Engir örðugleikar milli Schumacher og Rosberg 25. mars 2010 10:38 Michael Schumacher og Nico Rosberg vinna vel saman hjá Mercedes, þó sumir blaðamenn vilji kannski etja þeim saman að sögn Rosbergs til að skapa spennandi fyrirsagnir. mynd: Getty Images Nico Rosberg segist gæta orða sinna sem liðsfélagi Michael Schumacher þar sem hætt sé við því að orð hans sé mistúlkuð af pressunni, til að búa til spennandi fréttir. Hann segist sakna þess að geta ekki sagt hvað sem er um tilveruna, þar sem því geti verið snúið á hvolf. Þetta fylgir því að vera liðsfélagi margfalds meistara, en samskipti þeirra hafa hins vegar verið afburðar góð og ekki yfir neinu að kvarta. Mercedes lið þeirra félaga keppir í Melbourne í Ástralíu um helgina. „Því miður þarf ég nú að tala gætilega svo það verði ekki mistúlkað. Ég vil ekki skapa æsandi fyrirsagnir og það er reyndar ekki minn karakter. Ég er í góðri stöðu að vera liðsfélagi Schumachers. Ef ég er fyrir aftan hann, þá þykir það eðlliegt, ef ég er á undan, þá er ég að standa mig vel og ég er viss um að ég á eftir að standa mig vel á árinu," sagði Rosberg. Mikil umfjöllun hefur fylgt endurkomu Schumachers og að sumu leyti hefur það verið heppilegt fyrir Rosberg, sem fær kannski meiri vinnufrið. En á stundum líka athygli sem liðsfélagi sjöfalds meistara og því borin saman við hann. Rosberg var á undan Schumacher í fyrsta móti ársins, en hefði viljað komast ofar en í fimmta sæti. Bíll Rosberg og Schumachers er undirstýrður og það hentar ekki akstursstíl Rosbergs, né heldur Schumachers. Þeir eru að vinna í að breyta bílnum til betri vegar. Schumacher naut sérþjónustu þegar hann var hjá Ferrari og Rubens Barrichello kvartaði yfir þessu á sínum tíma. En Rosberg kann vel við samskipti þeirra tveggja og það hallar á hvorugan í samskiptum við Mercedes liðið, en Ross Brawn stýrir gangi mála og var einmitt náin samstarfsmaður Schumachers hjá Ferrari. „Það hefur allt gengið eins og í sögu. Schumacher er opinnskár og vingjarnlegur og er ekkert að vinna að því að rústa mér sem liðsfélaga. Hann er afslappaður og það breytti engu þó ég kæmi á undan honum í endamark í fyrsta móti ársins. Við erum sterkir saman og vinnum með liðinu að þróa bílinn. Þá erum við á sömu skoðun um hvað þarf að gera og það hjálpar liðinu", sagði Rosberg. Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Nico Rosberg segist gæta orða sinna sem liðsfélagi Michael Schumacher þar sem hætt sé við því að orð hans sé mistúlkuð af pressunni, til að búa til spennandi fréttir. Hann segist sakna þess að geta ekki sagt hvað sem er um tilveruna, þar sem því geti verið snúið á hvolf. Þetta fylgir því að vera liðsfélagi margfalds meistara, en samskipti þeirra hafa hins vegar verið afburðar góð og ekki yfir neinu að kvarta. Mercedes lið þeirra félaga keppir í Melbourne í Ástralíu um helgina. „Því miður þarf ég nú að tala gætilega svo það verði ekki mistúlkað. Ég vil ekki skapa æsandi fyrirsagnir og það er reyndar ekki minn karakter. Ég er í góðri stöðu að vera liðsfélagi Schumachers. Ef ég er fyrir aftan hann, þá þykir það eðlliegt, ef ég er á undan, þá er ég að standa mig vel og ég er viss um að ég á eftir að standa mig vel á árinu," sagði Rosberg. Mikil umfjöllun hefur fylgt endurkomu Schumachers og að sumu leyti hefur það verið heppilegt fyrir Rosberg, sem fær kannski meiri vinnufrið. En á stundum líka athygli sem liðsfélagi sjöfalds meistara og því borin saman við hann. Rosberg var á undan Schumacher í fyrsta móti ársins, en hefði viljað komast ofar en í fimmta sæti. Bíll Rosberg og Schumachers er undirstýrður og það hentar ekki akstursstíl Rosbergs, né heldur Schumachers. Þeir eru að vinna í að breyta bílnum til betri vegar. Schumacher naut sérþjónustu þegar hann var hjá Ferrari og Rubens Barrichello kvartaði yfir þessu á sínum tíma. En Rosberg kann vel við samskipti þeirra tveggja og það hallar á hvorugan í samskiptum við Mercedes liðið, en Ross Brawn stýrir gangi mála og var einmitt náin samstarfsmaður Schumachers hjá Ferrari. „Það hefur allt gengið eins og í sögu. Schumacher er opinnskár og vingjarnlegur og er ekkert að vinna að því að rústa mér sem liðsfélaga. Hann er afslappaður og það breytti engu þó ég kæmi á undan honum í endamark í fyrsta móti ársins. Við erum sterkir saman og vinnum með liðinu að þróa bílinn. Þá erum við á sömu skoðun um hvað þarf að gera og það hjálpar liðinu", sagði Rosberg.
Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira