Efnahagsbatinn í Noregi ekki eins góður og talið var 25. mars 2010 11:59 Komið er á daginn að efnahagsbatinn í Noregi var ekki jafn góður og leit út fyrir í upphafi þannig að Norðmenn hafa stigið á bremsuna í vaxtahækkunum. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að norski seðlabankinn ákvað í gær að halda vöxtum sínum óbreyttum í 1,75%. Norski seðlabankinn hefur tvisvar hækkað vexti sína frá síðastliðnu hausti um samanlagt 0,5 prósentur og varð hann fyrsti seðlabankinn í Evrópu til að byrja að auka peningalegt aðhald að nýju síðan fjármálakreppan braust út. Í upphafi vaxtahækkunarferilsins síðastliðið haust gerði seðlabankastjórinn Jan F. Qvigstad ráð fyrir að hækka vextina jafnt og þétt en þar sem verðbólguþrýstingur og þensla hefur verið minni undanfarna mánuði í Noregi en upphaflega var reiknað með hefur ferlið gengið hægar fyrir sig. Noregur gekk í gegnum mun mildari efnahagslægð en önnur Evrópuríki og um mitt síðasta ár benti allt til þess að norska hagkerfið hefði náð að hrista af sér slappleikann. Nú hefur hinsvegar komið á daginn að batinn var ekki jafn góður og leit út fyrir í upphafi sem gerir það að verkum að hægar verður farið í sakirnar með að hækka vextina. Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Komið er á daginn að efnahagsbatinn í Noregi var ekki jafn góður og leit út fyrir í upphafi þannig að Norðmenn hafa stigið á bremsuna í vaxtahækkunum. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að norski seðlabankinn ákvað í gær að halda vöxtum sínum óbreyttum í 1,75%. Norski seðlabankinn hefur tvisvar hækkað vexti sína frá síðastliðnu hausti um samanlagt 0,5 prósentur og varð hann fyrsti seðlabankinn í Evrópu til að byrja að auka peningalegt aðhald að nýju síðan fjármálakreppan braust út. Í upphafi vaxtahækkunarferilsins síðastliðið haust gerði seðlabankastjórinn Jan F. Qvigstad ráð fyrir að hækka vextina jafnt og þétt en þar sem verðbólguþrýstingur og þensla hefur verið minni undanfarna mánuði í Noregi en upphaflega var reiknað með hefur ferlið gengið hægar fyrir sig. Noregur gekk í gegnum mun mildari efnahagslægð en önnur Evrópuríki og um mitt síðasta ár benti allt til þess að norska hagkerfið hefði náð að hrista af sér slappleikann. Nú hefur hinsvegar komið á daginn að batinn var ekki jafn góður og leit út fyrir í upphafi sem gerir það að verkum að hægar verður farið í sakirnar með að hækka vextina.
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira