Veit ekki hvað varð um lúxussnekkjuna Maríu SB skrifar 13. apríl 2010 15:38 Magnús Guðmundsson, forstjóri Banque Havilland í Lúxemborg Magnús Guðmundsson, forstjóri Banque Havilland í Lúxemborg, segist ekkert vita um afdrif lúxussnekkjunnar Maríu sem fjallað er um í tölvupóstum í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Hann segist óhræddur við efni skýrslunnar - staðreyndir tali sínu máli. "Nei, ég hef ekki lesið skýrsluna eða séð hana," sagði Magnús í samtali við blaðamann Vísis. Magnús býr Lúxemborg og sagði veðrið gott. Vísir fjallaði í gær um tölvupóst sem Magnús sendi í febrúar 2008 vegna lúxussnekkjunnar Maríu. Pósturinn var stílaður á þá Ágúst og Lýð Guðmundssyni, Hreiðar Má Sigurðsson, Steingrím Kárason, Ármann Þorvaldsson og Sigurð Einarsson. „Tökum stöðuna í haust, ef við erum ríkir við getum haldið áfram, ef við erum enn fátækir seljum við dallinn [...] Mér líður best persónuleg og vinnulega með að segja að við leigjum dallinn en eigum hann ekki, enda kemur engum það við, en þið vitið hvað fólk talar mikið," segir meðal annars í pósti Magnúsar. Spurður hvað varð um snekkjuna svaraði Magnús stuttaralega. "Ég hef ekki hugmynd um það." Hann sagði ekkert óeðlilegt við stórútgerð útrásarvíkinganna. "Menn nota sína peninga eins og þeir vilja... ég meina, í hvað notar þú þína peninga..." spurði hann svo blaðamann á móti. Magnús býr í Lúxemborg og þrátt fyrir að vera hluti af leikhóp hrunsins segist hann ekki óttast skýrsluna eða það sem þar kemur fram. "Nei, þú ert sá fyrsti sem hringir út af þessu." Spurður að lokum hvað honum þætti um viðskiptahættir íslensku bankanna árin fyrir hrun sagði Magnús: "Ég hef mínar eigin skoðanir á því sem ég deili ekki með þér." Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Magnús Guðmundsson, forstjóri Banque Havilland í Lúxemborg, segist ekkert vita um afdrif lúxussnekkjunnar Maríu sem fjallað er um í tölvupóstum í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Hann segist óhræddur við efni skýrslunnar - staðreyndir tali sínu máli. "Nei, ég hef ekki lesið skýrsluna eða séð hana," sagði Magnús í samtali við blaðamann Vísis. Magnús býr Lúxemborg og sagði veðrið gott. Vísir fjallaði í gær um tölvupóst sem Magnús sendi í febrúar 2008 vegna lúxussnekkjunnar Maríu. Pósturinn var stílaður á þá Ágúst og Lýð Guðmundssyni, Hreiðar Má Sigurðsson, Steingrím Kárason, Ármann Þorvaldsson og Sigurð Einarsson. „Tökum stöðuna í haust, ef við erum ríkir við getum haldið áfram, ef við erum enn fátækir seljum við dallinn [...] Mér líður best persónuleg og vinnulega með að segja að við leigjum dallinn en eigum hann ekki, enda kemur engum það við, en þið vitið hvað fólk talar mikið," segir meðal annars í pósti Magnúsar. Spurður hvað varð um snekkjuna svaraði Magnús stuttaralega. "Ég hef ekki hugmynd um það." Hann sagði ekkert óeðlilegt við stórútgerð útrásarvíkinganna. "Menn nota sína peninga eins og þeir vilja... ég meina, í hvað notar þú þína peninga..." spurði hann svo blaðamann á móti. Magnús býr í Lúxemborg og þrátt fyrir að vera hluti af leikhóp hrunsins segist hann ekki óttast skýrsluna eða það sem þar kemur fram. "Nei, þú ert sá fyrsti sem hringir út af þessu." Spurður að lokum hvað honum þætti um viðskiptahættir íslensku bankanna árin fyrir hrun sagði Magnús: "Ég hef mínar eigin skoðanir á því sem ég deili ekki með þér."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira