Sport

Hulda: Gaman að fá annað tækifæri á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hulda Þorsteinsdóttir.
Hulda Þorsteinsdóttir.

ÍR-ingurinn Hulda Þorsteinsdóttir komst í dag í úrslit á HM unglinga í Kanada eftir að hafa stokkið 3,85 metra í undankeppninni.

Þessi árangur nægði henni til að komast í úrslitin þrátt fyrir að vera um 10 sentímetrum frá sínu besta. Keppnin var mjög hörð og voru þær fimm sem stukku þessa hæð en aðeins 2 af þeim komust í úrslitin. Hulda er tólfta inn af þrettán í úrslitin.

„Ég er rosalega ánægð með að vera komin í úrslit en var ekki alveg eins ánægð með hæðina," sagði Hulda og bætti við: „Ég var hátt yfir 3.95 en felldi á niðurleið, sagði Hulda.

„Mér finnst ég eiga svo mikið inni þannig að það er gaman að fá annað tækifæri á morgun," sagði Hulda en úrslitin fara fram á morgun klukkan 17.20 á íslenskum tíma.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×