al Kaída í fjárhagserfiðleikum 22. febrúar 2010 10:51 Hryðjuverkasamtökin al Kaída upplifa nú sína eigin fjármálakreppu vegna aðgerða Bandaríkjanna og annarra þjóða gegn samtökunum.Samkvæmt frásögn í Mandag Morgen hafa þessir fjárhagserfiðelikar haft margvísleg áhrif á starfsemi al Kaída. Sellurnar innan samtakanna starfs nú meir og minna sjálfstætt og með eigin efnahag, næstum eins og dótturfélög frá sjálfum samtökunum.Þá verðar nýir meðlimir al Kaída nú að borga öll útgjöld sín úr eigin vasa og mannrán eru orðin ein helsta tekjulindin, einkum í þeim Afríkulöndum sem samtökin starfa í.Vegna þess hve CIA og aðrar leyniþjónustur fylgjast náið með peningasendingum til og frá þeim löndum þar sem al Kaída starfar hefur smygl á peningum orðið mun meira en áður. Meðlimir samtakana ferðast á milli landa með dollarabúntin límd við líkama sína.Einnig hefur hið múslimska fjármálakerfi hawala spilað stærra og stærra hlutverk í peningatilfærslum til og frá al Kaída. Hawala byggir ekki á neinum kvittunum eða samningum heldur á trausti milli þeirra sem nota það.Fyrir hryðjuverkaárásina í Bandaríkjunum þann 11. september 2001 starfaði al Kaída með fjárlög upp á tugi milljóna dollara á hverju ári. Samkvæmt CIA námu fjárlög samtakanna árið sem árásin var gerð um 30 milljónum dollara. Mest lesið Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Hryðjuverkasamtökin al Kaída upplifa nú sína eigin fjármálakreppu vegna aðgerða Bandaríkjanna og annarra þjóða gegn samtökunum.Samkvæmt frásögn í Mandag Morgen hafa þessir fjárhagserfiðelikar haft margvísleg áhrif á starfsemi al Kaída. Sellurnar innan samtakanna starfs nú meir og minna sjálfstætt og með eigin efnahag, næstum eins og dótturfélög frá sjálfum samtökunum.Þá verðar nýir meðlimir al Kaída nú að borga öll útgjöld sín úr eigin vasa og mannrán eru orðin ein helsta tekjulindin, einkum í þeim Afríkulöndum sem samtökin starfa í.Vegna þess hve CIA og aðrar leyniþjónustur fylgjast náið með peningasendingum til og frá þeim löndum þar sem al Kaída starfar hefur smygl á peningum orðið mun meira en áður. Meðlimir samtakana ferðast á milli landa með dollarabúntin límd við líkama sína.Einnig hefur hið múslimska fjármálakerfi hawala spilað stærra og stærra hlutverk í peningatilfærslum til og frá al Kaída. Hawala byggir ekki á neinum kvittunum eða samningum heldur á trausti milli þeirra sem nota það.Fyrir hryðjuverkaárásina í Bandaríkjunum þann 11. september 2001 starfaði al Kaída með fjárlög upp á tugi milljóna dollara á hverju ári. Samkvæmt CIA námu fjárlög samtakanna árið sem árásin var gerð um 30 milljónum dollara.
Mest lesið Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira