Barnaverndarnefnd og Besti flokkurinn 22. október 2010 06:00 Nýlega var skipað í nýja nefnd barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Til að gera sér grein fyrir hinu veigamikla hlutverki barnaverndarnefndar ætla ég að fara nokkrum orðum um það hér. Meðal verkefna nefndarinnar er að beita þeim úrræðum sem koma fram í barnaverndarlögunum til verndar börnum sem best eiga við hverju sinni og heppilegust þykja til að tryggja hagsmuni og velferð þeirra. Eitt af þessum úrræðum er úrskurðarvald nefndarinnar til að beita þvingunarráðstöfunum. Þvingunarráðstafanirnar lýsa sér til dæmis í töku barns af heimili án samþykkis foreldra og einnig getur nefndin krafist þess fyrir dómi að foreldrar séu sviptir forsjá barns. Barnaverndarmál eru í eðli sínu afar viðkvæm og barnaverndarlöggjöfin hefur þá sérstöðu að hún felur í sér vald til handa barnaverndarnefndum að skerða friðhelgi fjölskyldunnar, en þessi friðhelgi er meðal grundvallarmannréttinda okkar samkvæmt stjórnarskránni. Í friðhelginni felst réttur fjölskyldunnar til að vera saman, að foreldrar fái að búa saman og fara með forsjá og annast uppeldi barna sinna án utanaðkomandi afskipta. Verkefni barnaverndarnefndanna geta verið þung, flókin og vandmeðfarin, þar sem fengist er við viðkvæma þætti í lífi fjölskyldna. Þar af leiðandi skiptir það sköpum að nefndirnar hafi yfir að ráða mjög hæfu starfsfólki sem hefur góða félags- og sálfræðiþekkingu og þar að auki góða yfirsýn, kunnáttu og reynslu á lagasviðinu er varðar barnaverndarmál sérstaklega til að geta sinnt hlutverki sínu á fullnægjandi hátt. Af framansögðu er ljóst að barnaverndarnefndir eru í eðli sínu dómstóll sem getur kveðið upp úrskurði sem geta haft afdrifarík áhrif og afleiðingar á fjölskyldur. Að öllu þessu sögðu var undirritaðri vægast sagt brugðið þegar Besti flokkurinn skipaði nýjan formann barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Formaðurinn er nýútskrifaður lögfræðingur, útskrifaðist úr lagadeild HR í vor, með enga reynslu af vinnslu barnaverndarmála. Til samanburðar má geta þess að formenn barnaverndarnefndar Kópavogs og Hafnarfjarðar eru lögfræðimenntaðir með áralanga reynslu af barnaverndarmálum og setum í nefndum og ráðum. Það verður að segjast eins og er að það að gera engar kröfur til svo mikilvægs starfs sem formaður barnaverndar Reykjavíkur er, er með öllu óábyrgt og vanhugsað af Besta flokknum og vanvirðing við barnafjölskyldur í Reykjavík, starfsfólk barnaverndar og málaflokkinn í heild sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Sjá meira
Nýlega var skipað í nýja nefnd barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Til að gera sér grein fyrir hinu veigamikla hlutverki barnaverndarnefndar ætla ég að fara nokkrum orðum um það hér. Meðal verkefna nefndarinnar er að beita þeim úrræðum sem koma fram í barnaverndarlögunum til verndar börnum sem best eiga við hverju sinni og heppilegust þykja til að tryggja hagsmuni og velferð þeirra. Eitt af þessum úrræðum er úrskurðarvald nefndarinnar til að beita þvingunarráðstöfunum. Þvingunarráðstafanirnar lýsa sér til dæmis í töku barns af heimili án samþykkis foreldra og einnig getur nefndin krafist þess fyrir dómi að foreldrar séu sviptir forsjá barns. Barnaverndarmál eru í eðli sínu afar viðkvæm og barnaverndarlöggjöfin hefur þá sérstöðu að hún felur í sér vald til handa barnaverndarnefndum að skerða friðhelgi fjölskyldunnar, en þessi friðhelgi er meðal grundvallarmannréttinda okkar samkvæmt stjórnarskránni. Í friðhelginni felst réttur fjölskyldunnar til að vera saman, að foreldrar fái að búa saman og fara með forsjá og annast uppeldi barna sinna án utanaðkomandi afskipta. Verkefni barnaverndarnefndanna geta verið þung, flókin og vandmeðfarin, þar sem fengist er við viðkvæma þætti í lífi fjölskyldna. Þar af leiðandi skiptir það sköpum að nefndirnar hafi yfir að ráða mjög hæfu starfsfólki sem hefur góða félags- og sálfræðiþekkingu og þar að auki góða yfirsýn, kunnáttu og reynslu á lagasviðinu er varðar barnaverndarmál sérstaklega til að geta sinnt hlutverki sínu á fullnægjandi hátt. Af framansögðu er ljóst að barnaverndarnefndir eru í eðli sínu dómstóll sem getur kveðið upp úrskurði sem geta haft afdrifarík áhrif og afleiðingar á fjölskyldur. Að öllu þessu sögðu var undirritaðri vægast sagt brugðið þegar Besti flokkurinn skipaði nýjan formann barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Formaðurinn er nýútskrifaður lögfræðingur, útskrifaðist úr lagadeild HR í vor, með enga reynslu af vinnslu barnaverndarmála. Til samanburðar má geta þess að formenn barnaverndarnefndar Kópavogs og Hafnarfjarðar eru lögfræðimenntaðir með áralanga reynslu af barnaverndarmálum og setum í nefndum og ráðum. Það verður að segjast eins og er að það að gera engar kröfur til svo mikilvægs starfs sem formaður barnaverndar Reykjavíkur er, er með öllu óábyrgt og vanhugsað af Besta flokknum og vanvirðing við barnafjölskyldur í Reykjavík, starfsfólk barnaverndar og málaflokkinn í heild sinni.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun