Umfjöllun: Taugar Snæfells sterkari í Vesturbænum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. apríl 2010 18:20 Mynd/Daníel Mynd/Daníel Snæfell er komið í lykilstöðu í einvíginu gegn KR eftir annan sigur í DHL-höllinni. Að þessu sinni með fjórum stigum, 77-81. Það var troðfullt í DHL-höllinni, eða Hamborgarahöllinni eins og gárungarnir eru farnir að kalla heimavöll KR, þegar leikurinn hófst eftir nokkra seinkun vegna vandræða með stigatöfluna. Það róaði ekki leikmenn liðanna sem mættu æstir til leiks og slógust um hvern einasta bolta á vellinum. Morgan Lewis í miklum ham í liði KR en Jón Ólafur sterkastur í liði Snæfells. Liðin héldust í hendur lungann úr leikhlutanum en Snæfell skrefi framar og leiddi með fjórum stigum eftir fyrsta leikhlutann, 19-23. Bæði líð spiluðu agressíva og sterka vörn og báðum liðum gekk illa að skora. Það var ekkert ókeypis inn í teig og þriggja stiga hittni beggja liða var sorglega léleg. Samtals hittu liðin úr þremur af 20 þriggja stiga skotum í hálfleiknum. Jafnræði var með liðunum en Snæfell nýtti sér ein af mörgum mistökum Tommy Johnson til þess að skora síðustu stig leiksins. Snæfell fimm stigum yfir í hálfleik, 35-40. Þetta var furðulegur leikur að mörgu leyti. Lykilleikmenn beggja liða að spila frekar illa og kappið var klárlega að bera fegurðina ofurliði að þessu sinni. Martins Berkins kann greinilega vel við sig í DHL-höllinni því hann fór að setja niður þrista og Hlynur Bæringsson var drjúgur sem fyrr. Hjá KR voru lykilmenn ekki að finna sig eins og svo oft áður og sérstaklega saknar KR enn almennilegs framlags frá Brynjari. Stuðningsmenn KR, Miðjan, reyndi sitt besta til þess að syngja sína menn í gang, jákvæður stuðningur sem var til fyrirmyndar. Þessi stuðningur fór vel í Tommy Johnson sem byrjaði að spila eins og maður um leið og hann fann stuðning úr stúkunni. Sú rispa stóð reyndar afar stutt yfir. KR skrefi á undan þegar aðeins einn leikhluti var eftir, 65-62. Leikmenn virtust vera að fara á taugum í lokaleikhlutanum því aðeins voru skoruð 5 stig á fyrstu 5 mínútum leikhlutans. Boltinn vildi bara ekki fara ofan í körfuna. Þá tók Berkins upp á því að setja niður tvær þriggja stiga körfur og koma Snæfelli yfir. Þessar tvær körfur svo gott sem unnu leikinn er upp var staðið. KR hitti ekkert og var aðeins búið að skora 7 stig í leikhlutanum þegar mínúta var eftir. KR fékk tvö tækifæri í lokin til þess að jafna eða sigra leikinn en Morgan Lewis brást bogalistin í bæði skiptin. KR þarf því að fara í Hólminn á mánudag og sækja annan sigur. Annars eru meistararnir komnir í frí. KR-Snæfell 77-81 KR: Morgan Lewis 29/10 fráköst, Finnur Atli Magnússon 13/6 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 10/4 fráköst, Fannar Ólafsson 9/5 fráköst, Tommy Johnson 7, Pavel Ermolinskij 7/11 fráköst/9 stoðsendingar, Jón Orri Kristjánsson 2. Snæfell: Hlynur Bæringsson 19/15 fráköst/3 varin skot, Martins Berkis 15/4 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 14/5 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 10, Sean Burton 10/5 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5, Páll Fannar Helgason 5, Sigurður Á. Þorvaldsson 3/6 fráköst. Dominos-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Snæfell er komið í lykilstöðu í einvíginu gegn KR eftir annan sigur í DHL-höllinni. Að þessu sinni með fjórum stigum, 77-81. Það var troðfullt í DHL-höllinni, eða Hamborgarahöllinni eins og gárungarnir eru farnir að kalla heimavöll KR, þegar leikurinn hófst eftir nokkra seinkun vegna vandræða með stigatöfluna. Það róaði ekki leikmenn liðanna sem mættu æstir til leiks og slógust um hvern einasta bolta á vellinum. Morgan Lewis í miklum ham í liði KR en Jón Ólafur sterkastur í liði Snæfells. Liðin héldust í hendur lungann úr leikhlutanum en Snæfell skrefi framar og leiddi með fjórum stigum eftir fyrsta leikhlutann, 19-23. Bæði líð spiluðu agressíva og sterka vörn og báðum liðum gekk illa að skora. Það var ekkert ókeypis inn í teig og þriggja stiga hittni beggja liða var sorglega léleg. Samtals hittu liðin úr þremur af 20 þriggja stiga skotum í hálfleiknum. Jafnræði var með liðunum en Snæfell nýtti sér ein af mörgum mistökum Tommy Johnson til þess að skora síðustu stig leiksins. Snæfell fimm stigum yfir í hálfleik, 35-40. Þetta var furðulegur leikur að mörgu leyti. Lykilleikmenn beggja liða að spila frekar illa og kappið var klárlega að bera fegurðina ofurliði að þessu sinni. Martins Berkins kann greinilega vel við sig í DHL-höllinni því hann fór að setja niður þrista og Hlynur Bæringsson var drjúgur sem fyrr. Hjá KR voru lykilmenn ekki að finna sig eins og svo oft áður og sérstaklega saknar KR enn almennilegs framlags frá Brynjari. Stuðningsmenn KR, Miðjan, reyndi sitt besta til þess að syngja sína menn í gang, jákvæður stuðningur sem var til fyrirmyndar. Þessi stuðningur fór vel í Tommy Johnson sem byrjaði að spila eins og maður um leið og hann fann stuðning úr stúkunni. Sú rispa stóð reyndar afar stutt yfir. KR skrefi á undan þegar aðeins einn leikhluti var eftir, 65-62. Leikmenn virtust vera að fara á taugum í lokaleikhlutanum því aðeins voru skoruð 5 stig á fyrstu 5 mínútum leikhlutans. Boltinn vildi bara ekki fara ofan í körfuna. Þá tók Berkins upp á því að setja niður tvær þriggja stiga körfur og koma Snæfelli yfir. Þessar tvær körfur svo gott sem unnu leikinn er upp var staðið. KR hitti ekkert og var aðeins búið að skora 7 stig í leikhlutanum þegar mínúta var eftir. KR fékk tvö tækifæri í lokin til þess að jafna eða sigra leikinn en Morgan Lewis brást bogalistin í bæði skiptin. KR þarf því að fara í Hólminn á mánudag og sækja annan sigur. Annars eru meistararnir komnir í frí. KR-Snæfell 77-81 KR: Morgan Lewis 29/10 fráköst, Finnur Atli Magnússon 13/6 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 10/4 fráköst, Fannar Ólafsson 9/5 fráköst, Tommy Johnson 7, Pavel Ermolinskij 7/11 fráköst/9 stoðsendingar, Jón Orri Kristjánsson 2. Snæfell: Hlynur Bæringsson 19/15 fráköst/3 varin skot, Martins Berkis 15/4 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 14/5 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 10, Sean Burton 10/5 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5, Páll Fannar Helgason 5, Sigurður Á. Þorvaldsson 3/6 fráköst.
Dominos-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira