Formaður má ekki segja frá 15. júní 2010 06:00 Jón Gunnarsson Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, hefur, eftir að styrkjaumræðan komst í hámæli, beðið styrkveitanda sinn frá 2006 um leyfi til að greina frá styrk upp á hálfa milljón, en ekki fengið leyfið. Bjarni segir að gengið hafi verið út frá því þegar styrkurinn var veittur að það yrði gert í nafnleysi. Þannig hafi verið um marga styrki til ýmissa frambjóðenda. „Ég hélt því til haga þegar formenn flokkanna sammæltust um að opna bókhaldið að þetta yrði aldrei nema ófullkomin tilraun til að gera hluti eftir á, og það hefur auðvitað sýnt sig," segir Bjarni: „Eftir sitja nokkrir styrkir og í mínu tilfelli þessi eini." Spurður um aðra þingmenn sem ekki gefa upp styrki sína, segir hann: „Ég hef margoft sagt að mér finnst sjálfsagt og eðlilegt að gera þá kröfu til þingmanna að þeir taki saman þessar upplýsingar og geri opinberar eftir því sem hægt er." Minnst fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks ættu að vera, en eru ekki, á lista Ríkisendurskoðunar yfir þá sem hafa skilað upplýsingum um kostnað við prófkjör flokksins 2006. Stofnunin mæltist til þess að þessum upplýsingum yrði skilað fyrir síðustu áramót en það var ekki lagaleg skylda. Jón Gunnarsson er einn þessara. Hann segir að honum hafi ekki fundist taka því að skila yfirlýsingu um lág framlög til sín. Hæstu styrkirnir hans hafi numið 150.000 krónum og hann hafi þegið fjóra slíka. Alls 875.000 krónur frá átta fyrirtækjum. Heildarkostnaður í prófkjörinu hafi numið um fjórum milljónum, mest greitt úr eigin vasa. Ólöf Nordal skilaði heldur engu. Hún segir að kostnaðurinn hafi verið um tvær milljónir og mest úr eigin vasa. Enginn styrkur hafi verið yfir 300.000 krónum: „Ég tók þá afstöðu að þiggja enga slíka styrki," segir hún. Þá skilaði Pétur H. Blöndal ekki upplýsingum um prófkjörið 2006. Hann segist hafa skilað öllu sem honum bar að skila, en sem fyrr segir var um tilmæli að ræða frekar en skyldu. „Ég fékk einn styrk 2006 frá manni sem vildi endilega veita mér hann. Það voru 700.000 krónur. Þessi prófkjör hafa kostað mig um átta milljónir og það hefur að öðru leyti verið greitt úr eigin vasa," segir Pétur. Spurður hver hafi styrkt hann, segist Pétur þurfa að fá leyfi til að gefa það upp. Tveir þingmannanna, Árni Johnsen og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, upplýstu um bókhald sitt eftir að frestur Ríkisendurskoðunar rann út, í Fréttablaðinu og á Vísi. Árni sagði þá sinn kostnað undir 300.000 krónum og Ragnheiður að stærsti styrkur til hennar hefði verið hálf milljón frá Baugi. Meðal þingmanna sjálfstæðisflokks, sem ekki hafa greint frá öllum stykjum sínum, eru Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristján Þór Júlíusson og Sigurður Kári Kristjánsson. Sigurður hefur þó sagt að á bak við sína óútskýrðu styrki standi „fjölskyldumeðlimir og fólk sem tengist mér vinaböndum". klemens@frettabladid.is Ólöf Nordal Pétur Blöndal bjarni benediktsson Alþingi Fréttir Innlent Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, hefur, eftir að styrkjaumræðan komst í hámæli, beðið styrkveitanda sinn frá 2006 um leyfi til að greina frá styrk upp á hálfa milljón, en ekki fengið leyfið. Bjarni segir að gengið hafi verið út frá því þegar styrkurinn var veittur að það yrði gert í nafnleysi. Þannig hafi verið um marga styrki til ýmissa frambjóðenda. „Ég hélt því til haga þegar formenn flokkanna sammæltust um að opna bókhaldið að þetta yrði aldrei nema ófullkomin tilraun til að gera hluti eftir á, og það hefur auðvitað sýnt sig," segir Bjarni: „Eftir sitja nokkrir styrkir og í mínu tilfelli þessi eini." Spurður um aðra þingmenn sem ekki gefa upp styrki sína, segir hann: „Ég hef margoft sagt að mér finnst sjálfsagt og eðlilegt að gera þá kröfu til þingmanna að þeir taki saman þessar upplýsingar og geri opinberar eftir því sem hægt er." Minnst fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks ættu að vera, en eru ekki, á lista Ríkisendurskoðunar yfir þá sem hafa skilað upplýsingum um kostnað við prófkjör flokksins 2006. Stofnunin mæltist til þess að þessum upplýsingum yrði skilað fyrir síðustu áramót en það var ekki lagaleg skylda. Jón Gunnarsson er einn þessara. Hann segir að honum hafi ekki fundist taka því að skila yfirlýsingu um lág framlög til sín. Hæstu styrkirnir hans hafi numið 150.000 krónum og hann hafi þegið fjóra slíka. Alls 875.000 krónur frá átta fyrirtækjum. Heildarkostnaður í prófkjörinu hafi numið um fjórum milljónum, mest greitt úr eigin vasa. Ólöf Nordal skilaði heldur engu. Hún segir að kostnaðurinn hafi verið um tvær milljónir og mest úr eigin vasa. Enginn styrkur hafi verið yfir 300.000 krónum: „Ég tók þá afstöðu að þiggja enga slíka styrki," segir hún. Þá skilaði Pétur H. Blöndal ekki upplýsingum um prófkjörið 2006. Hann segist hafa skilað öllu sem honum bar að skila, en sem fyrr segir var um tilmæli að ræða frekar en skyldu. „Ég fékk einn styrk 2006 frá manni sem vildi endilega veita mér hann. Það voru 700.000 krónur. Þessi prófkjör hafa kostað mig um átta milljónir og það hefur að öðru leyti verið greitt úr eigin vasa," segir Pétur. Spurður hver hafi styrkt hann, segist Pétur þurfa að fá leyfi til að gefa það upp. Tveir þingmannanna, Árni Johnsen og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, upplýstu um bókhald sitt eftir að frestur Ríkisendurskoðunar rann út, í Fréttablaðinu og á Vísi. Árni sagði þá sinn kostnað undir 300.000 krónum og Ragnheiður að stærsti styrkur til hennar hefði verið hálf milljón frá Baugi. Meðal þingmanna sjálfstæðisflokks, sem ekki hafa greint frá öllum stykjum sínum, eru Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristján Þór Júlíusson og Sigurður Kári Kristjánsson. Sigurður hefur þó sagt að á bak við sína óútskýrðu styrki standi „fjölskyldumeðlimir og fólk sem tengist mér vinaböndum". klemens@frettabladid.is Ólöf Nordal Pétur Blöndal bjarni benediktsson
Alþingi Fréttir Innlent Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira