Vilja byggja upp orðspor íslenska tískuiðnaðarins 13. janúar 2010 05:00 Ingibjörg Finnbogadóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, situr fyrir miðju. Hátíðin á að stuðla að sýnileika íslenskrar hönnunar á erlendum vettvangi.Mynd/Hörður ellert ólafsson Reykjavík Fashion Festival er viðburður sem stofnað var af nokkrum einstaklingum sem eiga það sameiginlegt að starfa á sviði hönnunar og tónlistar. Viðburðurinn á að stuðla að sýnileika íslenskrar tísku og hönnunar á erlendum vettvangi og auka samstarf meðal íslenskra hönnuða og listamanna. Þeir sem koma að skipulagningu Reykjavík Fashion Festival eru meðal annars E-Label, Nikita, Birna, Thelma-Design, Mundi Design og Faxaflói auk annara. Viðburðurinn mun fara fram dagana 19. og 20. mars og að sögn skipuleggjenda hátíðarinnar verður dagskráin fjölbreytt og spennandi. Erlendum fjölmiðlamönnum verður meðal annars boðið á hátíðina til að tryggja góða umfjöllun í erlendum fjölmiðlum. „Hópurinn hefur verið að vinna að þessu síðan í september og það hefur verið mikið að gera hjá okkur undanfarið við allan undirbúning. Þeir sem standa að þessu hafa allir mjög góð sambönd innan tískuheimsins, bæði hér heima og erlendis, sem við ætlum að nýta okkur til að gera viðburðinn glæsilegan úr garði. Svo mun viðburðafyrirtækið Faxaflói sjá um tónlistarviðburði sem taka við seinna um kvöldið,“ útskýrir Ingibjörg Finnbogadóttir, framkvæmdastjóri Reykjavík Fashion Festival. Hún segir mikilvægt að bæta ímynd tískuiðnaðarins á Íslandi eftir Iceland Fashion Week, sem margir töldu vera klúður. Ingibjörg segir hönnuði geta sótt um þátttöku á heimasíðu hátíðarinnar innan skamms en segir þátttöku einhverjum takmörkunum háð. „Við gerum ráð fyrir að um tuttugu manns geti tekið þátt nú í ár og er það vegna þess að húsnæðið rúmar ekki fleiri en vonandi eykst sá fjöldi á næstu árum.“ Sérstakur kynningarfundur verður haldinn í Hafnarhúsinu á morgun og hefst hann klukkan 20.00. Ingibjörg hvetur alla hönnuði til að mæta á fundinn og kynna sér viðburðinn. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um RFF á vefsíðunni www.rff.is. - sm RFF Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira
Reykjavík Fashion Festival er viðburður sem stofnað var af nokkrum einstaklingum sem eiga það sameiginlegt að starfa á sviði hönnunar og tónlistar. Viðburðurinn á að stuðla að sýnileika íslenskrar tísku og hönnunar á erlendum vettvangi og auka samstarf meðal íslenskra hönnuða og listamanna. Þeir sem koma að skipulagningu Reykjavík Fashion Festival eru meðal annars E-Label, Nikita, Birna, Thelma-Design, Mundi Design og Faxaflói auk annara. Viðburðurinn mun fara fram dagana 19. og 20. mars og að sögn skipuleggjenda hátíðarinnar verður dagskráin fjölbreytt og spennandi. Erlendum fjölmiðlamönnum verður meðal annars boðið á hátíðina til að tryggja góða umfjöllun í erlendum fjölmiðlum. „Hópurinn hefur verið að vinna að þessu síðan í september og það hefur verið mikið að gera hjá okkur undanfarið við allan undirbúning. Þeir sem standa að þessu hafa allir mjög góð sambönd innan tískuheimsins, bæði hér heima og erlendis, sem við ætlum að nýta okkur til að gera viðburðinn glæsilegan úr garði. Svo mun viðburðafyrirtækið Faxaflói sjá um tónlistarviðburði sem taka við seinna um kvöldið,“ útskýrir Ingibjörg Finnbogadóttir, framkvæmdastjóri Reykjavík Fashion Festival. Hún segir mikilvægt að bæta ímynd tískuiðnaðarins á Íslandi eftir Iceland Fashion Week, sem margir töldu vera klúður. Ingibjörg segir hönnuði geta sótt um þátttöku á heimasíðu hátíðarinnar innan skamms en segir þátttöku einhverjum takmörkunum háð. „Við gerum ráð fyrir að um tuttugu manns geti tekið þátt nú í ár og er það vegna þess að húsnæðið rúmar ekki fleiri en vonandi eykst sá fjöldi á næstu árum.“ Sérstakur kynningarfundur verður haldinn í Hafnarhúsinu á morgun og hefst hann klukkan 20.00. Ingibjörg hvetur alla hönnuði til að mæta á fundinn og kynna sér viðburðinn. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um RFF á vefsíðunni www.rff.is. - sm
RFF Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira