Holan dýpkar Ólafur Þ. Stephensen skrifar 20. september 2010 00:01 Með hverju álitinu sem kemur fram um lögmæti kaupa Magma Energy á meirihlutanum í HS orku virðist ríkisstjórnin hverfa dýpra ofan í holuna sem hún hefur grafið í Magma-málinu. Nefnd um erlenda fjárfestingu komst að þeirri niðurstöðu að kaupin væru í samræmi við lög. Það dugði ekki ríkisstjórninni, einkum og sér í lagi ekki ráðherrum Vinstri grænna, og fengin var ný nefnd til að fara yfir vinnu þeirrar fyrri og rýna enn á ný í íslenzk lög og EES-samninginn til að kveða upp úr um lögmæti samningsins. Niðurstaðan er sú að þrátt fyrir að eitthvað megi gagnrýna í vinnubrögðum nefndar um erlenda fjárfestingu séu engir augljósir lagalegir annmarkar á kaupum Magma á meirihluta í HS orku. Grípa þyrfti til langsóttra lögskýringa sem fáir hafa trú á, ætti að finna út að kaupsamningurinn hafi verið ólögmætur. Þrátt fyrir þetta heldur ríkisstjórnin sínu striki. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra sagði í fréttum Ríkisútvarpsins á laugardag að „pólitísk afstaða" ríkisstjórnarinnar væri óbreytt; áfram væri stefnt að því að „staðan gagnvart HS orku verði leiðrétt í þágu almannahagsmuna", sem þýðir væntanlega að stjórnin vilji áfram að sölunni verði rift. Hverjir eru almannahagsmunir í þessu máli? Það liggur ljóst fyrir, þótt ráðherrar Vinstri grænna virðist stundum harðneita að skilja það, að orkuauðlindir á Reykjanesi hafa ekki verið seldar þótt Magma hafi keypt meirihluta í HS orku. Samkvæmt lögum eru auðlindirnar, svo og veiturnar sem dreifa orku til almennings, í eigu opinberra aðila. Magma er eingöngu að fjárfesta í nýtingarréttinum, sem greitt er auðlindagjald fyrir. Það eru hins vegar mikilvægir almannahagsmunir að Ísland sé opið fyrir erlendri fjárfestingu. Það á ekki eingöngu við um orkugeirann eða HS orku. Við þurfum bráðnauðsynlega á erlendu áhættufjármagni að halda til að byggja upp aðra atvinnuvegi, enda er erlent lánsfé nú illfáanlegt. Hvaða skilaboð eru erlendum fjárfestum hins vegar send með því að ríkisstjórnin reyni að breyta eftir á samningum, sem ekkert bendir til að brjóti íslenzk lög eða alþjóðasamninga? Hvernig lítur það fjárfestingarumhverfi út, þar sem stjórnvöld vilja breyta löglegum samningum að eigin geðþótta, út frá „pólitískri afstöðu"? Slíkt ber yfirleitt vott um pólitískan óstöðugleika, sem til þessa hefur fremur verið vandamál í þriðjaheimsríkjum en í okkar heimshluta. Enda er nú svo komið að erlendir fjárfestar eru farnir að setja ríkisstjórnina efst á listann yfir gallana við að fjárfesta á Íslandi, á undan krónunni og efnahagslegum óstöðugleika. Vandræðagangurinn í Magma-málinu, og reyndar líka í málum sem varða fjárfestingu í orkufrekum iðnaði á borð við álver og gagnaver, smitar út frá sér. Með gjörðum sínum á sumum sviðum og aðgerðaleysi á öðrum gerir ríkisstjórnin Ísland að slökum fjárfestingarkosti og seinkar endurreisn efnahagslífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun
Með hverju álitinu sem kemur fram um lögmæti kaupa Magma Energy á meirihlutanum í HS orku virðist ríkisstjórnin hverfa dýpra ofan í holuna sem hún hefur grafið í Magma-málinu. Nefnd um erlenda fjárfestingu komst að þeirri niðurstöðu að kaupin væru í samræmi við lög. Það dugði ekki ríkisstjórninni, einkum og sér í lagi ekki ráðherrum Vinstri grænna, og fengin var ný nefnd til að fara yfir vinnu þeirrar fyrri og rýna enn á ný í íslenzk lög og EES-samninginn til að kveða upp úr um lögmæti samningsins. Niðurstaðan er sú að þrátt fyrir að eitthvað megi gagnrýna í vinnubrögðum nefndar um erlenda fjárfestingu séu engir augljósir lagalegir annmarkar á kaupum Magma á meirihluta í HS orku. Grípa þyrfti til langsóttra lögskýringa sem fáir hafa trú á, ætti að finna út að kaupsamningurinn hafi verið ólögmætur. Þrátt fyrir þetta heldur ríkisstjórnin sínu striki. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra sagði í fréttum Ríkisútvarpsins á laugardag að „pólitísk afstaða" ríkisstjórnarinnar væri óbreytt; áfram væri stefnt að því að „staðan gagnvart HS orku verði leiðrétt í þágu almannahagsmuna", sem þýðir væntanlega að stjórnin vilji áfram að sölunni verði rift. Hverjir eru almannahagsmunir í þessu máli? Það liggur ljóst fyrir, þótt ráðherrar Vinstri grænna virðist stundum harðneita að skilja það, að orkuauðlindir á Reykjanesi hafa ekki verið seldar þótt Magma hafi keypt meirihluta í HS orku. Samkvæmt lögum eru auðlindirnar, svo og veiturnar sem dreifa orku til almennings, í eigu opinberra aðila. Magma er eingöngu að fjárfesta í nýtingarréttinum, sem greitt er auðlindagjald fyrir. Það eru hins vegar mikilvægir almannahagsmunir að Ísland sé opið fyrir erlendri fjárfestingu. Það á ekki eingöngu við um orkugeirann eða HS orku. Við þurfum bráðnauðsynlega á erlendu áhættufjármagni að halda til að byggja upp aðra atvinnuvegi, enda er erlent lánsfé nú illfáanlegt. Hvaða skilaboð eru erlendum fjárfestum hins vegar send með því að ríkisstjórnin reyni að breyta eftir á samningum, sem ekkert bendir til að brjóti íslenzk lög eða alþjóðasamninga? Hvernig lítur það fjárfestingarumhverfi út, þar sem stjórnvöld vilja breyta löglegum samningum að eigin geðþótta, út frá „pólitískri afstöðu"? Slíkt ber yfirleitt vott um pólitískan óstöðugleika, sem til þessa hefur fremur verið vandamál í þriðjaheimsríkjum en í okkar heimshluta. Enda er nú svo komið að erlendir fjárfestar eru farnir að setja ríkisstjórnina efst á listann yfir gallana við að fjárfesta á Íslandi, á undan krónunni og efnahagslegum óstöðugleika. Vandræðagangurinn í Magma-málinu, og reyndar líka í málum sem varða fjárfestingu í orkufrekum iðnaði á borð við álver og gagnaver, smitar út frá sér. Með gjörðum sínum á sumum sviðum og aðgerðaleysi á öðrum gerir ríkisstjórnin Ísland að slökum fjárfestingarkosti og seinkar endurreisn efnahagslífsins.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun