Vilja byggja upp orðspor íslenska tískuiðnaðarins 13. janúar 2010 05:00 Ingibjörg Finnbogadóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, situr fyrir miðju. Hátíðin á að stuðla að sýnileika íslenskrar hönnunar á erlendum vettvangi.Mynd/Hörður ellert ólafsson Reykjavík Fashion Festival er viðburður sem stofnað var af nokkrum einstaklingum sem eiga það sameiginlegt að starfa á sviði hönnunar og tónlistar. Viðburðurinn á að stuðla að sýnileika íslenskrar tísku og hönnunar á erlendum vettvangi og auka samstarf meðal íslenskra hönnuða og listamanna. Þeir sem koma að skipulagningu Reykjavík Fashion Festival eru meðal annars E-Label, Nikita, Birna, Thelma-Design, Mundi Design og Faxaflói auk annara. Viðburðurinn mun fara fram dagana 19. og 20. mars og að sögn skipuleggjenda hátíðarinnar verður dagskráin fjölbreytt og spennandi. Erlendum fjölmiðlamönnum verður meðal annars boðið á hátíðina til að tryggja góða umfjöllun í erlendum fjölmiðlum. „Hópurinn hefur verið að vinna að þessu síðan í september og það hefur verið mikið að gera hjá okkur undanfarið við allan undirbúning. Þeir sem standa að þessu hafa allir mjög góð sambönd innan tískuheimsins, bæði hér heima og erlendis, sem við ætlum að nýta okkur til að gera viðburðinn glæsilegan úr garði. Svo mun viðburðafyrirtækið Faxaflói sjá um tónlistarviðburði sem taka við seinna um kvöldið,“ útskýrir Ingibjörg Finnbogadóttir, framkvæmdastjóri Reykjavík Fashion Festival. Hún segir mikilvægt að bæta ímynd tískuiðnaðarins á Íslandi eftir Iceland Fashion Week, sem margir töldu vera klúður. Ingibjörg segir hönnuði geta sótt um þátttöku á heimasíðu hátíðarinnar innan skamms en segir þátttöku einhverjum takmörkunum háð. „Við gerum ráð fyrir að um tuttugu manns geti tekið þátt nú í ár og er það vegna þess að húsnæðið rúmar ekki fleiri en vonandi eykst sá fjöldi á næstu árum.“ Sérstakur kynningarfundur verður haldinn í Hafnarhúsinu á morgun og hefst hann klukkan 20.00. Ingibjörg hvetur alla hönnuði til að mæta á fundinn og kynna sér viðburðinn. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um RFF á vefsíðunni www.rff.is. - sm RFF Mest lesið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fleiri fréttir Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Sjá meira
Reykjavík Fashion Festival er viðburður sem stofnað var af nokkrum einstaklingum sem eiga það sameiginlegt að starfa á sviði hönnunar og tónlistar. Viðburðurinn á að stuðla að sýnileika íslenskrar tísku og hönnunar á erlendum vettvangi og auka samstarf meðal íslenskra hönnuða og listamanna. Þeir sem koma að skipulagningu Reykjavík Fashion Festival eru meðal annars E-Label, Nikita, Birna, Thelma-Design, Mundi Design og Faxaflói auk annara. Viðburðurinn mun fara fram dagana 19. og 20. mars og að sögn skipuleggjenda hátíðarinnar verður dagskráin fjölbreytt og spennandi. Erlendum fjölmiðlamönnum verður meðal annars boðið á hátíðina til að tryggja góða umfjöllun í erlendum fjölmiðlum. „Hópurinn hefur verið að vinna að þessu síðan í september og það hefur verið mikið að gera hjá okkur undanfarið við allan undirbúning. Þeir sem standa að þessu hafa allir mjög góð sambönd innan tískuheimsins, bæði hér heima og erlendis, sem við ætlum að nýta okkur til að gera viðburðinn glæsilegan úr garði. Svo mun viðburðafyrirtækið Faxaflói sjá um tónlistarviðburði sem taka við seinna um kvöldið,“ útskýrir Ingibjörg Finnbogadóttir, framkvæmdastjóri Reykjavík Fashion Festival. Hún segir mikilvægt að bæta ímynd tískuiðnaðarins á Íslandi eftir Iceland Fashion Week, sem margir töldu vera klúður. Ingibjörg segir hönnuði geta sótt um þátttöku á heimasíðu hátíðarinnar innan skamms en segir þátttöku einhverjum takmörkunum háð. „Við gerum ráð fyrir að um tuttugu manns geti tekið þátt nú í ár og er það vegna þess að húsnæðið rúmar ekki fleiri en vonandi eykst sá fjöldi á næstu árum.“ Sérstakur kynningarfundur verður haldinn í Hafnarhúsinu á morgun og hefst hann klukkan 20.00. Ingibjörg hvetur alla hönnuði til að mæta á fundinn og kynna sér viðburðinn. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um RFF á vefsíðunni www.rff.is. - sm
RFF Mest lesið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fleiri fréttir Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Sjá meira