Meðaltalsuppeldið 21. ágúst 2010 08:00 Menntaráð Reykjavíkur samþykkti fyrr í mánuðinum tillögu Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur borgarfulltrúa um að unnið skuli markvisst að því að efla námsárangur drengja í grunnskólum. Þetta var tímabær samþykkt, því að í meira en áratug hafa legið fyrir gögn og rannsóknaniðurstöður sem sýna fram á að drengjum bæði gengur verr og líður verr í grunnskólanum en stúlkum. Eitt leiðir af öðru og margt bendir til að strákar séu líklegri til að hverfa frá framhaldsnámi en stelpur. Þeir eru sömuleiðis orðnir í minnihluta í háskólanámi. Í samfélagi, þar sem allir eiga að hafa sömu tækifæri, hlýtur þetta að vera áhyggjuefni. Þótt enn halli á konur í jafnréttismálum þegar á heildina er litið, geta það ekki verið rök fyrir því að gera ekkert í versnandi stöðu karla á tilteknum sviðum. Sóley Tómasdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í menntaráði, greiddi þó atkvæði gegn samþykktinni. Hún sagði hér í blaðinu að með henni væri verið að falla í pytt gamallar orðræðu. Mikilvægara væri að „vinna með og uppræta staðlaðar kynjaímyndir í grunnskólum og stuðla að markvissri kynjafræðslu fyrir bæði kynin." Sóley bendir á að sömu rannsóknir og hafi sýnt fram á minni áhuga drengja á náminu hafi borið vitni um lakari sjálfsmynd stúlkna. Það má velta því fyrir sér hvort Sóley Tómasdóttir hefði lagzt gegn tillögu sem hefði gengið út á að styrkja stöðu stelpna, jafnvel þótt ekkert hefði verið minnzt á strákana. En hún hefur rétt fyrir sér í því, að auðvitað er ekki hægt að skoða stöðu strákanna án þess að gefa hlutskipti stelpnanna gaum. Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar, hvatti til þess hér í blaðinu að samþykktinni yrði fylgt eftir með því að skoða einnig stöðu stúlkna í grunnskólum. Margrét Pála hefur árum saman bent á að kynin séu ólík og ekki dugi að beita sama „meðaltalsuppeldinu" á stráka og stelpur. Þá verður niðurstaðan sú, hefur hún sagt, að strákarnir fái 80% af athyglinni af því að þeir séu fyrirferðarmeiri. Slíkt komi niður á báðum kynjum; strákarnir venjist því fljótt að taka meira en þeim ber, á kostnað stúlknanna. Þannig fái bæði kyn röng skilaboð snemma á lífsleiðinni. Margrét Pála hefur farið þá leið að kenna strákum og stelpum að hluta til sitt í hvoru lagi og leggja áherzlu á að leyfa sterkari hliðum beggja kynja að njóta sín í skólanum en vinna líka með veiku hliðarnar, til dæmis félagsfærni, samskipti og tillitssemi hjá strákunum og frumkvæði, áræðni og sjálfstraust hjá stelpunum. Nú er ekki þar með sagt að Hjallastefnan sé endilega það eina rétta fyrir alla grunnskóla. Hins vegar ber að fagna því að hjá Reykjavíkurborg ríkir vaxandi skilningur á því að meðaltalsuppeldið er ekki rétta leiðin í skólastarfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun
Menntaráð Reykjavíkur samþykkti fyrr í mánuðinum tillögu Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur borgarfulltrúa um að unnið skuli markvisst að því að efla námsárangur drengja í grunnskólum. Þetta var tímabær samþykkt, því að í meira en áratug hafa legið fyrir gögn og rannsóknaniðurstöður sem sýna fram á að drengjum bæði gengur verr og líður verr í grunnskólanum en stúlkum. Eitt leiðir af öðru og margt bendir til að strákar séu líklegri til að hverfa frá framhaldsnámi en stelpur. Þeir eru sömuleiðis orðnir í minnihluta í háskólanámi. Í samfélagi, þar sem allir eiga að hafa sömu tækifæri, hlýtur þetta að vera áhyggjuefni. Þótt enn halli á konur í jafnréttismálum þegar á heildina er litið, geta það ekki verið rök fyrir því að gera ekkert í versnandi stöðu karla á tilteknum sviðum. Sóley Tómasdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í menntaráði, greiddi þó atkvæði gegn samþykktinni. Hún sagði hér í blaðinu að með henni væri verið að falla í pytt gamallar orðræðu. Mikilvægara væri að „vinna með og uppræta staðlaðar kynjaímyndir í grunnskólum og stuðla að markvissri kynjafræðslu fyrir bæði kynin." Sóley bendir á að sömu rannsóknir og hafi sýnt fram á minni áhuga drengja á náminu hafi borið vitni um lakari sjálfsmynd stúlkna. Það má velta því fyrir sér hvort Sóley Tómasdóttir hefði lagzt gegn tillögu sem hefði gengið út á að styrkja stöðu stelpna, jafnvel þótt ekkert hefði verið minnzt á strákana. En hún hefur rétt fyrir sér í því, að auðvitað er ekki hægt að skoða stöðu strákanna án þess að gefa hlutskipti stelpnanna gaum. Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar, hvatti til þess hér í blaðinu að samþykktinni yrði fylgt eftir með því að skoða einnig stöðu stúlkna í grunnskólum. Margrét Pála hefur árum saman bent á að kynin séu ólík og ekki dugi að beita sama „meðaltalsuppeldinu" á stráka og stelpur. Þá verður niðurstaðan sú, hefur hún sagt, að strákarnir fái 80% af athyglinni af því að þeir séu fyrirferðarmeiri. Slíkt komi niður á báðum kynjum; strákarnir venjist því fljótt að taka meira en þeim ber, á kostnað stúlknanna. Þannig fái bæði kyn röng skilaboð snemma á lífsleiðinni. Margrét Pála hefur farið þá leið að kenna strákum og stelpum að hluta til sitt í hvoru lagi og leggja áherzlu á að leyfa sterkari hliðum beggja kynja að njóta sín í skólanum en vinna líka með veiku hliðarnar, til dæmis félagsfærni, samskipti og tillitssemi hjá strákunum og frumkvæði, áræðni og sjálfstraust hjá stelpunum. Nú er ekki þar með sagt að Hjallastefnan sé endilega það eina rétta fyrir alla grunnskóla. Hins vegar ber að fagna því að hjá Reykjavíkurborg ríkir vaxandi skilningur á því að meðaltalsuppeldið er ekki rétta leiðin í skólastarfi.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun