Kisa-kis Ólafur Þ. Stephensen skrifar 29. mars 2010 06:00 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hvatti stjórnarliðið enn og aftur til að „þétta raðirnar" í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina. Þrátt fyrir hvatningarorðin sýndi ræða forsætisráðherrans þó betur en margt annað fram á brestina í ríkisstjórnarsamstarfinu. Þótt utanaðkomandi áhorfendur eigi vafalaust gott með að skilja líkingu hennar um að það að reyna að fá þingmenn Vinstri grænna til að styðja stjórnarfrumvörp sé eins og að smala köttum, er ekki líklegt að þau hafi fallið í kramið hjá samstarfsflokknum. Traustið í samstarfi stjórnarflokkana er augljóslega mjög takmarkað. Það má til dæmis lesa úr eftirfarandi málsgrein í ræðu Jóhönnu: „Það verður að gera þá kröfu til stjórnarliða og ekki síst ráðherra í ríkisstjórn að þeir virði trúnað við samstarfssamning stjórnarflokkanna - annað er ávísun á ófrið og sundrungu." Forsætisráðherrann talaði eins og það hefði komið henni á óvart, að stjórnin hefði ekki raunverulegan meirihluta til að koma fram ýmsum málum. „Hitt vissum við ekki að andstaða væri í öðrum stjórnarflokknum við mikilvæg verkefni í samstarfsyfirlýsingu flokkanna. Þar á ég einkum við efnahagsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og lausn Icesave-málsins," sagði Jóhanna. Þeir, sem hlustuðu á ýmsa núverandi þingmenn Vinstri grænna tala fyrir síðustu kosningar, eru ekki hissa á þessu. Það átti heldur ekki að koma neinum á óvart að VG reyndi að þvælast fyrir stóriðjuframkvæmdum og ryki upp til handa og fóta þegar ýmsar aðrar hugmyndir um atvinnusköpun, til dæmis einkaspítali og flugæfingastarfsemi á Keflavíkurflugvelli, féllu ekki að hugmyndum flokksins um ríkisforsjá og veru Íslands utan varnarbandalaga. Jóhanna kveinkaði sér fyrirfram undan því að ríkisstjórnin myndi „mæta margvíslegri andstöðu hjá hagsmunahópum við þá uppstokkun sem lofað hefur verið og nauðsynleg er t.d. í ríkiskerfinu og fiskveiðistjórnunarkerfinu. Andstöðu sem tekur ekki mið af heildarhagsmunum heldur sérhagsmunum og vörn fyrir forréttindi. Allt mun það rata sína leið gegnum fjölmiðla og áróðursherferðir gegn stjórnvöldum." Forsætisráðherrann getur bókað að andstaðan við það fyrrnefnda, uppstokkun í ríkiskerfinu, mun fyrst og fremst koma frá samstarfsflokknum og hagsmunahópum, sem tengjast honum nánum böndum. Hvað fiskveiðistjórnunina varðar, var sami tvískinnungurinn og áður í málflutningi Jóhönnu, sem hvatti annars vegar til sátta og réttlætti hins vegar hvernig skötuselsfrumvarpið var keyrt í gegn, þvert á sjónarmið hagsmunasamtakanna sem hún vill sættast við! Á sömu lund var tilraun hennar til að biðla til Sjálfstæðisflokksins um stuðning við umsóknina um aðild að Evrópusambandinu, um leið og hún undirstrikaði að sá flokkur mætti engu ráða, þá væri voðinn vís. Með hverjum þarf Jóhanna að vinna ef hún gefst upp á að kalla blíðlega á samstarfsflokkinn og skilar honum í Kattholt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hvatti stjórnarliðið enn og aftur til að „þétta raðirnar" í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina. Þrátt fyrir hvatningarorðin sýndi ræða forsætisráðherrans þó betur en margt annað fram á brestina í ríkisstjórnarsamstarfinu. Þótt utanaðkomandi áhorfendur eigi vafalaust gott með að skilja líkingu hennar um að það að reyna að fá þingmenn Vinstri grænna til að styðja stjórnarfrumvörp sé eins og að smala köttum, er ekki líklegt að þau hafi fallið í kramið hjá samstarfsflokknum. Traustið í samstarfi stjórnarflokkana er augljóslega mjög takmarkað. Það má til dæmis lesa úr eftirfarandi málsgrein í ræðu Jóhönnu: „Það verður að gera þá kröfu til stjórnarliða og ekki síst ráðherra í ríkisstjórn að þeir virði trúnað við samstarfssamning stjórnarflokkanna - annað er ávísun á ófrið og sundrungu." Forsætisráðherrann talaði eins og það hefði komið henni á óvart, að stjórnin hefði ekki raunverulegan meirihluta til að koma fram ýmsum málum. „Hitt vissum við ekki að andstaða væri í öðrum stjórnarflokknum við mikilvæg verkefni í samstarfsyfirlýsingu flokkanna. Þar á ég einkum við efnahagsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og lausn Icesave-málsins," sagði Jóhanna. Þeir, sem hlustuðu á ýmsa núverandi þingmenn Vinstri grænna tala fyrir síðustu kosningar, eru ekki hissa á þessu. Það átti heldur ekki að koma neinum á óvart að VG reyndi að þvælast fyrir stóriðjuframkvæmdum og ryki upp til handa og fóta þegar ýmsar aðrar hugmyndir um atvinnusköpun, til dæmis einkaspítali og flugæfingastarfsemi á Keflavíkurflugvelli, féllu ekki að hugmyndum flokksins um ríkisforsjá og veru Íslands utan varnarbandalaga. Jóhanna kveinkaði sér fyrirfram undan því að ríkisstjórnin myndi „mæta margvíslegri andstöðu hjá hagsmunahópum við þá uppstokkun sem lofað hefur verið og nauðsynleg er t.d. í ríkiskerfinu og fiskveiðistjórnunarkerfinu. Andstöðu sem tekur ekki mið af heildarhagsmunum heldur sérhagsmunum og vörn fyrir forréttindi. Allt mun það rata sína leið gegnum fjölmiðla og áróðursherferðir gegn stjórnvöldum." Forsætisráðherrann getur bókað að andstaðan við það fyrrnefnda, uppstokkun í ríkiskerfinu, mun fyrst og fremst koma frá samstarfsflokknum og hagsmunahópum, sem tengjast honum nánum böndum. Hvað fiskveiðistjórnunina varðar, var sami tvískinnungurinn og áður í málflutningi Jóhönnu, sem hvatti annars vegar til sátta og réttlætti hins vegar hvernig skötuselsfrumvarpið var keyrt í gegn, þvert á sjónarmið hagsmunasamtakanna sem hún vill sættast við! Á sömu lund var tilraun hennar til að biðla til Sjálfstæðisflokksins um stuðning við umsóknina um aðild að Evrópusambandinu, um leið og hún undirstrikaði að sá flokkur mætti engu ráða, þá væri voðinn vís. Með hverjum þarf Jóhanna að vinna ef hún gefst upp á að kalla blíðlega á samstarfsflokkinn og skilar honum í Kattholt?
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun