Innlent

Karlar eru 4% starfsmanna

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Karlmenn eru í miklum minnihluta meðal starfsmanna á leikskólum, að því er fram kemur í samantekt Hagstofu Íslands. Konur eru 96 prósent starfsmanna leikskóla en karlmenn aðeins um fjögur prósent.

Hlutfall karla hefur þó aukist á undanförnum árum. Árið 1998 voru karlmenn tvö prósent starfsmanna leikskóla. Til samanburðar eru 18,3 prósent starfsmanna í grunnskólum karlar og 41,6 prósent í framhaldsskólum. Eins og áður starfa hlutfallslega flestir karlar á leikskólum við þrif.- bj










Fleiri fréttir

Sjá meira


×