Þormóður Jónsson keppti um helgina til úrslita í +100 kg. flokki á Evrópubikarmóti í júdó sem fram fór á Marbella á Spáni. Þormóður mætti Dimitri Turashvili frá Georgíu í úrslitum og tapaði Þormóður þeirri viðureign. Hann vann tvo spænska keppendur á leið sinni í úrslitin.
Ægir Valsson og Hermann Unnarsson kepptu í -90 kg., og - 81 kg. flokkum en þeir töpuðu báðir sínum viðureignum gegn Spánverjum.
Íslensku júdómennirnir keppa á móti í Tékklandi um næstu helgi og verður það lokakaflinn í átta vikna æfinga - og keppnisferð þeirra.