag eftir mótið í Abu Dhabi, hvort hlutirnir voru rétt gerðir", sagði Webber meðal annars um málið. En á móti hugmyndum Webbers kemur að liðsskipanir eru bannaðar í Formúlu 1, þó menn hafi komist upp með slíkt í gegnum tíðina. Sérstaklega á lokaspretti meistaramótsins. "Við erum með tvo frábæra ökumenn og liðið í óvenjulegri stöðu og báðir ökumenn eru í keppni um titilinn. Það væri rangt af liðinu að mismuna ökumönnunum", sagði Horner um málið. Hann sagði eðlilegt að þegar liðsmenn innan sama liðs væru í samkeppni, að þá gæti menn verið tilfinningasamir. Horner gat þess líka í öðru viðtali að Red Bull myndi spila á stöðuna í stigamótinu, ef aðstæður krefðust þess þegar á hólminn er komið. Vettel tjáði sig líka um umrædd ummæli Webbers. "Það hafa allir sínar skoðanir, en í mínum huga þá höfum við báðir fengið sömu tækifæri á mótshelgum að standa okkur. Liðið færir okkur góðan bíl, þar sem við höfum getað slegist um sigra og að komast á verðlaunapall. Ég tel að það sé ekkert samsæri í gangi. Það er það síðasta sem ég hugsa", sagði Vettel. "Það eru tvö mót eftir og hlutirnir geta breyst hratt, þannig að ég er fullur vonar og það eina sem við getum gert er að ná hastæðum úrslitum. Svo þurfum við smá heppni með það hvar keppinautar okkar lenda hvað sæti varðar. En við munum berjast og ekki gefast upp", sagði Vettel.
Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Sjá meira