Nýtt tilboð flækir söluna á Liverpool 12. október 2010 10:22 Auðmaður frá Singapore hefur lagt fram nýtt kauptilboð í enska úrvalsdeildarliðið Liverpool. Þetta flækir enn meir ruglingslega stöðuna í kringum söluna á liðinu en málið kemur til kasta breskra dómstóla í dag.Auðmaðurinn sem hér um ræðir, Peter Lim, sendi inn tilboð í liðið í síðustu viku en því var hafnað. Hann hefur samt ekki gefist upp og hefur bætt nær 20 milljörðum kr. við fyrra tilboð sitt.Eins og kunnugt er af fréttum hefur stjórn Liverpool samþykkt tilboð frá fjárfestingarfélaginu NESV, sem er í eigu John Henry eigenda hafnarboltaliðsins Red Sox í Boston, upp á 300 milljónir punda eða um 53 milljarða kr. Fyrrum aðaleigendur Liverpool, Tom Hicks og George Gillett hafa neitað að selja sinn hlut á þessu verði og verður réttað í málinu í dag.Fyrir utan að bæta verulega við fyrra kauptilboð sitt hefur Lim lofað að fjarlægja að mestu skuldir Livrpool og láta Roy Hodgson framkvæmdastjóra liðsins fá um 8 milljarða kr. til liðsmannakaupa.Samkvæmt frétt um málið á business.dk vill núverandi stjórn Liverpool ekki hlusta á tilboð Lim og er ákveðin í að selja NESV félagið. Ekki hvað síst vegna þess að NESV hefur lofað að borga 40 milljóna punda refsivexti sem Royal Bank of Scotland krefst en bankinn er aðallánadrottinn Liverpool. Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Auðmaður frá Singapore hefur lagt fram nýtt kauptilboð í enska úrvalsdeildarliðið Liverpool. Þetta flækir enn meir ruglingslega stöðuna í kringum söluna á liðinu en málið kemur til kasta breskra dómstóla í dag.Auðmaðurinn sem hér um ræðir, Peter Lim, sendi inn tilboð í liðið í síðustu viku en því var hafnað. Hann hefur samt ekki gefist upp og hefur bætt nær 20 milljörðum kr. við fyrra tilboð sitt.Eins og kunnugt er af fréttum hefur stjórn Liverpool samþykkt tilboð frá fjárfestingarfélaginu NESV, sem er í eigu John Henry eigenda hafnarboltaliðsins Red Sox í Boston, upp á 300 milljónir punda eða um 53 milljarða kr. Fyrrum aðaleigendur Liverpool, Tom Hicks og George Gillett hafa neitað að selja sinn hlut á þessu verði og verður réttað í málinu í dag.Fyrir utan að bæta verulega við fyrra kauptilboð sitt hefur Lim lofað að fjarlægja að mestu skuldir Livrpool og láta Roy Hodgson framkvæmdastjóra liðsins fá um 8 milljarða kr. til liðsmannakaupa.Samkvæmt frétt um málið á business.dk vill núverandi stjórn Liverpool ekki hlusta á tilboð Lim og er ákveðin í að selja NESV félagið. Ekki hvað síst vegna þess að NESV hefur lofað að borga 40 milljóna punda refsivexti sem Royal Bank of Scotland krefst en bankinn er aðallánadrottinn Liverpool.
Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira