Framar mínum væntingum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. desember 2010 07:00 í fremstu röð Hrafnhildur Lúthersdóttir sló í gegn á HM í 25 m laug í Dubai. fréttablaðið/valli HM í sundi í 25 m laug lauk í Dubai í gær en þrír íslenskir sundmenn tóku þátt í mótinu. Hrafnhildur Lúthersdóttir, SH, náði glæsilegum árangri í sínum greinum og setti til að mynda fjögur Íslandsmet á mótinu. Í gær keppti hún í 200 m bringusundi og varð í tólfta sæti á 2:24,15 mínútum og bætti þar með tveggja ára gamalt Íslandsmet Erlu Daggar Haraldsdóttur um meira en tvær og hálfa sekúndu. Ekki var keppt í undanúrslitum í greininni og því aðeins átta bestu sem fóru beint í úrslitin. Hrafnhildur komst þó í undanúrslit í 50 og 100 m bringusundi og bætti Íslandsmetið í báðum greinum - tvívegis í fyrrnefndu greininni. Hún keppti einnig í 100 m fjórsundi og náði góðum árangri þar. „Mér líður mjög vel og er afar ánægð með árangurinn," sagði Hrafnhildur í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég er sérstaklega sátt við að það gekk allt upp sem ég ætlaði mér. Ég náði að toppa á mótinu og árangurinn var í raun framar mínum væntingum. Ég átti til að mynda ekki endilega von á því að komast í undanúrslit. Það kom skemmtilega á óvart." Hrafnhildur segir að hún hafi æft mjög vel að undanförnu og að það hafi skilað sér á þessu móti. „Ég bjóst við að ég myndi bæta mig og ég er stolt af því." Hrafnhildur nær yfirleitt sínu besta fram á síðari sprettinum sem gefur til kynna að lengri vegalengdir henti henni betur en þær styttri. „Mér hefur alltaf verið sagt að ég sé 200 metra bringusundsmanneskja. Það gekk vissulega vel en mér hafa alltaf fundist 100 metrarnir skemmtilegastir. Ég komst í undanúrslit í þeirri grein sem segir mér að ég sé ágætlega stödd á því sviði." Aðeins tveir Evrópubúar náðu betri tíma en Hrafnhildur í gær en hún segir að það verði að skoða það í réttu samhengi. „Ég vil ekki gera lítið úr árangrinum en sundmenn einbeita sér yfirleitt frekar að keppnunum í 50 m laug og þá er einnig nýbúið að halda Evrópumeistaramótið í 25 m laug. Ég er þó sátt við mína stöðu á heimslistanum og þetta mót var góður undirbúningur fyrir HM í 50 m laug sem fer fram í Sjanghaí í sumar. Sjálfstraustið hefur aukist mikið eftir gott gengi á þessu móti. Ég hef verið að keppa við margar stórar stjörnur og náð að halda í við þær." Hrafnhildur er aðeins nítján ára gömul og heldur til Bandaríkjanna á milli jóla og nýárs þar sem hún mun hefja nám við University of Florida á nýju ári. „Ég fer út 28. desember og svo er fyrsta æfing tveimur dögum síðar," sagði hún. „Mér líst afar vel á það enda er sunddeildin við þennan háskóla afar góð. Aðalþjálfarinn þar var valinn til að vera þjálfari bandaríska sundliðsins á Ólympíuleikunum í London árið 2012 og margir góðir sundmenn hafa komið úr þessum skóla." Það eru því spennandi tímar fram undan hjá Hrafnhildi sem naut þess að heimsækja framandi slóðir nú um helgina. „Hér er eyðimörkin allt í kring og kameldýr sem mæta manni á leiðinni upp í sundhöll. Þetta hefur verið mikið ævintýri." Innlendar Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Sjá meira
HM í sundi í 25 m laug lauk í Dubai í gær en þrír íslenskir sundmenn tóku þátt í mótinu. Hrafnhildur Lúthersdóttir, SH, náði glæsilegum árangri í sínum greinum og setti til að mynda fjögur Íslandsmet á mótinu. Í gær keppti hún í 200 m bringusundi og varð í tólfta sæti á 2:24,15 mínútum og bætti þar með tveggja ára gamalt Íslandsmet Erlu Daggar Haraldsdóttur um meira en tvær og hálfa sekúndu. Ekki var keppt í undanúrslitum í greininni og því aðeins átta bestu sem fóru beint í úrslitin. Hrafnhildur komst þó í undanúrslit í 50 og 100 m bringusundi og bætti Íslandsmetið í báðum greinum - tvívegis í fyrrnefndu greininni. Hún keppti einnig í 100 m fjórsundi og náði góðum árangri þar. „Mér líður mjög vel og er afar ánægð með árangurinn," sagði Hrafnhildur í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég er sérstaklega sátt við að það gekk allt upp sem ég ætlaði mér. Ég náði að toppa á mótinu og árangurinn var í raun framar mínum væntingum. Ég átti til að mynda ekki endilega von á því að komast í undanúrslit. Það kom skemmtilega á óvart." Hrafnhildur segir að hún hafi æft mjög vel að undanförnu og að það hafi skilað sér á þessu móti. „Ég bjóst við að ég myndi bæta mig og ég er stolt af því." Hrafnhildur nær yfirleitt sínu besta fram á síðari sprettinum sem gefur til kynna að lengri vegalengdir henti henni betur en þær styttri. „Mér hefur alltaf verið sagt að ég sé 200 metra bringusundsmanneskja. Það gekk vissulega vel en mér hafa alltaf fundist 100 metrarnir skemmtilegastir. Ég komst í undanúrslit í þeirri grein sem segir mér að ég sé ágætlega stödd á því sviði." Aðeins tveir Evrópubúar náðu betri tíma en Hrafnhildur í gær en hún segir að það verði að skoða það í réttu samhengi. „Ég vil ekki gera lítið úr árangrinum en sundmenn einbeita sér yfirleitt frekar að keppnunum í 50 m laug og þá er einnig nýbúið að halda Evrópumeistaramótið í 25 m laug. Ég er þó sátt við mína stöðu á heimslistanum og þetta mót var góður undirbúningur fyrir HM í 50 m laug sem fer fram í Sjanghaí í sumar. Sjálfstraustið hefur aukist mikið eftir gott gengi á þessu móti. Ég hef verið að keppa við margar stórar stjörnur og náð að halda í við þær." Hrafnhildur er aðeins nítján ára gömul og heldur til Bandaríkjanna á milli jóla og nýárs þar sem hún mun hefja nám við University of Florida á nýju ári. „Ég fer út 28. desember og svo er fyrsta æfing tveimur dögum síðar," sagði hún. „Mér líst afar vel á það enda er sunddeildin við þennan háskóla afar góð. Aðalþjálfarinn þar var valinn til að vera þjálfari bandaríska sundliðsins á Ólympíuleikunum í London árið 2012 og margir góðir sundmenn hafa komið úr þessum skóla." Það eru því spennandi tímar fram undan hjá Hrafnhildi sem naut þess að heimsækja framandi slóðir nú um helgina. „Hér er eyðimörkin allt í kring og kameldýr sem mæta manni á leiðinni upp í sundhöll. Þetta hefur verið mikið ævintýri."
Innlendar Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Sjá meira