Veit ekki hvað varð um lúxussnekkjuna Maríu SB skrifar 13. apríl 2010 15:38 Magnús Guðmundsson, forstjóri Banque Havilland í Lúxemborg Magnús Guðmundsson, forstjóri Banque Havilland í Lúxemborg, segist ekkert vita um afdrif lúxussnekkjunnar Maríu sem fjallað er um í tölvupóstum í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Hann segist óhræddur við efni skýrslunnar - staðreyndir tali sínu máli. "Nei, ég hef ekki lesið skýrsluna eða séð hana," sagði Magnús í samtali við blaðamann Vísis. Magnús býr Lúxemborg og sagði veðrið gott. Vísir fjallaði í gær um tölvupóst sem Magnús sendi í febrúar 2008 vegna lúxussnekkjunnar Maríu. Pósturinn var stílaður á þá Ágúst og Lýð Guðmundssyni, Hreiðar Má Sigurðsson, Steingrím Kárason, Ármann Þorvaldsson og Sigurð Einarsson. „Tökum stöðuna í haust, ef við erum ríkir við getum haldið áfram, ef við erum enn fátækir seljum við dallinn [...] Mér líður best persónuleg og vinnulega með að segja að við leigjum dallinn en eigum hann ekki, enda kemur engum það við, en þið vitið hvað fólk talar mikið," segir meðal annars í pósti Magnúsar. Spurður hvað varð um snekkjuna svaraði Magnús stuttaralega. "Ég hef ekki hugmynd um það." Hann sagði ekkert óeðlilegt við stórútgerð útrásarvíkinganna. "Menn nota sína peninga eins og þeir vilja... ég meina, í hvað notar þú þína peninga..." spurði hann svo blaðamann á móti. Magnús býr í Lúxemborg og þrátt fyrir að vera hluti af leikhóp hrunsins segist hann ekki óttast skýrsluna eða það sem þar kemur fram. "Nei, þú ert sá fyrsti sem hringir út af þessu." Spurður að lokum hvað honum þætti um viðskiptahættir íslensku bankanna árin fyrir hrun sagði Magnús: "Ég hef mínar eigin skoðanir á því sem ég deili ekki með þér." Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Magnús Guðmundsson, forstjóri Banque Havilland í Lúxemborg, segist ekkert vita um afdrif lúxussnekkjunnar Maríu sem fjallað er um í tölvupóstum í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Hann segist óhræddur við efni skýrslunnar - staðreyndir tali sínu máli. "Nei, ég hef ekki lesið skýrsluna eða séð hana," sagði Magnús í samtali við blaðamann Vísis. Magnús býr Lúxemborg og sagði veðrið gott. Vísir fjallaði í gær um tölvupóst sem Magnús sendi í febrúar 2008 vegna lúxussnekkjunnar Maríu. Pósturinn var stílaður á þá Ágúst og Lýð Guðmundssyni, Hreiðar Má Sigurðsson, Steingrím Kárason, Ármann Þorvaldsson og Sigurð Einarsson. „Tökum stöðuna í haust, ef við erum ríkir við getum haldið áfram, ef við erum enn fátækir seljum við dallinn [...] Mér líður best persónuleg og vinnulega með að segja að við leigjum dallinn en eigum hann ekki, enda kemur engum það við, en þið vitið hvað fólk talar mikið," segir meðal annars í pósti Magnúsar. Spurður hvað varð um snekkjuna svaraði Magnús stuttaralega. "Ég hef ekki hugmynd um það." Hann sagði ekkert óeðlilegt við stórútgerð útrásarvíkinganna. "Menn nota sína peninga eins og þeir vilja... ég meina, í hvað notar þú þína peninga..." spurði hann svo blaðamann á móti. Magnús býr í Lúxemborg og þrátt fyrir að vera hluti af leikhóp hrunsins segist hann ekki óttast skýrsluna eða það sem þar kemur fram. "Nei, þú ert sá fyrsti sem hringir út af þessu." Spurður að lokum hvað honum þætti um viðskiptahættir íslensku bankanna árin fyrir hrun sagði Magnús: "Ég hef mínar eigin skoðanir á því sem ég deili ekki með þér."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira